Minn innri fugl

Allt að gerast í DK, Sjælland er orðið að mýrarsoppu og Bagger búraður inni. Við þökkum fyrir að búa ekki í regninu og ef regn skyldi verða, erum við hólpin að búa upp á toppnum!

Í gærkvöldi röltum við á Anastacia. Stelpunar, ég og dóttir nágrannans. Við fórum dúðaðar í regnföt og ýmisleg outfits innan undir… ætluðum ekki að fá blöðrubólgur við að horfa á Anastacia. Anastacia var fín, en dansararnir voru betri… þeir voru það besta á þessum tónleikum. Í kvöld er það bara afslappning, afslappning eftir stranga vinnuviku og komandi félagslega helgi ásamt einni vakt. Maður borgar víst skuldirnar sínar… þessi er siðan hva… 23. mai… eða 24.mai… hvenær var aftur sunnudagurinn eftir Damefrokost? það var þá sem sem skuldin varð til.

Alveg eins og þegar skuldin hans Fúsa varð til. Ég bað hann pent um að klippa þríhyrninginn fyrir mig því ég næ svo takmarkað upp í hæð með hekkklippurnar. Nágranninn hafði afhent mér plöntu og sagt að við værum í keppni… jújú, ég plantaði sólblóminu í nágrenni við þríhyrninginn, stak stöng meðfram því til að það yxi beint og drussaði multivitamin pillum yfir það á hverjum morgni. Allt gekk eins og í sögu og mig grunaði að ég væri með gott forskot á nágrannann. En Fúsi fór eins og ég bað hann um og klippti þríhyrninginn og tróð í leiðinni á keppninni minni (sólblóminu). Þessvegna skuldar hann mér… en ég er ekki enn búin að ákveða hvað.

Kannski ætti ég að láta skuldina vera að hann fari niður á Blockbuster og nái í „Rejsen til Saturnus“… sjónvarpsdagskráin er vonlaus… algjörlega!!! Bara ef þeir myndu sýna e-ð góða heimildarmynd. T.d. um siðmenningu bænda í Kina eða um byggingartækni Chilebúa. Já eða um viðskiptahætti svartra innbyrðis. Elska heimildarmyndir… horfi næstum ekki á neitt annað. Myndi aldrei nokkurntíma berja augum á Dagens mand eða Paradis Hotel… ónei. Hvað þá „ungar mæður“ og „óþæga hunda“.

Auðvitað er ég að grínast í ykkur… ég er bara týpan sem segir við vinnufélagana og vinina: „ohhh ég ætla bara að sitja heima í kvöld og horfa á heimildarmynd“… en í alvörunni sit ég heima og horfi á sora… nema ekki paraþætti, barnaþætti, hundaþætti og fleiri asnalega þætti. Horfi mest á p-myndir.

3 Responses to “Minn innri fugl

  • Guðrún Þorleifs
    15 ár ago

    Laaaaangt síðan ég hef litið hér við og margt að lesa og skemmtilegt ( að venju)
    Kvitta og hef nú dregið þig í dilk 😉

  • Ég misskildi þetta alveg með þríhyrninginn, alveg þar til þú minntist á hekk klippurnar

  • ég sjálf
    15 ár ago

    hehe ég var lengi að kveikja…. það var nú ekki meinining að vera klúr 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *