Plantorama
í dag fórum við Aldís í Plantorama = þar sem hlutirnir gerast! Við ætluðum bara að kaupa einn runna. Þessvegna fórum við bara hjólandi… enda hlýtt úti og sólin skein. Við fórum inní Plantorama (splúnkuný STÓRverslun) og það fyrsta sem maður kemur að eru fræ… allskonar fræ. Ég hamdi mig ekki og það fuku allskonar mismunandi fræbréf í innkaupakörfuna okkar Aldisar. Síðan komum við að svæðinu þar sem blóm sem hæfa vel í krukkur, standa. Það var nú mjög „aktúelt“ fyrir mig þar sem það er dautt í 3 af 4 krukkum sem ég sáði í, í fyrrasumar. Þar hömdum við okkur heldur ekki (eða ok, Aldís var alveg róleg) og leyfði ég princess Aldís að velja mismunandi útlenskar marguriter til að setja í krukkur. Þar á eftir komum við að runnunum… það var enmitt það sem mig vantaði. Keypti einn runna. Áfram var gengið og skoðað og lyktað. Næst á dagskránni var berjadeildin. Aldís rak augun í tytteberjapottaplöntu. Ég varð alveg óð og Aldís líka. En þar sem þekking mín á plöntum er álíka og á menningu fólks á Vestfjörðunum, þurfti ég að lesa leiðbeiningarnar. Og þar stóð að plantan þyrfti að vera í súrum botni???!!!??? Veit einhver hvað það er??? Nei, það veit engin. En ok, ákvað samt að spyrja. Fann Plantoramakonu og hún talaði sænsku. Og það er bara einhver árátta hjá mér þegar ég tala við svía eða normenn, að fara að bögglast á sænsku eða norsku. Og það gengur bara sjaldnast… samt geri ég þetta aftur og aftur. En svo potaði Aldís mín í mig. Sænskumælandi Plantoramakonan útskyrði fyrir mér mikilvægi Sphagnum og sýndi mér 50 kg moldarpoka… öhh og hvað átti ég að gera við hann… hjóla með hann heim? Nei, Aldís og ég hættum að hugsa um tytteberin og fórum og gerðum risapáfagauk brjálaðann. Ég þóttist vera kvenkynspáfagaukur og þessi þarna í búðinni var greinilega karlkyns. Og þar sem við vorum hvortsem er komnar í dýrin fórum við að fiskikerunum. Þar var stuðið get ég sagt ykkur. Aldís neitaði að lesa á skiltin og reyndi að grípa þessa stóru. Minni börn fóru að herma eftir henni og foreldrarnir gleymdu sér og fóru að gefa hvort öðru auga… þvers og kruss svona yfir fiskikerunum. Eitt barnið fór að gefa fiskunum fuglafóður og íllgresieyðir. Og það var þá sem afgreiðslumaðurinn kom og sagði fólki að fara til síns heima og taka krakkana með. Við Aldís hjóluðu heim, ég með runna og plöntunæringu í skottinu á hjólinu og Aldís með öll blómin frammí á sínu hjóli.
Gott að heyra að allt er í blóma hjá þér!!!
Er ennþá svekkt yfir að hafa ekki farið á kaffihús og boðið einhverjum heim með mér að skoða ísbjarnarungann!!! …… fattaði það bara ekki!!!!
Gleðikona í háska…… gleðilega páska!!!
Já heitir búðin Plantorama!
Var einhvern veginn viss um að hún héti Panorama 😉
Er búin að dansa þar vals og ræl á hæl og hnakka.
Tók létta rispu fyrir, fyrir páska. Það var sko eiginlega svo langt í þá en ég þurfti að skipta út jólaskrautinu í innkeyrslunni og hvað er þá betra en páskaskraut?
Skila kveðjunni í Ammríkuhrepp 🙂