ég bakaði í kvöld… 100 % succes, þeas allar bakaðar og engar brenndar!

Fúsa finnst ég snillingur í að brenna grjónagraut, elda hrátt lasagna sem er líka brunnið og að brenna kjötsósu! ég er sammála honum… ég er snillingur!

Ég er reyndar svo stollt yfir smákökubakstrinum í kvöld að ég sendi Aldísi með nokkrar yfir til nágrannana sem sögðu: „ihh, hvor lækkert“ og mig langar til að senda Fúsa með í vinnuna og sjálf að taka með í vinnuna plús að senda mömmu. Það myndi nú koma henni svo á óvart að hún myndi liklega tala við Stefán lækni og spyrja um hvaða sjúkdómsgreiningu væri að ræða?!!? Það hlýtur að vera sjúkdómur þegar ég fer að senda smákökur á milli landa…

Í dag var ég með einn sjúkling sem hefur alls enga stjórn á röddinni sinni (svipaðog Gertrud í The julekalander), ég lagði nál í hann og hengdi vökva upp.

Stuttu seinna spurði hann með sinni skökku rödd,  hreingerningardömuna, hversvegna við meðhöndluðum vinstri handlegginn á honum, þegar hann hafði verki í hægra hné???

Þetta var gullkorn dagsins 😀

Lag dagsins er „Desemberkvöld“ með Sigga Pálma (www.siggipalma.is).

Góða nótt

3 Responses to “

  • Jiii hvað ég er stolt af þér stelpa…þú getur þetta. Ég er viss um að smákökurnar þínar eru svakalega góðar.

    Knús og kram
    Dísa

  • Hljómar ljúffengt, allar bakaðar og engar brenndar… SNILLINGUR og ekkert annað þarna á ferð ;o)
    Ef þú sendir Fúsa með kökur í vinnuna þá verðurðu að senda hann með handa öllum, ekki bara deildinni hans heheh…
    En líka snilld gullkorn dagsins hjá sjúklingnum þínum LOL
    Kv. Begga

  • køkurnar eru ad verda bunar… svo thad er ekki nog handa øllu firmanu :-Z
    takk f hrosid stelpur… tek thvi alvarlega 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *