skógartúrinn í gær

Eins og einhverjir sáu á facebook í gær, fór ég út að hlaupa.

Venjulega tek ég hafnarsvæðið fram yfir allt annað þegar ég fer út að hlaupa… en í gær var ég e-ð svo mygluð að ég ákvað að fara í skóginn þar sem engin er í hádeginu á miðvikudögum. Ég fór náttl í professional hlaupafötin, termobuxurnar og asicsskónna, fann ekki heyrnatólin við ipodinn og þembi mig upp af kaffi fyrir brottför. Fór náttl á Hondu út í skóg… Svo langt að hlaupa þangað. Hef reyndar ekki farið í skóginn síðan ég flutti næstum í miðbæinn. Þegar ég lagði bílnum hjá „Kryb i ly“, kom annar bíll… ooo ég sem ætlaði að vera ein. Og ekki bætti það úr skák að gaurinn í hinum bílnum var í álíka professionel hlaupabúning og ég… leit út fyrir að vera marathongaur… svona týpa sem tekur þátt í öllum hlaupum í evrópu! Ég nennti sko ekki að hlaupa nálægt honum. Þóttist hlusta á útvarpið í smá stund… hann virstist gera það sama… svo fór ég að þykjast sms´a…. hann gerði það líka… ég rótaði í hanskahólfinu… hann fór útur bílnum… fór að skoða dekkin á bílnum… Jeminn, ætlaði gaurinn ekki að koma sér af stað???? Svo fór hann að reima skóna sína betur… Ok, nú fattaði ég það, hann var amatör eins og ég… bara í búning… eins og ég. Þar versnaði ég því… ef ég færi af stað á undan honum, myndi ég hafa hann á eftir mér alla leiðina… hmm ekki gott.

Ég ákvað að leggja af stað… en í staðin fyrir að fara leiðina sem ég var vön að fara þegar ég bjo í blokkinni, fór ég aðra leið, leiðina sem hann myndi liklega ekki velja. Ég hljóp og hljóp… alveg út að bökkunum þar sem trén geta fallið í sjóinn á hverri mínutu. Hljóp örlítið meira í vestur og varð svo þreytt, ákvað að fara bara í bílinn aftur… það var líka óþarflega mikið af fólki að sníglast þarna… fólk að hlaupa, labba, hjóla og labba með hunda. Ég hélt heim á leið. Það var þykkskýjað en ég vissi samt alveg hvar ég var. Ég var alveg að verða komin… var orðin frekar þreytt.

Svo sá ég hús… hús Skógarfógetans!!! Það hús er langt frá bílnum mínum sem stóð í „Kryb i ly“.

Vá, hvernig komst ég þangað… það var í allt aðra átt!

Ég fór að rifja upp þegar mér var sagt sem barni að í þokunni labbaði fólk í hringi… kalt, svangt og þreytt.

Ég hafði labbað í hring… svöng, þreytt en með SÍMA 😀

Ok, ég veit náttl nákvæmlega hvar hús Skógarfógetans er, miðað við „Kryb i ly“, svo ég snéri bara við og hélt að bílnum. Labbaði og labbaði… hmm frekar langt?!!? Orðin svoldið aum í fótunum… farnar að myndast blöðrur… þessir skór eru ekki gerðir til að labba í, bara hlaupa… en ég var þreytt og gat ekki hlaupið.

En common, ég hlaut að vera að koma að bílnum.

íhugaði að spyrja eitthvað af þessu útivistarfólki hvort það hefði nokkuð rekist á hvíta Hondu einhversstaðar…? En nei, fannst það asnalegt… ég var jú pro hlaupari!!!

Svo hringdi síminn…

Svala: „mamma, ég var að gera rosalega flotta teikningu og er ekki með tösku, og get því ekki hjólað með hana, geturðu sótt mig“?

Ég: „hmm ekki strax, er í skóginum og finn ekki bílinn…“

Svala: „farðu bara til „Kryb i ly“

Ég: „ég finn ekki „Kryb i ly…!“

Svala: „Æ mamma, á ég að koma á móti þér?“

Ég: „það hjálpar víst lítið, ég kem þegar ég finn Hondu“

Ég hélt áfram að ganga… afhverju voru alltíleinu næstum því engin tré á hægri hönd!??! hmm þetta passaði ekki… fuck… ég var komin út að sjó aftur… þaes út að bökkunum… og þar að auki út að hinu húsinu á hinum endanum!!!

Vá hvað ég var villt.

Ætlaði að hringja í Svölu til að segja henni að hún þyrfti að bíða annsi lengi ef hún ætlaði að fá far… en þá datt síminn út… batteríslaus! Nú var ég í vondum málum… þreytt, svöng, villt og símalaus. Hvað í ósköpunum ætti ég að gera ef ég myndi finna lík í skóginum…??? ég ákvað að horfa ekki í skógabotninn, heldur einbeita mér að stígnum/veginum. EKKI HORFA, EKKI HORFA… svoldið erfitt að horfa ekki þegar maður má það ekki! Ákvað að droppa pro-hlaupaímyndinni og svara sms´um sem ég hafði fengið… (mér finnst mjög hallærislegt að sms´a þegar maður er að hlaupa). En HaLLO, síminn var dauður… Slæm staða sem ég var í… símalaus, með lík í skóginum og alltaf að mæta sama fólkinu… greinilegt að ég labbaði í hringi. Eins og fólkið í þokunni þegar ég var lítil.

Í þokkabót beið mín kvöldvakt… myndi ég ná henni eða kæmi ég of seint?

Ég tók þá ákvörðun að fara aldrei í skóginn aftur nema á hjóli… ætla að halda mig við hafnarsvæðið þar sem allt er svo vel skiltað… Centrum –>, Havn <–, MÖLLEGADE = komin heim! Myndi aldrei villast í skiltunum.

En loksins… eftir næstum 2ja tíma hlaupatúr (þar af í mestalagi 40 mín í hlaup) blasti Honda við mér… og bíllinn sem hlaupagaurinn hafði parkerað við hliðina á mér. Hvar var hann??? Ok, annað hvort pro-hlaupari eða rammvilltur eins og ég var… kannski hefur hann orðið að líki í skóginum?!!?

Ég ætla ekki að ath.

Ég mætti í vinnuna hálfa mínútu í þrjú, með blautt og ógreitt hár!

2 Responses to “skógartúrinn í gær

  • LOL LOL LOL

    Þú ert SNILLINGUR!!!!!

    Ferlega er gaman að lesa það sem rennur útúr puttunum á þér kona!!!!

    Takk fyrir öll kvittin hjá mér…….. ég bíð alltaf spennt eftir að sjá „sporin“ þín þar!!!

    Hugmynd…….. reyndar stolin……. en hugmynd……….
    ……. manstu eftir Hansi og Grétu??? Bara skilja eftir sig slóð og þá finnur þú Honduna án líks og síma!!!!

    Kveðja af Klakanum

  • Þú ert algert yndi elsku Dagný. En endilega taktu mig með næst þegar þú ferð að hlaupa í skóginum. Meiri líkur á að við rötum tvær saman, þó ég sé ekki alveg sú ratvísasta.
    Knús og kram
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *