Ef að þetta kemur manni ekki til að grenja… þá veit ég ekki hvað!!!

(þetta er linkur og frétt á bakvið)

Einhverntímann í mars var viðtal við dk mann i kastljósinu um muninn á þjónustu við veikt fólk í dk og is. Hann fær semsagt þjónustu allann sólarhringinn heima hjá sér, eðlilega, en á íslandi væri hann á stofnun eða sjúkrahúsi. Vá, manni finnst svo sjálfsagt að fólk fái þessa þjónustu sem er hér að maður heldur að það sé eins á íslandi. Svona er maður góður vanur. En hvert fór velferðarríkið ísland? Hvað er gert við skattinn ykkar? Í gær var mér sagt að 40 ískr af hverjum bensinlítra færu til ríkisins í einhverja vegagerðarsjóði… hvernig væri þa´að fara að byggja upp vegarkerfið, er ekki kominn tími til?

ÞAð er bara vandræðalegt þegar útlendingarnir segjast hverfa nokkra áratugi aftur í tímann við keyrslu á íslandi. Á okkar yndislega fallega og ”nútímalega” landi.

Hérna er líka dauði og djöfull á köflum (nei ég er ekki í paradís, þótt ég sé óskaplega hrifin af kerfinu hérna). En nú er sko Sönderjyllandsamt að spara enn meira á sjúkrahúsunum… Nú eru það aðeins 65 milljonir sam þarf að spara. Semsagt slatti (áætlað 56 stöður) af hjúkkum, SSA (eins og ég) og sygehjælpurum sem fá spark í rassinn. Aðallega í Haderslev. Minn heili er ekki svo skilningsríkur, og skilur því ekki hvernig þetta á að fungera. Ég bið til GUÐS um að þetta ástand verði riðið yfir þegar ég verð búin.

Til baka til malarvegana og mjóu vegana
Reyndar bætir útsýnið alltaf úr slæmum vegum, guð nú langar mig að keyra Möðrudalsöræfin eins og þau voru í gamla daga. Yfir fjallgarðana, fram hja Möðrudal og sjá svo Herðubreið blasa við. Hef ekki keyrt þessa leið í fjöldamörg ár… ekki síðan nýji vegurinn var lagður og það var áður en við fluttum. Hehe þegar ég fór til ísl. sumarið 2002 minnir mig eða 2003, þá keyrðum við Maggi austur. Hann gafst upp á að láta mig keyra þar sem ég hélst tæplega á veginum (þessum ýktu mjóu vegum) þar sem ég var með andlitið klístrað á rúðunni. Svo margt bjúdifúlt á suðurleiðinni til vinstri. Það er eins og þegar maður fer niðrí þýskaland héðan, þá er svo fallegt til vinstri. En í Kollund lendir maður í vandræðum… þar er bæði fallegt til hægri og vinstri.
En við megum þakka fyrir að það eru vegir á íslandi, þar sem það er ekkert sjálfgefið… Grænlendingar hafa ekki marga vegi, og ekki heldur marga hesta.

Hei muniði mig langaði svo að sýna ykkur h´suið sem ég bjó í íGrænlandi… nú kann ég að búa til svona url slóð… þegar hún kemur ekki að sjálfu sér.

Jemin ég er búin að læra svo mikið á stuttum tíma… nú gat ég t.d. gert innihaldslysingu alveg alein, án þess að kalla á Morten í skólanum og rifja upp eina ferðina enn.
Ég var að skila áðan og það ekki með góðri tilfinngu, held satt að segja að þetta verkefni sé soddan röfl á köflum… og er eg ekki að grínast. Hafði ekki þessa tilfinngingu þegar e´g skilaði Sygeplejeprocessinum eða Immo-verkefninu. Nú leið mér eins og ég væri að fara í hræðilegt próf og líður þannig líklega þangað til ég fæ niðurstöðuna. Er hrædd um að ég hafi klúðrað diskussjóninni alveg… hef aldrei gert svoleiðis áður og fékk enga hjálp… arrgg. Dagný hættu að hugsa um það og líttu til vinstri… þar er ekki fallegt útsýni… samanbrotinn þvottur í stöflum, pappírar og bækur útum allt, og svolítið ryk. Held að þú ættir að einbeita þe´r að því, en ekki að skiluðu verkefni.
En já húsið… ég fer alltaf útaf veginum í þessum tjáningum mínum….

hus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *