1. í afmæli

Nei Sessa mín, ég hef ekki gleymt þér… og þú færð meira að segja sms á eftir þegar ég er búin að blogga og finna símann…
ses
Kæra vinkona (tv), innilega til hamingju með daginn, njóttu hans með fjölskyldunni og vinunum, og okkur hlakkar hrikalega til að hitta ykkur og eyða með ykkur ca. 2 vikum í No og hérna í sumar. (p.s. bjórinn verður keyptur á morgun)

Annað… Verkefnið skríður áfram… hægt og hljótt, við gengum eftir götunni hægt og hljótt, og helltum út fötunni… lalalalal… ég hef enn ekki myndað mer´algjöra perónulega skoðun á fóstureyðingum eftir 12. viku enda varla hægt, en þegar verið er að eyða fóstrum eftir 30 viku… altsÃ¥… ansi erfitt að finna rök með því! Reyndar skiptir mín skoðun engu máli í þessu verkefni svo að gleymum henni akkúrat núna… getum diskuterað það seinna;)
En verkefni er ekki alveg eins gjörsamlega óoyfirstíganlegt og virtist í fyrstu.

Annað… Ég er alveg að verða léttbiluð á þessarri blessaðri löpp, þetta er altsÃ¥ skide vont ennþá, og mér líður eins og heftri kú á bás. Spekið rennur af mer (frábær megrunarlausn fyrir yfirBMI fólkið… ) og öll vinnan í vetur fyrir bí 
Langar út að hjóla, í sund, á línuskauta, í vinnuna (búin að veikindamelda mig) og að versla í fullt af búðum.
Fór reyndar í fötex í dag með familiunni og það var bara pína. Enda ekki skemmtilegasta búðin… engin flott föt eða punt.

Við morgunverðarborðið fórum við mæðgur til suðurpóllands… og var það frekar athyglisverd ferð… komum svo við í hvíta húsinu í bakaleiðinni og spjölluðum aðeins við Bush. Gaman að heyra hversu skoðanasterk og samfélagshugsandi börn geta verið. Allavega getur morgunmaturinn á frídögum oft orðið ansi langur í annan endann, þegar samræðurnar fara út í alheimsmál, politik eða önnur spennandi mál. Núna eru þær að horfa á þátt um Judas, sem heitir Judas: helt eller forræder? (hetja eða svikari).

Fúsinn minn er komin í páskafrí og er stunginn af niðrí bæ á kaffihús. Hann fær kannski að vera með í morgunmatnum ef hann lærir að rétta upp hendina.

Hvar og hvað haldiði að við borðum um páskana??? (Séns að Bogs viti svarið)

Þar til næst (sem verður afskaplega fljótlega þar sem skollin er á afmælishrina hjá merkilegu fólki)

Over and out

One Response to “1. í afmæli

  • Takk fyrir kveðjurnar =) dagurinn í gær var æðislegur, við bíðum líka bara eftir að það komi 29 júní OMG það verður æði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *