í fyrradag fékk ég lag á heilann á leiðinni í vinnuna. Það þýðir að ég er með lagið á heilanum allan daginn. Oftast fæ ég alveg þolanleg lög á heilann. Ef ég fæ leiðinlegt lag á heilann, þá einbeiti ég mér að því að skifta yfir í e-ð annað. Í fyrradag fékk ég lagið með James Blunt, You´r beautiful, á heilann. Nema hvað ég breytti því mér í hag.

Ég söng:

I´m beautiful. I´m beautiful.
I´m beautiful, it’s true.
I saw my face in a crowded place,

And I don’t know what to do,
‘Cause I’ll always be with me.

Og ég brosti allan daginn… var í svo góðu skapi… meira að segja sjúklingarnir höfðu orð á því… afhverju ertu í svona góðu skapi? spurðu þeir…

Í gær söng ég „Kvinde min“ með K.L. í skolherbergjunum… notaði hitamælana sem mikrafón og tók „wowwa og bababiliåh“ með stæl. Stundum gleymdi ég mér og raulaði á göngunum. Það skaðaði reyndar engan!

Í dag var ég með sjúkling sem spilaði á munnhörpu. Hann spurði mig kl 07:30 í morgun hvað ég vildi heyra… öhh mér datt bara „Pokerface“ með Lady Gaga í hug… (mikið spilað hér á heimilinu þessa dagana)… en ég efaðist um að sá gamli kynni nokkuð með Lady Gaga… þannig að ég valdi bara e-ð með Kim Larsen… alltaf skothelt… og það gæti gerst að hann tæki „kvinde min“ og þá gæti ég sungið með… í svo góðri æfingu frá deginum áður… En hann tók „papirsklip“. Svo spilaði hann „tre hvide duer“… það þekkti ég ekki… hann notaði langan tíma í að útskýra að það væri upprunalega frá þýskalandi en hefði verið þýtt yfir á dönsku í gamla daga og þessvegna héti það tre hvide duer en ekki drei weisse tauben. Einmitt… fattaði þetta. Seinna um morguninn bauð hann mér upp í dans, eftir að hafa sungið svo hátt inn á baðherbergi þegar hann var raka sig, að öll deildin heyrði sönginn. Skönt!

Enn einn góði dagurinn í vinnunni.

2 Responses to “

  • Frábært að eiga góðan dag í vinnunni og auðvitað hjálpar það að syngja svona fallega til sjálfs sín, ekki spurning ;o)
    Sé þig alveg fyrir mér með hitamælana sem míkrófóna heheheheh…
    Kv. Begga

  • Æi takk fyrir frábæra lífsglaða og káta færslu…….. nú brosi ég líka allan hringinn!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *