Mikið hlakka ég til í svona ca mars/apríl, þegar það fer að hlýna og gróa! Og jólakortavesenið og minnimáttartilfinningin vegna baksturins er yfirstaðin!!! Hvernig fór mamma að þessu… ég spyr enn og aftur vegna þess að ég fæ engin svör. Hún gaf 5 sinnum fleiri gjafir en ég, sendi 3svar sinnum fleiri jólakort en ég, þreif hátt og lágt, bakaði allskyns sortir af hinum og þessum smákökum og kökum og tertum auk þess að pakka öllum gjöfunum inn sjálf!!! Meira ruglið í gamla daga!

Allavega… hver haldiði að hafi komið aftan að mér á föstudaginn, tekið í hendina á mér og sagt stórbrosandi: „Hi, how r u“? Jújú engin annar en sendiherra USA, sem sagði að það væri svo yndislegt að koma til Sönderborgar því það væri svo fallegt fólk hérna… og horfði á mig… þið vitið… augnkontakt… AUGNKONTAKT!!! Svo snéri hann sér að æsku Sönderborgar og dillaði sér í takt við Sönderskov-lagið sem meðalannars Svala söng. Ég varð eðlilega svo uppmeð mér að Fúsi réði ekkert við mig og á endanum dró hann mig inn á Ib og pantaði handa mér stóran latte sem ég kúgaðist yfir í restina!

Um kvöldið fór ég svo í „julehygge“ upp í Haderslev, þar sem spurningin um hvort það væru til kindur í Afriku var diskuteruð enn einu sinni… hmm ég er hreinlega ekki viss… hafiði einhvertíman séð negra í lopapeysu?

Í gær fór ég á stúfana eftir jólagjöf handa sjálfri mér… held ég hafi fundið hana… langar í hana núna… finnst ég meigi fá hana núna. Bara börnin sem eiga að bíða!

Eftir það fór ég með Aldísi í enn eitt atvinnuviðtalið… að þessu sinni í húsi með panoramaútsýni yfir Sönderborg… ég þangað aftur í kaffi!!! Eftir það fór Aldís á 8 tíma vakt annarsstaðar… sú þénar þessa dagana 😉

Jólatréð var sótt í dag, ásamt nýju tré í stofuna… pálminn dó… líka pálminn sem var niðrí herbergi! hva´ sker der man?!!? Samt vökvaði ég!!! mjög reglulega! Núna geri ég aðra tilraun með annað tré!

Farin að lesa geðveika bók!

gn

3 Responses to “

  • …….. mæli með að öll blóm séu gerviblóm…….. svo miklu auðveldara að halda þeim fallegum!!!
    ……… styð þá hugmynd þína að fá jólagjöfina þína strax……… eftir hverju á að bíða??? Þú veist hvað er í pakkanum hvort sem er!!!!

  • Drífa Þöll
    16 ár ago

    Ég er einmitt með álíka græna fingur og þú. Þess vegna er ég ekki með eitt einasta blóm, ekki heldur í garðinum. Þar eru bara tré, runnar, jarðarber og gras. Þess vegna er voða tilbreyting að fá jólatré inn á heimilið í desember og manni finnst maður ægilega náttúrulegur!

  • Ég hlakka nú alveg til vorsins líka…verð að viðurkenna það.
    Knús á ykkur.
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *