Ég bara á svo erfitt með að skilja hversvegna ég gef manninum mínum leyfi/læt manninn minn gera hluti sem skíta aðra hluti út. Fyrir páska ákváðum við að breyta smá fyrir fermingu… bara rífa niður einn vegg. En ég verð framyfir fermingu að þrífa rykið eftir það. Þetta blessaða ryk er svo innilega fyrir neðan alla mína virðingu. Það hefur líka einhver misskilningur átt sér stað rétt eftir fæðinguna mína, eða svona ca þegar ég fór að geta setið. Þegar ég fór að geta setið átti að setja mig í hásæti… eða einhversskonar prinsessustól. En svoleiðis var ekki til á Tókastöðum og engin hafði haft fyrir því að segja foreldrum mínum þetta. Ég er nefnilega nokkuð viss um að ég sé bresk konungleg. Jú, sjáiði til, þar sem ég augljóslega komin af írum eða keltum, þá liggur í augum uppi að upprunalega er ég komin af bretum og bresku kongafamiliunni. Ég og mitt fólk vöndruðum bara norðvestur eftir og enduðum í Irlandi. Það fékk ég augnlitinn minn og freknurnar. Sem ég flutti svo með mér til Íslands… en konunglegi titillinn varð eftir! Og fólk brosir bara góðlátlega og rúllar í sér augunum þegar ég segist ekki geta þrifið og vilji kokk inn á heimilið. Ég finn þetta bara í blóðinu… ég á eftir að gera útaf við mig ef ég fæ ekki þjónustu. Þetta getur maður kallað brot á mannréttindum og þetta á eftir að verða dýrt fyrir heilbrigðiskerfið… því það er ekki langt þangað til ég þarf á ýmislegri aðstoð að halda, bæði andlegri og líkamlegri… einungis útafþví að það kemur engin og fjarlægir allt rykið úr húsinu mínu!!!
Á miðvikudaginn síðasta hélt Svala mín party fyrir allan 5.c. Ég fékk 3 kl.t. til að undirbúa the party… jújú ég húsmóðirin sjálf 😉 Svala sendi sms kl 11 og sagði að það kæmu 11 börn, þannig að ég mætti byrja undirbúninginn. Það eina sem var „tilbúið“ var gosið og veðrið. Kl. 13 sendi Svala sms og sagði að þau yrðu 17. Kl. 14 komu þau blaðskellandi og réðust á kökurnar, tertunar, réttina, nammið og gosið… eða ok, mínus terturnar og réttina… Verð nú eiginlega að segja að þetta var eitt það best heppnaðasta party sem ég hef haldið fyrir þessi blessuðu börn.
Tilkynningar:
- Við verðum á Íslandi frá 31. júlí – 17. ágúst 2009
- Aldís fer til miðevrópu ca. 16.júlí – 20. júlí 2009
- Í allt notaði ég 250kr í gsm símann frá 31. janúar-17. apríl 2009.
- Við fáum æðislega gesti um miðjan júlí 2009.
- Kannski fáum við aðra æðislega gesti á eftir hinum æðislegu gestunum sem yrðu þá hjá okkur ca framað okkar brottför til Islands.
- Ef þú ætlar að koma í heimsókn ertu mjög velkomin í allt sumar nema:
- frá 3.mai – 11.mai (nema þeir sem eru búnir að bóka)
- 23. mai
- 13. júli til 19. ágúst 2009.
- óska eftir góðum ráðum til að þagga niðrí ÖLLUM dúfum
- óska eftir dýnum og sængum að láni frá 3. mai – 10. mai
- óska ykkur öllum gleðilegrar helgar
Mikið hjartanlega er ég sammála þér frænka, það hlýtur eitthvað að hafa lekið til mín af þessu konuglega því ég hafna algjörlega að taka þátt í svona almúgaverkum. Þá svo miklu betur við okkur kóngafólkið að við okkur sé stjanað.
Þegar þið komið til landsins, stoppið þið ekkert á Bessastöðum? Væri alveg hrikalega gaman að hitta á ykkur. Þið hafið líka góða ástæða til að kíkja í heimsókn 😉
Gangi þér vel í öllum undirbúningum
Kv. Prinsessan á bauninni
jú Ásta mín. við komum sko pottþétt við hjá ykkur, sendirðu bíl eftir okkur? 😉
Hæ hæ sætust
Ég er farin að hlakka rosalega til að koma út í sumar, sakna þín geðveikt mikið eins og er 🙂
Einnig vantar okkur íbúð í kaupmannahöfn frá 21-23 júlí, veist þú um einhvern sem er tilbúinn til að leigja okkur ódýrt húsnæði þessar 2 nætur?
Knús frá okkur öllum til ykkar allra