Uppþvottahanskar í sumarlitnum
Fór í Netto i dag og keypti fjóra pakka af smjöri en gleymdi chilli´inu… svo týpisk ég! Ég er alltaf að gleyma einhverjum mikilvægum hlutum… er enn með trauma síðan í janúar þegar ég gleymdi 2 kontroltímum upp á sjúkrahúsi… bara vandræðalegt. Sé stundum lækninn á ganginum… þá þykist ég vera að leyta að einhverju míní litlu og mikilvægu i veskinu mínu… Ég er nefnilega læra að ef ég man eftir fólki, er möguleiki á að það man eftir mér! OG afhverju ætti læknirinn ekki að muna eftir mér… hitti hann 3svar og þar að auki braut hann, barði, sagaði, heflaði, pússaði saumaði og ýmislegt fleira í ca 2 klukkutíma í feisinu á mér… Afhverju ætti hann ekki að muna eftir mér??? Ég vona að ég komist yfir þetta einhverntímann í framtíðinni.
En spælandi maður að gleyma chilli´inu… ég verð að fara að hætta í smjörinu… verð að taka mig á, verð að taka mig á, verð að taka mig á…
En sem sárabætur keypti ég æðislega uppþvottahanska… uppþvottahanska í sumarlitnum!!! Ég er svo ánægð með þá… sé mig alveg fyrir mér í gullskónum og með hanskana. Reyndar nota ég ekki oft uppþvottahanska… í rauninni bara þegar ég er með eitur í höndunum eða er að gera e-ð hrikalega ógeðslegt.
Annars er ýmislegt í fréttunum í kvöld…
- Stein Bagger fær áframhaldandi athygli
- yfir 300 svín sveltu í hel
- læknarnir gerðu mistök og skáru typpi af manni sem átti að hafa cancer íonum en hafði bara sýkingu
- Tyrkirnir hafa áttað sig á yfirburða hæfileikum Foghs… hvað skyldi Anne-Mette nú hafa að segja um það?
En mikið ofboðslega er ég ánægð með uppþvottahanskana… ég ætla að sofa í þeim í nótt!!!
Guð hvað Fúsa hlýtur að hlakka til að fara að sofa hjá þér og uppþvottahönskunum !!!!!
já hann hlakkar sko til… þeir eru örlítið hrjúfir í lófanum!