Vá hvað ég er að svíkjast undan núna… fengi aldeilis augngoturnar ef að sumir væru heima. Verkefnið varla hálfnað og ósamanbrotinn þvotturinn starir á mig. Slakaðu á þvottur, þið eruð bara handklæði sem skaðist ekki á að krumpast… og mér finnst reyndar betra að þurrka mér með krumpuðum handklæðum… svo þarna getiði bara legið þétt upp að hvort öðru með ennin saman og huggað ykkur!

Píurnar mínar eru í páskafríi, ég er heima”vinnandi” þessa stundina og Fúsi útí sveit að mæla e-ð. Reyndar er Aldís hjá Emmu, gisti þar í nótt, sem betur fer… sýnir það að hún er ekki með alvarlegt Harry Potter syndrom ennþá, þegar vinirnir ganga fyrir. Annars hjóluðu þær systur niðrá bókasafn í gær til að skila Potter og lána Potter. Sendi þær með miða sem á stóð “politikens haandbog i nudansk” og vonaðist til að Aldís mætti lána handa mér á sitt kort. Jú jú það gekk upp þótt það mætti ekki… Reyndar var hun látin fá “Politikens nudansk ordbog” sem er um 1300 síður, og það var nú ekki alveg það sem mig vantaði… en þegar ég kíkti á netið var þetta það eina sem þeir áttu heima. Verð bara að kaupa hina, gefa sjálfri mér hana í sumargjöf, er ekki annars sumardagurinn 1. bráðum?

Í gær kom fagblaðið hjúkrunarfræðingurinn “Sygeplejersken” og með fylgdi bæklingur um Grænland. Hef svosem alltaf kíkt með öðru auganum á auglýsingarnar þaðan, en nú er líklega smölun í gangi… og þessi bæklingur setti enn eina delluna í gang. Ég var farin til Grænlands í gærkvöldi. Og guð hvað það æðislegt þarna, ég var dúðuð í nýjustu útivistarfatnaðartískuna frá Helly Hansen og át selshúð með feiti svo að smérið lak niður hökuna á mér (svona svipað og ég þegar ég borða bönnesalat). Ég var líka farin í sjúkravitjun á snjósleða yfir í Qeqertat með klára lækninum það sem við gerðum botnlangaaðgerð upp á eldhúsborði með olíulampa sem einasta ljós.

Þið ættuð að sjá húsið sem við bjuggum í nótt… geðveikt… get bara ekki sett inn myndir sem ekki liggja út á netinu… WHY???

En ég er ekki hætt að hugsa um Thailand… er bara að bíða eftir happdrættisvinningnum!
Geri mér svo innilega fulla grein fyrir að þetta er minn einasti séns til að fara ekki sem turisti.

Horfðum á Dags dato í gær og fjallaði þátturinn um þegar var verið að bera kennsl á líkin eftir Tsunamien í Thailandi. Þetta var frekar subbulegt.. og þarna kom það í ljós hvaða land það var sem skar hendurnar af til að taka fingraför og tók kjálkana úr fólkinu til að tanngreina. Ég giskaði nú á e-ð svona frekar primitivt land… en nei… Austuríki!!!
En maður getur nú verið stolltur af dönskurunum og norskurunum fyrir þeirra þátttöku þarna, þar sem þeir eru nú svona náskyldir okkur….ætla að tékkja á Pia Kjærsgaard á íslendingaættingjasíðunni og er nokkuð viss um að leiðir okkar renna saman í ca 11. ættlið, annað getur bara ekki verið þar sem hún er frænka mín.

Jæja, aftur í veruleikann, lending eftir 5 mín í sófann í Grundtvigsalle eftir langt og strangt ferðalag frá Grönland með viðkomu í Thailand. Dagný, spenntu sætisólar, sittu bein í baki og farðu að halda áfram með þetta blessaða verkefni… sem liggur eins og hlass (feitur karl) ofan á þér og þú getur varla andað… ooo honey, afhverju ertu svona blá…?

2 Responses to “

  • jeminn eini, er í sakleysi mínu að lesa bloggið þitt (eldsnemma) og þá ferðu bara að tala um að skera hendur af fólki og taka kjálkana úr (hrollur) þú veist hvað ég er viðkvæm, verður að hafa viðvörun he he. En líst rosalega vel á dagdrauminn til Grænlands eins og tekinn upp úr Sjúkrahússögum í Rauðu seríunni (minnir þær heita það). Gæti heitið Jöklaástir eða eitthvað þannig. Jæja er hætt að bulla
    hafið það sem best um páskana
    knús Sessa

  • Hæ hæ!!!
    Það er aldeilis að hugurinn reikar hjá þér Dagný mín. Segi eins og þú sjálf farðu nú að halda áfram í þessu blessuðu verkefni þínu, veit svo sem að þú átt eftir að koma því vel frá þér eins og þér er einni lagið.
    Hafið það svo gott um páskana!!!
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *