Ég var farin að halda að fólki væri bara alveg sama… um mig sko… ef ég hefði orðið að líki í skóginum í fyrradag, hefði engin saknað mín… en jú, svo komu 2 komment… 2 falleg komment 😀 Ótrúlegt hvað maður þrífst mikið á „feed-back´i“.

Síðustu 3 kvöld hef ég verið á kvöldvöktum. Siðustu 2 kvöld hef ég næstum bara verið inni hjá sjúkl sem var sendur til Flensburgar í 2 daga og svo til baka aftur. Það þýðir jú einangrun. Sjúkl þessi krefst ótrúlega mikils vegna kvilla sinna, bæði líkamlega og andlega. Hann er á mörkum gjörgæsludeildar, en eftir mikla umræðu var ákveðið að halda honum hjá okkur. Þessi sjúkl á aðeins einn vin eftir og það er Bakkus. Samt eru þeir eiginlega ekkert rosalega góðir vinir lengur… sjúkl hefur það eiginlega of skítt til að geta sinnt vini sínum. Það er nánast sama hvað gert er… ekkert hjálpar, annaðhvort afþakkar sjúkl hjálpina eða hjálpin virkar ekki. Maður stendur gjörsamlega máttvana og veit ekkert hvað skal til bragðs taka. En það sem ég ákvað eftir þessar tvær vaktir var að ég verð líklega seint gjörgæsluhjúkka. Að vera nánast bara með einn sjúkling er ekki ég… ég vil geta valsað um á milli stofa, með gleði og sorg í hjarta til skiptis… spjallað og hlegið með þeim hressu og hjálpað og haldið í höndina á þeim sem meira veikir eru.

Aldís var að passa á þiðjudagskvöldið. 2 litlar leikskólastelpur…  2 og 5 minnir mig. Þær fara náttl að sofa kl 19 en afþví að Aldís var að passa, þá máttu þær fara að sofa kl 20. Ég sendi Aldísi sms og spurði hvernig gengi því þetta var í fyrsta skipti sem hún svæfir þær. Hún svaraði að sú eldri hefði ekki alveg verið tilbúin að fara að sofa á tilsettum tíma og því sagt: „jeg er næsten blevet en voksen, for jeg er begyndt at blive træt paa de voksnes tid“ (ég er næstum orðin fullorðin því ég er byrjuð að vera þreytt á fullorðinstímanum). Mér finnst þetta mega sætt.

Aldís er altså frekar undarlegt barn… eða matarvenjurnar eru frekar undarlegar… Ef við höfum e-ð gott kjöt… t.d. ribbensteg, önd, hamborgarahrygg (hversdags, ekki med beini) eða annað sem henni finnst gott, fær hún sér alltaf afganga í morgunmat. Um daginn höfðum við matarklúbb og höfðum þessa þarna önd. Aldís fór í messu morguninn eftir og fékk sér restina af öndinni, brúnaðar kartöflur og sósu í morgunmat… þetta er týpisk hún. Stundum fær hún sér súpu í morgunmat… sérstaklega ef það er ítölsk naglasúpa.

Núna er ég búin að bíða í 2 klukkutíma eftir að húðin í andlitinu vakni… þarf nefnilega að fara niður í bæ… í matas og apotekið…og versla svo mikið því það vantar svo mikið… og tvennt af mörgu… 2 baðherbergi… 😀 Þetta er sko alveg að gera sig!!! Það ættu allir að hafa rétt á tveimur baðherbergjum 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *