Lykillinn að góðu hjónabandi:
Í gærkvöldi, eftir að hafa borðað kvöldmat með kóríander, sátum við áfram úti við kertaljós, með Leonard Cohen á fóninum og lásum sitthvora bókina.
Hann las Krúnuleikana, ég las Dalalíf.
Hundurinn svaf værum svefni undir miðju borðinum svo að við gátum bæði stungið tánum undir hann.
Þetta kallast rómantík en þó ekki hámarksrómantík. Það er vandasamt og sjaldgjæft að upplifa hámarksrómantík.
Þó gerðist það í gærkvöldi. Það var þegar hann lagði sína bók frá sér, bætti kaffi í bollann og spurði: „Hvernig gengur svo sambúðin á milli Jóns og Önnu á Nautaflötum í dag…?“
Stuttu seinna, á hárréttu augnabliki slökkti vindurinn á kertinu og við fórum inn.