ég bakaði í kvöld… 100 % succes, þeas allar bakaðar og engar brenndar!
Fúsa finnst ég snillingur í að brenna grjónagraut, elda hrátt lasagna sem er líka brunnið og að brenna kjötsósu! ég er sammála honum… ég er snillingur!
Ég er reyndar svo stollt yfir smákökubakstrinum í kvöld að ég sendi Aldísi með nokkrar yfir til nágrannana sem sögðu: „ihh, hvor lækkert“ og mig langar til að senda Fúsa með í vinnuna og sjálf að taka með í vinnuna plús að senda mömmu. Það myndi nú koma henni svo á óvart að hún myndi liklega tala við Stefán lækni og spyrja um hvaða sjúkdómsgreiningu væri að ræða?!!? Það hlýtur að vera sjúkdómur þegar ég fer að senda smákökur á milli landa…
Í dag var ég með einn sjúkling sem hefur alls enga stjórn á röddinni sinni (svipaðog Gertrud í The julekalander), ég lagði nál í hann og hengdi vökva upp.
Stuttu seinna spurði hann með sinni skökku rödd, hreingerningardömuna, hversvegna við meðhöndluðum vinstri handlegginn á honum, þegar hann hafði verki í hægra hné???
Þetta var gullkorn dagsins 😀
Lag dagsins er „Desemberkvöld“ með Sigga Pálma (www.siggipalma.is).
Góða nótt
Jiii hvað ég er stolt af þér stelpa…þú getur þetta. Ég er viss um að smákökurnar þínar eru svakalega góðar.
Knús og kram
Dísa
Hljómar ljúffengt, allar bakaðar og engar brenndar… SNILLINGUR og ekkert annað þarna á ferð ;o)
Ef þú sendir Fúsa með kökur í vinnuna þá verðurðu að senda hann með handa öllum, ekki bara deildinni hans heheh…
En líka snilld gullkorn dagsins hjá sjúklingnum þínum LOL
Kv. Begga
køkurnar eru ad verda bunar… svo thad er ekki nog handa øllu firmanu :-Z
takk f hrosid stelpur… tek thvi alvarlega 😉