Mér finnst ég svo innilega heppin að vera fædd með setninguna „þetta reddast“ á enninu…
Í desember er þessi setning ofnotuð… alltaf… hvert einasta ár… ár eftir ár!
Eins og með smákökurnar… var ekkert byrjuð að spá í þeim… „þær reddast“… og auðvitað dúkkuðu þær upp… komu í pappakassanum fra mömmu í gær… sem var reirður saman með baggaspotta! Grunar að hún hafi notað baggaspottann viljandi… svona til að minna mig á ræturnar. Og laufabrauðið kom líka i pappakassanum með baggaspottunum. Hún móðir min hefði nú lika alveg getað stungið svosem einni hreingerningarkonu með… einhverri atvinnulausri orginal húsmóður af Héraðinu. En ok, það er kannski ekki það mikilvægasta… eins og ein gömul vinkona mín komst svo vel að orði „jólin eru yfirleitt ekki haldin inní skáp“… Svo hreingerningunni droppa ég í ár… eins og öll hin árin.
Aldís sendi mér sms í morgun um að hún sæti í rútu til Kollund og að henni væri alltof heitt en að hún vildi ekki fara úr jakkanum því hann væri nýr! (alveg eins og Elvar frændi í denn, sem svaf, minnir mig öll jólin, í hermannakuldagalla og stígvélum, þrátt fyrir að hann hafi verið að nálgast bílprófsaldurinn 😉 ).
En ég spurði Aldísi hvað hún væri að gera i rútu til Kollund (alveg stolið úr mér)? þau voru að fara að heimsækja nunnurnar í sambandi við fermingarfræðsluna… svo a heimleiðinni flugu smsin… nunnurnar voru elstu konur sem hún hafði séð… ótrúlega gráar og frekar erfitt að skilja þær (sænskar)… en þær voru, þrátt fyrir aldurinn og gráman, alveg ótrúlega góðar. þau fengu saft og kökur að hætti nunna og fræddust um kosti skírlífs.
Vona nu að dóttir mín verði ekki nunna!
Talandi um sms… ég er örugglega sá leiðinlegasti sms vinur sem finnst. Held að fólk sé að gefast upp á mér… ef fólk sendir sms þegar eg er að vinna, þá svara ég oftast ekki fyrr en 1 til 2 dögum seinna (ef ég svara). Það tók 3 vikur að skipuleggja julefrokost sem verður svo ekki julefrokost heldur „jylehygge“. Það tók 3-4 daga að panta tíma í klippingu. Og venjuleg „kommunikations“ sms þar sem við skiptumst á upplýsingum um hagi hvors annars, getur tekið allt að 2 vikum, þar til við endanlega segjum „bless“.
Við vorum á kursus á manudaginn, það var 3. í kúrsus… eiga að vera 4 dagar í allt. þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á svona alvöru kursus í sambandi við alvöru vinnu… Ástæðan fyrir að við vorum sendar á kursus, er sú að við erum að missa ungu læknana (turnuslæknana, hlýtur að vera það sama á íslensku), sem eru alltaf á vakt og sá um allskonar smotterí plús að taka á móti bráðatilfellum. Núna eru ekki nógu margir turnuslæknarog þessvegna verður skorið niður á mörgum deildum… sem er bara fint mál. Og á þessum kursusum var verið að gera okkur klárar til að taka að okkur turnuslækna-verkefnin. Um daginn vorum við í simulator þar sem allt var tekið upp og horft á. Geðveikt gaman… nema hryllilegt að hlusta á dönskuna sína ásamt fullt af fólki!
Farin í klippingu og lit! 😀
Það er nú heppilegt að þetta reddist allt hjá þér, væri nú alveg til í að fá smákökurnar og lagkökurnar bara sendar til mín frá Íslandi. Ef ég verð löt þá veit hvar er hægt að finna þær ;o)
Sjáumst við ekki í jólatrjáahöggvuninni á sunnudaginn???
Kv. Begga