Föstudagskvöld og ég er bara með geispuna og í leggings. Stelpurnar eru að reyna að einbeita sér að mynd í sjónvarpinu en langar samt miklu meira að spjalla. Þegar myndin er þung er auðveldara að missa fókus og tala bara um ástina, framtíðina, draumana, atombombur, talibana og hversu fallegur Ben Affleck er. Allt þetta er svo flókið, nema Ben Affleck. Sérstaklega eru atombomburnar, talibanarnir og framtíðin flókin. Hvernig sprengir maður atombombu og afhverju sprengir maður hana? Hvað og hvar er/var Hiroshima? Hvað eru talibanar og er nauðsynlegt að danir séu með herinn í Afganistan? Getur verið að ættingar bekkjarsystkinanna séu í flóttamannabúðum í Afganistan? Mikið spurt og mikið spáð!
Á meðan ég reyni að ræða málin við stelpurnar, eru 2 af sjúklingunum mínum með mér heima… ekki í bókstaflegum skilningi, heldur í huganum. Stundum eru sum ferli bara „too much“ svo hægt sé að skilja þau eftir í vinnunni. Og þegar maður er innblandaður inn í ferli þar sem of mikil sorg er, bituð og alls engin svör að fá við öllum þessum filosofiskum spurningum sem koma upp, finnst manni maður alltíeinu sjálfur vera svo dauðlegur.
En á hinn veginn geta smámunir í vinnunni gert mann svo endalaust hamingjusaman og snert mann svo langt inn búkinn. Það sem hefur mest áhrif á mig er þegar sjúklingar muna eftir mér þó það sé ár liðið frá því þeir sáu mig síðast. Ég er ekki enn að fatta það… mér finnst ég bara vera ein af þessum hvítu sem koma inn og út… hitti sjúklingana oftast bara í örfáa daga þar sem innlagnirnar eru oftast bara 2-3 dagar. Ef sjúklingur er búin að liggja hjá okkur í 2-3 vikur er það orðin heil eilífð. Þá klórum við okkur í hausnum!
Í dag þurfti ég upp á næstu deild þar sem við höfum ambulatoriet (hjálp, veit ekki hvað það er á ísl) og alla ritarana. Mitt erindi var að grafa eftir einni læknaskýrslu. Ég labbaði í gegnum biðstofuna, bauð góðan daginn án þess að taka eftir hverjir sætu þar og fór inn til ritaranna. Fann skýrsluna og aftur í gegnum biðstofuna og þá er sagt: „nei, sæl og blessuð Dagný“… (samt náttl á dönsku ;-)). Þá situr þar einn sjukl sem ég hafði snemma í haust og minnir að ég hafi bara verið í kringum hann 2 vaktir. Auðvitað man ég eftir honum… auðvitað man maður eftir mörgum sjúkl af því að margir af þeim eru svo einstakir!!! En ég er bara ein af þessum hvítu og það eru þrenn vaktaskipti á sólarhring þannig að þeir hitta ótrúlega margar hvítar. Samt muna þeir eftir manni… og það með nafni. Þetta er enn að koma mér svo á óvart… og það virkilega skemmtilega á óvart.
Annars er helgin framundan… 5 daga helgi… með gestum, kannski örlitlum snjó á morgun og með sem fæstum húsverkum.
Veistu ég skil vel að þú haldir að það muni enginn eftir starfsfólkinu þar sem það eru allir eins klæddir og það eru þúsund manns sem koma að einum sjúklingi, þó hann sé í stuttan tíma á spítalanum. Ég fann nú soldið fyrir því að muna ekki dag frá degi eftir öllu starfsfólkinu sem kom að mér þessa daga sem ég var á spítalanum í kringum fæðinguna. En ég get líka sagt þér það að ég man sérstaklega eftir 3-4 (með nafni) sem voru einstaklega frábærar. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að fólk man eftir þér!
takk Drífa, kannski muna þeir sem mér finnst einstakir eftir mér því það smellur e-ð saman 🙂