ég hef nú bara ekki bloggað síðan síðast… hef grun um að ég hefi fengið snert af bloggþunglyndi sem er það sama og bloggleti, eða bloggleti er það sama og bloggþunglyndi. Sumir segja að leti sé bara þunglyndi… að ÖLL leti sé þunglyndi. Þá er ég sko godt nok þunglynd á köflum!!! Um daginn var ég að tala við konu. Ég alhæfði (meðvituð um að það er rangt að alhæfa) að allir svertingjar væru latir og tók einn vinnufélagann sem dæmi. Einnig sagðist ég vera spá í að safna aldrei aftur fyrir rauða krossinn þar sem ég sæi aldrei neinn framgang í Afrika þrátt fyrir að við ausum í þá peningum lon og don. Konan sagði þá bara í fúlustu alvöru að allir svertingar væru þunglyndir!!! Þar kom hún með lausnina… í staðin fyrir aura og krónur í næstu rauðakrosssöfnun, setjum við antidepressiva pjellur í baukana!!! Málið leyst 😀
Jólin, eru þau virkilega búin? ég missti af jólunum… alveg eins og sumrinu í ár! Á aðfangadag sofnaði ég í sófanum rétt um það bil sem pakkaupptakan var að klárast og svaf yfir mig svo við fórum ekki í miðnæturmessu eins og planið var.
Ég fór á næturvakt á joladag og eyddi nóttinni í að taka á móti bráðasjúklingum sem höfðu haldið í sér fram yfir pakkakvöld og julefrokost með familiunni.
Síðan planlagði ég 2 party 2 kvöld í röð en þurfti að aflýsa þeim báðum því ég smitaðist örugglega af pestinni sem er að ganga á Íslandi um þessar mundir. Mamma segir sko alltaf: „já, þetta er sko lika að ganga hérna…“
Áramótin voru svoldið skelfileg… ég er orðin hrædd við flugelda! En ég komst klakklaust heim á Hondu og skildi Fúsa eftir í partýinu 😉
Nýársdagur rann upp í skjálfta og þvílikum kulda… það botnfraus í lungunum á mér á leið í vinnuna þarna kl 06:30 1.januar 2009. Ég sá næstum því eftir að hafa ekki tekið bílinn í staðin fyrir að hjóla. Það hvarflaði reyndar að mér… en vandamálið er að ég veit ekki hvar starfsmennirnir meiga leggja hjá sjúkrahúsinu… því ég hef aldrei farið á bílnum í vinnuna!
Hey að jólagjöfunum… elska að segja ykkur hvað við fengum í jolagjöf…:-D
CD: Sös Bjerre, Mugison, Páll Óskar, Britney Spears og Volbeat
DVD: Tak for i aften, Dagvaktin, Laddi, ég er nörd, og fleiri sem ég ekki man
Föt: jakkar, peysur, buksur, lopavesti, vettlingar
snyrtidót: ilmvötn og alveg hellingur af öðru
punt: sófafjölskyldu úr leir og annað punt.
Nammi: Jakobsen 750 g
Bækur: segðu mömmu að mér líði vel (hélt fyrst að þetta væri einhver sjálfshjálparbók og fékk áfall, en þetta er bara skáldsaga), Kaspisk regn.
Spil: Party og co (nýjasta)
Thats it
Í dag snjóaði… alveg moksnjóaði! Í kvöld horfðum við á 2 þætti af dagvaktinni og fórum svo í göngutúr… ölll fjölskyldan, líka Fúsi sem er frekar hræddur við snjó. Hann fór í nýja jakkanum og sagði að jakkinn þyldi ekki snjó. Við löbbuðum í kringum Mölledammen og Fúsi var aftastur. Á eftir Fúsa komu endurnar.
Í dag í vinnunni var poki fullur af fötum. Vinkona einnar vinnufélögu okkar vildi selja okkur föt úr Viller.
Ég settist við pokann og stjórnaði skoðuninni… tók hverja flíkina upp a eftir annarri og kommentaraði um hversu stórt og miður fallegt þetta væri. Vinnufélagan á dagvaktinni fannst ég heldur dómhörð og sagðist líka verða leið þegar ég segði að þetta væri allt svo stórt, því hún komst víst ekki í þetta. Ég sagði henni að ef hún væri leið yfir að komast ekki í þetta, þá yrði hún bara að borða minna og hreyfa sig meira. Hún talaði mest lítið við mig restina af vaktinni… skil ekki afhverju? Ef hún er alveg sátt við sín aukakíló, þarf hún ekki að vera leið ef ég segji að einhverjar flíkur séu stórar… og í þokkabót fær hún miklu meiri afslátt í fitness.dk heldur en ég, þar sem þeir gefa afslátt eftir kílóum… hrikalega ósanngjarnt! Og svo á fólk ekki að vera svona viðkvæmt!
Gleðilegt ár 🙂
Flottar jólagjafir sem þið fenguð.
Party & co. er frekar skemmtilegt í þessari nýju útgáfu, takk fyrir lánið á því ;o)
Mér finnst þú ótrúleg, að geta státað af því að hafa aldrei farið á bílnum í vinnuna, það er nú aðeins styttra fyrir mig að fara í vinnuna en ég hef nú alveg farið á bílnum (þarf þá reyndar að taka smá aukarúnt líka), en það er kannski vegna þess að ég veit hvar ég má leggja honum ;o)
Kv. Begga
Hmmmmmmmmm………….
Mér finnst að þú eigir ekki að blogga þegar þú ert í þunglyndi!!!!
Annars gleðilegt árið og ellllllllllllska setninguna: „það botnfraus í lungunum á mér á leið í vinnuna þarna kl 06:30 1.januar 2009“.
Snakkes ved……….. þegar þú ert komin úr þessu þunglyndi!!!!!
Árið og takk fyrir gömlu! Þessi pest sem þú talar um er sko að ganga hér líka, nældi mér í hana á gamlárskvöld þannig að nú er bara hósti og hor á þessu heimili. Magnað hvað svona pestir eru víðförlar!
Sæl frænka og gleðilegt nýtt ár og það allt saman. Ég bara skil ekki þennan dugnað að hjóla ALLTAF í vinnuna (en á móti, þú ert mjó af EINHVERJUM ástæðum) …öfund öfund…vildi að ég hefði fengið þennan dugnað í vöggugjöf en djöxxx er ég sammála þér með hreinskilnina, ég meina look in the mirror with you eyes open – aldrei mundi mér detta í hug að móðgast. Mér var einmitt einu sinni óskað til hamingju með að vera orðin óLÉTT. EINMITT! Eftir að hafa leiðrétt þann misskilning þá hugsaði ég með mér að nú þyrfti ég að fara að gera eitthvað, þetta gengi greinilega ekki lengur en ekki datt mér í hug að fara í fýlu útí viðkomandi, ég meina …ég leit út eins og ólétt…
Ásta ólétta ….eftir jólin
takk f kvittin stelpur… 🙂
Linda mín, ég er bara einstaklega løt, ekki thunglynd 😉 En ef mamma vissi ad ég væri løt, thá myndi hun segja ad eg væri thunglynd 😉
Ásta ólétta,hvad koma mørg núna? 😉