Skemmtun ársins er yfirstaðin, skemmtunin þar sem maður gefur skít í herpes með því að drekka ótæpilega af glösum annars fólks, þar sem maður brosir bara þrátt fyrir að 1/2 líter af bjór hellist í fangið á manni, þar sem maður brosir bara þegar það lekur úr veskinu manns, þar sem maður borðar standandi og syngjandi og þar sem maður skellihlær þegar einhver dettur upp á borðið og  upp á öll drykkjarföngin. Skemmtunin þar sem maður syngur Ó María og dansar svo mikið að maður er ógangfær á sunnudeginum. Og þar sem maður treður í sig súkkulaðiköku og skolar henni niður með „lötum“ bjór þangað til maður stendur á ælunni og þar sem manni er nákvæmlega sama þótt maður sé eins og bóndi í heyskap og lykti eins og öltunna.

Annars gengur lífið sinn vanagang…  nágrannalífið blómstrar, við fæðum hvort annað, verslum við hvort annað, drekkum hvors annars bjór og erum komin í keppni.

Ég þarf að fara að taka mig á í eftirtöldu:

  • hætta að reykja
  • hætta að tannbursta mig með fullan munninn af brauði
  • bera á mig meira sólkrem
  • kenna Fúsa að dansa

Næst á dagskránninni minni er að setja inn myndir frá ársins skemmtun…

later

2 Responses to “

  • Þetta er afar góð lýsing á frábæru kvöldi. En nr. eitt er þó félagskapurinn sem var mjög góður:) Það er merkilegt hvað sumt skiftir allt í einu engu máli…og margt leyfist bara af því að það er þetta kvöld. Það gerir þetta einmitt svona sérstakt og endaust eftirminnilegt. Þúsund þakkir fyrir frábært kvöld…og gangi þér vel með takmörkin…(sérstaklega þetta með Fúsa).
    Knús
    Dísa

  • Yndisleg lýsing á Damefrokost!!!! ……… og svo rétt!!!!

    Sakna þessa alveg ótrúlega mikið!!!
    En það styttist og styttist í að ég komist 2011 er á leiðinni ………. eftir 2 ár…… en ég meina…….. hver er að telja???

    Takk fyrir myndirnar…….. þær eru hrein dásemd og vekur upp ennþá meiri söknuð…… þrátt fyrir að dömunum fari sífellt fækkandi sem ég þekki þarna!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *