það er e-ð að… ég hugsa ekki ALLTAF í bloggi eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég sakna þess, því það er svo mikið líf í hausnum á manni þegar maður snýr öllum mögulegum atvikum upp og niður, afturábak og áfram og hlær svo inní sér (og stundum upphátt) að endalausa bullinu sem þó sjaldnast kemst á prent.
Mikið óskaplega sakna ég þess.
Kannski gerðist e-ð þegar ég sagði eftirfarandi við Fúsa fyrir nokkrum dögum: „ég vildi óska þess að ég væri svona falleg og elegant, svona týpa sem segði aldrei neina vitleysu, heldur talaði bara af skynsemi og alvöru, sæti fallega við matarborðið og eyddi minni tíma í sturtu.“
Kannski heyrði Guð þetta… nú hefur Guð vonandi meiri tíma fyrir m.a. Evrópu þegar Bush þarf ekki svona mikið á honum að halda… og nú bænheyrir Guð okkur hin og mig líka. En þetta var kannski einum of, að blokkera á blogsvæðið í heilanum á mér… Nú á ég erfitt með húsverkin og að keyra bíl. Allt verður svo leiðinlegt og grátt… líka að hjóla! Því undanfarin ár hefur mér tekist að gera allar mínar athafnir svo yndislega skemmtilegar (nema að þrífa ofninn í eldavélinni, hata það) með því að snúa öllu upp í blog inní mér.
Baðherbergið niðri er næstum tilbúið… vantar bara klósettsetu og hurðar fyrir sturtuna… já og hurðar í dyrnar… og að tengja ljósin og svo þarf ég líka nýjan spegil og ný ljós… þetta sem er núna er bara til bráðabyrða. Guð, svo vantar mig líka krús fyrir tannburstana… klósettbursta og plöntu. Hann (Guð) hlýtur að bænheyra mig aftur!
Hey, vá, mig vantar greinilega heilan helling…
Baðinnréttinguna gerði Fúsi sjálfur… draumabaðinnréttingin mín fór fyrir bí, þegar bíllinn bilaði í haust. Og þar sem ég er ekkert sérstaklega lagin í bílaviðgerðum þurftum við að borga Michael væna summu fyrir að standsetja Hondu Pondu.
Fúsi minn fann efni á förnum vegi… hreinsaði lakkið af efninu og við fórum svo saman í Bygma og fundum bæs… draumalitinn minn… svona einhverskonar hnetulit… í ljósari kantinum þar sem ég er buin með þessa dökku „ninetees“liti eins og kirsuber og svoleiðis. Við bæsuðum og bæsuðum og bæsuðum… það var ekkert auðvelt að bæsa… það var svo erfitt að fá þetta jafnt… þannig að ljósa hnetulitaða innréttingin mín varð þeldökk, eins og Hallafalla frá Súdan. En viti menn, ég er ánægð! Og stollt af Fúsa mínum… sem bjó til baðinnréttingu sem kostar minna en gallabuxur!
Áramótaheitin mín voru mörg… man þau náttl ekki öll en það sem ég man var að:
- hlaupa meira
- hjóla lengra
- labba meira
- borða meira
- drekka meira
- djamma meira
- lesa meira
- læra meira
- kaupa meira
- hringja meira
- sms´a meira
- fá meira gott í kroppinn
- þrífa meira (sérstaklega ofninn)
- baka meira
- plokka meira
- vinna meira
- græða meira
- og brosa meira
í dag ætla ég að gera e-ð af þessum efstu þannig að ég er farin út!
iss, það er ekkert skemmtilegt að vera pena týpan held ég og ennþá síður skemmtilegt að umgangast svoleiðis fólk. mér finnst mest varið í týpur sem segja meiningu sína, leyfa sér að prumpa og ropa öðru hvoru, vera fulli kallinn í partýi svona einu sinni á ári, bulla soldið í öðrum o.s.frv. það eru bara helvítis penu týpurnar sem ná einhvern veginn að láta mann fá minnimáttarkennd yfir því að geta ekki verið eins og þær, ég held þetta sé samsæri…. þess vegna verðum við ruddarnir að standa saman og rísa upp stolt!!!
åhhh Drífa, thu ert perla 😉 þetta er örugglega alveg rétt hjá þér… ég var með formann socialdemokratanna hér í DK í huga… hana Helle Thorning Schmidt sem er svo falleg, klár og elegant! ég er samt ekki socialdemokrati 😉 en jú, það er liklega mikið skemmtilegra hjá okkur svona dagsdaglega 😀
Þú ert nú sjálf algjör perla Dagný og hefur alltaf verið. Þú verður eiginlega að athuga hvort þú getir ekki beðið Guð um að opna fyrir bloggsvæðið í heilanum aftur, það er svo gaman að hugrenningunum þínum, alla vega þessum sem við fáum að njóta hérna þegar þú skellir inn skemmtilegu bloggunum þínum.
En áramótaheitalistinn þinn er nú trúlega með þeim lengri sem ég hef séð, en þú rúllar þessu öllu saman upp, geri ég ráð fyrir enda hefurðu heilt ár til að dunda við þetta allt saman.
Knús og takk fyrir flottan mat og huggulegt kvöld á laugardaginn ;o)
ætla nú bara að taka undir orð Drífu og Beggu miklu skemmtilegra að vera aðeins lifandi. T.d renna sér á bakinu niður úr trjám, rúnta á göngustígum Egilsstaða, halda partý í húsi ömmu þinnar þegar hún er ekki heima og svona fliss fliss,
ef við hefðum verið dannaðar þá hefðum við aldrei gert neitt af þessu,
knús til ykkar
lesa nokkuð börnin þín commentin eða mamma þín???? fliss fliss
takk Begga 🙂
Sessa, þú hefur svo rétt fyrir þér… fliss fliss 🙂
og hvorki mam eða stelpurnar lesa kommentin 😉