Langar bara svo að segja ykkur frá því að það er nánast búið að vera sólbaðsveður hér á Möllegade síðan viku fyrir páska… nún naga ég neglurnar og vonast eftir jafngóðu fram yfir fermingu.
Helgin var yndisleg, alveg hreint frábær. Ég var á næturvöktum og á góðum næturvöktum. Hélt mig bara hérna heima í Sönderborg á minni eigin deild þar sem hlutirnir gerast. Á vakt nr 2 fékk ég 3 akut sjúkl og á vakt nr 3 fékk ég 2 akut sjukl. Það þykir frekar mikið svona á nóttunni og sérstaklega þar sem ég var ein „urologisk“ hjúkka, hin sem var með mér er „þarmahjúkka“, útaf því að deildirnar okkar eru enn sameinaðar útaf páskafríinu. Og nótt nr 3 komu þessir 2 akut sjúkl kl 6 og það er akkúrat tíminn sem ég á að vera nota til að gera skurðaðgerðarsjúkl tilbúna… feitt! En þetta reddaðist allt saman og ég komst útaf deildinni kl 7:15 þrátt fyrir allt. Siðan á föstudaginn, um miðjan dag, hafa verið gestir hjá okkur… Alla dagana sem ég vaknaði um miðjan daginn eftir vaktirnar, voru gestir í garðinum. Það hafa verið gestir í kaffi, kökum, bjór og mat… þetta er búin að vera ein sú mesta rennerí helgi í langan tíma og yndisleg helgi sem endaði undir höndunum á Rúnari… 🙂 Málið er bara að svona helgar minna mig svo á sveitina í gamla daga þegar ég var yngri. Þá var alltaf endalaus gestagangur… nema þá sátu gestirnir ekki í garðinum, heldur inn í eldhúsi og drukku kaffið úr glösum eða stóðu útí hesthúsi og ræddu hestamálin… jújú klárinn töltir!!!
Mig dreymdi í nótt að það væru komin blóm þar sem ég sáði blómafræum um daginn. Þegar ég vaknaði kíkti ég útum glúggann en engin voru blómin þar… en samt komin ný blóm annarsstaðar… alltaf e-ð nýtt að spretta upp. Mig dreymdi líka að þýski nágrannin væri komin með nýja konu sem mér fannst mikið til koma.
Í dag er ég að hugsa um að sóla mig meira en fyrst þegar ég er búin að hringja í hreingerningarþjónustuna og missa mig yfir því að það skuli engin hafa látið sjá sig síðan fyrir helgi og ryksugan er búin að standa á stofugólfinu síðan á föstudaginn og prinsessurnar af Möllegade sjá ekki yfir til nágrannana vegna skíts á gluggunum. Það er eins og þetta fólk haldi bara að það geti dinglað sér!
…….hvenær áttu aftur að ferma??? ………. ertu kannski búin að því????
Wów…… ein ekki aaaaaalveg með dagsetningarnar á hreinu!!!!
Linda, ég á ferma 8. mai…. held ég… bíddu, ætla ad spyrja hina foreldrana i bekknum til ad vera viss….