Þetta með að vera elegant og líða áfram á fullkomin hátt… verð víst að droppa því. það eru ekki nema 6 ár síðan ég fór í göngutúr með heilum leikskola, klifraði upp í stórt kastaníutré og komst ekki niður aftur… það átti að kalla til menn sem ná fólki niður úr trjám!!! Og ég á svo erfitt með að labba framhjá bílum sem fólk ég þekki, á, án þess að taka rúðuþurrkurnar upp.
Gleymi þessu bara.
Nú á að fara að banna reykingar inn á stöðum sem eru minni en 40 fermetrar. (Það er reykingarbann inn á stöðum sem eru stærri en 40 fermetrar)
Mér finnst reykingarbannið fínt, er í rauninni hæstánægð með það.
Nema hvað, staðir undir 40 fm eru oft lítil vertshús/Bodega fyrir þrútna, rauðsprengda, súrlyktandi og kronisk drafandi persónuleika sem líta á litla staðin undir 40 fm sem eitt það mikilvægasta í lífinu. Og nánast ALLAR þessar persónur reykja. Reykingarnar eru líka eitt af því mikilvægasta í þeirra lífi.
- Fatlaðir fá lúksusbílastæði og feitir fá afslátt í fitness.
Hvað fá þeir krónisku drafandi? Jú ok, skúrvagna hist og pist… (sem kosta næstum 0 kr. fyrir kommununa)
Þessvegna finnst mér einstaklega fáránlegt og útí öfgar að fara banna reykingar inn á stöðum undir 40 fm og þar með snúa tilveru þeirra kronisku drafandi á hvolf.
……..he he heheee hef nú aldrei hugsað út í þetta með rúðuþurrkurnar!!!!
……… hefði viljað sjá þig uppi í tré ;o)
… nú hamast ég við að vera elegant og líða áfram á fullkominn hátt….. á hlaupabrettinu í ræktinni…… varð einmitt hugsað til þess í dag þar sem ég þrammaði …… færslan þín kom í huga mér og ég snarbreyttist…… fór að ganga um elegant og líða áfram á fullkominn hátt!!!!
Takk fyrir hugmyndina!!!!!