Það er blaut lopapeysulykt í nefinu á mér… og það sannar bara fyrir mér að teppið okkar er rááándýrt ullarteppi af dýrustu gerð. En þið getið trúað að þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég finn þessa lykt af þessu teppi. Eldsnemma í gærmorgun, eða kl 9 (það er mjög snemmt á frídegi) fór ég í Silvan og sótti teppahreinsarann sem ég hafði pantað. Maðurinn sem lét mig hafa hann á bak við hús, spurði hvort ég væri ekki bara að sækja hann…? Öhhh jú….
- Maðurinn: „já og þú last leiðbeiningarnar inná netinu, er það ekki?“
- Ég: „jú jú…“
- M: „og þá ertu alveg klár á því að teppahreinsun er karlmannsverk?“
- É: „öhh jújú… en ég hef alveg teppahreinsað áður… alveg vön sko“
- M: „hefur ekkert að segja… í leiðbeiningunum stendur að þetta sé karlmannsverk og þú verður að gegna því“
- É: „ok“ og vildi nú ekki fara að segja honum frá teppahreinsuninni á Hotel Héraði hér um árið, þar sem ég tók að mér að teppahreinsa barinn, þar sem hann var mitt svæði og lítið að gera. Ég fyllti græjuna af vatni, sápu og stakk henni svo í samband. Það liðu ekki nema örfáar mínutur þangað til það flæddi froða útum allt, yfir alla vélina og langt út á teppi… svo kom vonda lyktin. Og reykurinn. Man hvað ég átti bágt með að taka þessu háalvarlega, þarna sem ég stóð í flugfreyjubúningnum og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. Mér fannst þetta náttl alveg hrikalega fyndið… froðan var jú útum allt… Ég slökkti á vélinni og hljóp niður til Heiðu í þvottahúsinu og spurði hvort hún hefði e-ð vit á freyðandi teppahreinsurum… þegar við komum upp aftur var vélin enn freyðandi og lyktin verri… ég bræddi víst úr henni! En það fékk Silvan maðurinn ekki að vita í gær.
Ég fór heim, hringdi í Fúsa og sagði honum að hann væri neyddur til að „afspadsere“ (frí) því Silvanmaðurinn hefði sagt að ég mætti ekki teppahreinsa… þetta væri karlmannsverk!
Ég fann í gegnum símann að Fúsi setti í brýrnar og sagði svo: „taktu þig saman kerling og hreinsaðu teppið!!!“ Alveg eins og í gær þegar hann var búin að mála og við vildum setja sófann á sinn stað aftur… og ég er bara ekki týpan sem ber 3ja sæta sófa í hringi um húsið… ég sagði honum það, að ég væri ekki týpan til að bera sófann… Þá sagði hann bara: „hættu þessum aumingjaskap og taktu sófann“…
Og eins var þetta þegar við fjárfestum í kæliskápnum um daginn… þá hjálpaði búðarmaðurinn Fúsa að setja skápinn á kerruna og varð að orði: „hann er nú glettilega þungur þessi“… og þegar við komum heim, hjálpaði ég Fúsa við að taka hann af kerrunni. Og svo sagði hann: „berum hann inn“… ég varð náttl frekar vandræðaleg og sagðist halda að ég gæti það ekki… Fúsi sagði að ég gæti bara tekið mig saman og hætt að væla þetta… Ég var ekki langi að snúast um á hæl og skaust eins og píla hálfan hring í kringum húsið og æpti af lífsins sálarkröftum: „DEEENNIS“… Dennis kom og hjálpaði Fúsa.
En aftur að teppahreinsuninni… ég hlýddi og hreinsaði rándýra ullarteppið, teppið á stiganum og djúphreinsaði bílinn. Auk þess lét ég Fúsa minn mála fyrir mig það sem mig langaði að fá málað, tók til í fataskápnum mínum og setti góða vinkonu mína í að hreinsa græna slikju af hengirólunni. Fór svo og skilaði vélinni í gærkvöldi. Silvan maðurinn sá strax á göngulaginu að ég hafði fiktað við teppahreinsivélina… ég var svo þreytt!!! Og viti menn… ég þurfti að borga sekt fyrir að hafa hunsað reglur teppahreinsivélarinnar… fékk ekki alla trygginguna til baka… Passiði ykkur á þessu og segið mönnunum ykkar mína sögu!
Við verðum víst að sætta okkur við það að sumt eru karlmannsverk…það er samt heldur fúlt ef kallarnir okkar eru komnir lengra en við í jafnréttinu og taka ekki mark á svona löguðu…
Mjög ánægð með Fúsa, heldur þér greinilega við efnið hnegg hnegg
Gastu ekki sýnt Fúsa leiðbeiningarnar??? Það virkar oft betur ef þessar elskur sjá þetta á prenti………. þeir eru oft svo takmarkaðir þessar elllllllllllskur!!!
En verð að segja að ég er frekar stolt af þér………… finnst þú ógeðslega klár!!!!
Rosa ertu rösk , mágkona….mátt nú alveg kíkja í heimsókn í sumar, og hjálpa til við að koma þessum blessaða garði mínum í stand….sýnist á öllu að þú værir ekki lengi að redda þessu….;0)