Ja hérna, nú myndu einhverjir segja að ég væri ekki með öllum í mjalla… eða hvernig það er svo sem skrifað! Ég er búin að búa um mig í kjallaranum, með rúnnstykki og brauði og 4 mismunandi á, ásamt mjólk og kaffi og sest fyrir framan pc´en hans Fúsa… ef hann vissi þetta myndi hann klikkast! En þetta er engin smá græja, ef e-ð eru geimvísindi þá er það þetta! Allt gerist svo hratt, bara með því að klikka einu sinni á e-ð þá verður árangur… merkilegt! Og skjárinn maður minn… hann er e-ð svo hreinn! og svo er svona einskonar stjórnborð… kannski ekkert ólíkt og í flugvél. Það er t.d. klukka á skjánum og fleiri mælar sem ég átta mig ekki alveg á… kannski barometer og rakamælir… samt ólíklegt… því þá væri veðrið öðruvísi. Síðan er orðabók, ég veit nú alveg allt um svoleiðis, síðan eru post-it miðar… jújú ekkert svo vitlaust. Einnig er þarna DR Rock… veit hann var að hlusta á P4 um daginn en ég get engan vegin breytt þessu, þarf því í rauninni ekki, þetta er alveg fín tónlist…. ég er náttl engin væla að eðlisfari! Svo er náttl hitamælir… Sönderborg= sól og 13 st hiti… my ass… sé enga sól… vá afhverju haldiði að ég sitji hérna? Og að síðustu appelsínugult dagatal… 7. júni 2009, frábært, nú ætti ég að vera nokkuð vel orienteruð í tíma og staðsetningu. Ég ætti kannski að taka það fram að ég er vön laptop sem kveikir á 67 stk internet eksplorer þegar maður ýtir einu sinni… ok, það gæti maður kannski lika kallað árangur en ekki kannski það sem maður bað um. svo markerar laptoppinn alla teksta eftir sinni hentisemi og eyðir svo bara… eða hringlar á milli facebookarprofíla að eigin vali… ég hef ekki um neitt að segja!
Þegar ég fer að sofa á kvöldin, þá skríð ég oft á fjórum fótum upp í rúm til fóta, eða stend við hliðina á því mín megin og læt mig detta oní það… við gríðarlegan fögnuð hans sem ég er gift með. Bókin hans skoppar oft upp og útá gólf og lokast og allt verður vitlaust. Það kemur líka einstökusinnum fyrir að ég tek tilhlaup frá dyraopinu og stekk upp í rúm af öllum lífsins sálarkröftum… þá verður hann brjálaður. Hehehe
Í vinnunni kemur oft fyrir að maður þarf að kenna fólki að fara fram úr og leggjast upp í rúm eftir stórar aðgerðir, það er alveg ok, því það fólk jafnar sig og getur seinna meir farið upp í rúm, með aðferð að eigin vali. Það er verra með veika fólkið, sem er orðið máttfarið eða af öðrum orsökum á erfitt með að fara framúr eða upp í rúm, nema hægt og rólega og á sérstakan hátt. Þá hugsa ég oft að ég ætla aldrei að fara upp í rúm á „venjulegan“ hátt, á meðan ég get gert þetta á „skemmtilegan“ hátt.
Síðan er það aulahumorinn… það er svo óteljandi mikið af fólki sem fattar ekki aulahumorinn minn, get engan vegin skilið það, þar sem hann er svo einfaldur og einstaklega sniðugur. Hélt ég væri búin að sortera frekar vel í vinnufélögum, fjölskyldu og vinum, og draga fólk í dilka… sumir fara í humordilkinn (7U1 og fjöður aftan hægra, sneitt framan vinstra) og aðrir fara í humorslausadilkinn (4U2 og biti framan vinstra, allt af hægra), en nei, alltaf bætist fólk í hópinn sem þarf að draga í dilka. Og það pirrar mig stundum pínu þegar ég þarf að pota því 4U2 eftir að hafa fengið undarlegt augnaráð. En sumt fólk fer aldrei i dilkana, það hringsólar bara í réttinni og kemst hvergi, því það fær ekki að upplifa brandarana mína… það eru reyndar annsi margir hringsólandi í miðjunni. Reyndar þurfti ég að búa til einn dilk meira um daginn. Sá er nr 9U3 og þangað fara skizoarnir. Einn sagði við mig daginn að hann væri nærsýnn og að það væri gott því það er mikið betra en að vera „langsynet“ (fjarsýnn). Og þá mumlaði ég (niðursokkin í e-ð sorablað): „heller nærsynet end fjernsynet“. Og það var víst ekkert sniðugt því gaurinn getur ekki horft á sjónvarp því hann fer alltaf inní þau… og það er sama hvað er í sjónvarpinu, hann verður alltaf hluti af atburðarrásinni.
Ég er alein heima… búin að vera alein í 21 kl.t. eða e-ð álíka. Ég er allsekki týpan til að vera alein heima nema í stuttan tíma. Í gær drakk ég ótæpilega af bjór og klippti svo hekkið í rosa stuði. Tók svo óeðlilega mikið til á miðhæðinni og dó svo í sófanum yfir myndinni „piger på prøveløsladelse“. Vaknaði kl 19 og grillaði mér hamborgara og skar hálfa gúrku í sneiðar… hmm ég þurfti bara 2 sneiðar. Fór svo á blockbuster og í sjoppuna og keypti mér gigant stærð af öllu og át allt og fór rosalega seint að sofa… og vaknaði svo rosalega seint eftir að hafa sofið þversum í rúmminu. Þannig að ef ég væri oft alein heima, yrði ég offitusjúkl með áfengisvandamál, búin að klippa af mér útlimina með hekkklippunum og svæfi alltaf þversum!
Snillingur!!!
Eins gott að þú ert ekki oft ein heima!!!!
Þó það sé nú gott svona inn á milli!!!!
Takk fyrir bros dagsins!!!!