hjólabuxur og hlaupabuxur

Dagurinn í dag var frekar næsss (facebook-orð)… Sólin skein svo glatt að hjólið æpti á mig. Ég snítti mér (svo full af kvefi), gróf fram stuttu hjólabuxurnar hans Fúsa, skellti mér í þær og ætlaði svo í hlaupabuxurnar mínar utan yfir. Ekki sjéns!!! Alltof of bjartsýn í sólargeislunum… svona hjólabuxur taka sko pláss og það er ekkert pláss í hlaupabuxum! Svo ég fór bara í hjólabuxurnar utanyfir hlaupabuxurnar… ekkert smá smekkleg þar.

Út hélt ég… vel klædd og með sólarvörn 20. Uppgötvaði strax í innkeyrslunni að hjólið var fast í 4´ða gír. Fucking fuck. Ákvað samt að fara og ákvað að koma ekki við á hjólaverkstæðinu sem ég hjóla hvort er fram hjá, því ég var í hjólabuxunum utanyfir. Leiðin lá yfir á Dybböl hliðina, eftir Gendarmstígnum og útí óvissuna… í 4’ða! Enn er febrúar og enn eru stígarnir blautir og drullugir. Ég barðist um, upp og niður og hét því að fara aldrei aftur af stað nema geta skift um gíra. En mikið ósköp var samt allt fallegt og veðrið maður minn… Eftir að hafa samt fengið nóg af drullinni, brekkunum og 4´ða gír, fór ég upp á götu og hjólaði fram hjá myllunni og heim… getið rétt ímyndað ykkur, þið sem búið hérna, hvernig það er að fara í 4’ða niður Dybbölgade… Samt var túrinn æði… nú ætla að ég að taka mig saman og fara á Kildemoes street út um víða veröld. Gengur ekki að vera flatrassast hér um bæinn endalaust!

One Response to “hjólabuxur og hlaupabuxur

  • Guðrún Þorleifs
    16 ár ago

    Þetta hefur í alla staði verið flott ferð þrátt fyrir fjórða og drullu 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *