til hamingju med páskana

Jæja enginn lesandi góður… elska þig!

Hátíð dauðans er búin, verkefni dauðans er búið, snakkið búið…

Já loksins kláruðust þessir páskar… get ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta páskafrí sem ég hef átt. Bægslaðist í þessu verkefni daginn út og inn, aflýsti för á messu í Aabenraa og djammi einvhersstaðar á heimleiðinni, og át óhóflega mikið nammi. Vá, það liggur við að ég fái samviskubit við að hugsa aftur í tímann. Fórum samt útur húsi til að fara á Kunstmessu (listasýningu hjá mörgum listamönnum) og þar var hrikalega margt flott.

En við Fúsi fengum páskaegg sem ég hélt að væri primært fyrir fullorðna, þar sem það var bara gamaldagspáskaungi á toppnum. Nei nei, viti menn, eftir þéttingsfast högg í eggið, ullu útur því litlir glærir pokar… með bangsahlaupi (ekki islenskt), sykurhlaupi (ekki islenskt), smarties (ekki islenskt), pipurmyntusukkulaðimoli (alveg eins og fraisermolarnir eða hvernig sem það er skrifað), karamellusúkkulaðimoli (alveg eins og fraiser), appelsínukaramella sem á stóð TÖGGUR… what… mínar töggur voru ekki svona í gamla daga.!!!
Eitt kúlusúkk, einn vindill og tveir vondir rauðir brjóstsykrar. Ok, ég er ekki sælgætissjúk (m.e.o.) og sakna íslenska nammisins alls ekkert. EN EN EN mig langaði í íslenskt nammi með páskaegginu… dreymdi nóttina áður að eggið væri fullt af kúlusukk, vindlum, kúlum, töggum og fleiru góðu… Draumurinn var góður! Eins gott að ég er ekki bergdreymin, ég hefði fengið martröð. En hænan var sæt, svipuð og í gamla daga… Stelpurnar fengu púka, nú vantar Svölu bara 3 púka (Aldís hefur gefið henni sína).
Mér finnst synd að börnin kynnist ekki hæsnahefðinni. Nú eru það bara púkar og strumpar, he-man, og líklega Silvía Nótt.

Í gamla daga voru alltaf allskonar hænsni. Hænur, hanar, kjúllar og ungar. Hæna með körfu, hæna að verpa (eggið ullaði), hani að gala, hauslaus kjúlli, ungi með baun og margt fleira. Nú og svo til að stytta stundirnar í sveitinni, safnaði ég alltaf páskahæsnunum og lék mér með þennann fiðurfénað allt árið um kring. Óteljandi mömmó leikir þar sem ungaframleiðslan fór uppúr öllu valdi, og síðan var allt sent í sláturhúsið þar sem allir hausarnir voru höggvnir af. Nei nei það fannst sko engin sjálfvirk afhausunarvél í þa´daga. Öxin var óspart notuð og síðan efter að hafa blóðrunnið (fylltum þá af tabascosósu) var kjúllunum hent í kartöflupottinn hennar mömmu. (ekki til að sjóða, heldur til að losa um þetta skærgula fiðurlíki). Jebbs þrælgóðir tímar.

En málshátturinn var á síðum stað…. gat ekki verið betri… Núna trúir Fúsi mér… þar sem hann trúir alveg á málshætti…. guð viltu vita hver mh var??? Gleymdi því alveg… sorry…

>>FÖTIN PRÝÐA MANNINN< <

Ætla inn í rúm og vita hvort Fúsi minn nenni ekki að sinna mér fyrir svefninn.

Góða nótt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *