Well þá er erfið en þræl skemmtileg helgi afstaðin, dauðlangar í rúmmið en þarf nauðsynlega að bíða eftir Klovn, sem byrjar ekki fyrr en kl. 2305. Og ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu svo þá er bara hlustað a DR P4SYD og bloggað.

En helginni get ég lýst í örstuutu máli… hrikalega spennandi, vá, hverjum langar að lesa um annars manns helgar??? En annað hef ég bara ekki upp á að bjóða núna, sorry!

Föstudagur… skóli og svo man ég ekkert meira, nema horfðum á minn heittelskaða Dolph á föstudagskvöldið en sá þáttur endaði sorglega þar sem Dolph hafnaði í einangrunarcellu DR (Danmarks radio), því hann féll á einhverju sillý prófi. Bara botnlaust pirrandi hvursu stuttir þættirnir eru. En það er alltaf svoleiðis með sjónvarp… það sem hrein og tær gæði, er alltaf of stutt.

Laugardagur… Aldís og ég vöknuðum snemma því Aldís átti að mæta út í Humlehöj höll á handboltamót kl 0700 og ég í vinnu kl 0730. Hjóluðum með svefnpokann, tjalddýnuna og handboltadótið á staðinn og hafði Aldís orð á því á leiðinni að hún hefði aldrei hjólað svona snemma dags. Synd að það skuli ekki hafa verið heiðskýrt, en við fengum grámygluna beint í feisið. Ég fór svo í vinnuna, og fékk einn versta mat ever í matinn þennan dag. Brændende kærlighed var nafnið og ef þið sjáið hann einhvertímann á matseðli, þá forðið ykkur for helvede.
Með matinn hálfmeltann upp í hálsi kíkti ég eftir vinnu í nýju ONLY búðina og þar hefur nú bara veltekist til, en féll ekki fyrir fataúrvalinu… er ég að verða of gömul?

Heima reyndi ég að festa brá á blund fyrir fyrir næstu lotu, en það var hrikalega skemmtilegt party hja vinum okkar í Nordborg ásamt þeirra vinum.
Kom heim lurkum lamin og lúbarin, og reif mig aftur upp á vinnutíma á sunnudagsmorgninum til að mæta í vinnuna vitandi að ég fengi ekki restar af Brændende kærlighed heldur Nautasteik með gammeldaws hvidkaal. Guð minn góður… um hvað er þetta blogg eiginlega.
Skaðinn er skeður, best að gefast ekki upp.
En í dag þegar ég kom heim fór ég beint upp í Humlehöj að sækja Aldísi og öskra úr mér nýrun til að sýna ULKEBÖL minn stuðning. En í Aldísar aldursflokki kepptu ULKE- strákarnir um gullið og hitt ULKE- stelpnaliðið líka (ekki Aldísar). Og það var alveg þess virði að framleiða allan þennann hávaða því bæði strákarnir og stelpurnar okkar unnu gullið. Og þetta var sko alvöru keppni… með þuli, brjálaðri musik og alles. Já og MGP stjörnurnar Amalie og Frederikke mættu á svæðið en þær eru víst líka handboltastelpur…
Aldís er nýbyrjuð að spila út á vellinum eftir að hafa verið markmaður í allann vetur, en um helgina skoraði hún 4 mörk sem að gerðu hana svona líka stollta. Enda má hún alveg vera það.
Svala var svo heppin að vera boðið með á skauta hinumegin við grensann og var greinilega engu hlíft eftir öllum marblettunum að dæma… allavega ánægð með daginn.

Þegar familian var svo öll undir sama þaki, var bara slappað af og kröftum safnað fyrir seinustu lotu… afmæliskaffi hjá Aroni Inga Palla og Stínusyni.
En á meðan kraftarnir streymdu í mig ur sófanum og ég í djúpu dái til að móttaka sem mest, var dyrabjöllunni hringt og spurt eftir mér… Fúsi minn nennir þú ekki??? NEHEI það er verið að spyrja eftir þér….. fuck… skröltist á lappirnar með buxurnar fráhnepptar vegna nýs spiks, annað augað í annarlegu ástandi og var viss um dyrabjölluhringjarinn væri dani. Heilsaði og röflaði e-ð á dönsku þangað til íslenskimatarsalinn kynnti sig.
Spurði hvort mig vantaði ekki fisk… íslenska ýsu??? Neinei þorskurinn í Netto er bara þrælfínn og nokkuð nýr. En ýsan hjá mér kostar bara 95kr/kg…. Heilinn minn fór á yfirsnúning, var engan vegin vöknuð og gat alls ekki gert mér grein fyrir hvort þetta væri ódýrt eða dýrt. Spurði bara hvort þetta væri soðin eða steikt ýsa… nei djók… spurði ekkert að því. Afþakkaði bara pent.
Svo spurði hann hvort ég vildi ekki ísl. lambalæri vegna páskanna…læri
WHAT? Vegna páskanna? Er e-ð samhengi þar á milli hugsaði ég bara… sagði honum að ég væri nú alls ekki háð lærinu og afþakkaði aftur pent. Enda var verðið ca. 500kr fyrir eitt læri. Einn áttundi af SU-inum.
Íslenskimatarsalinn kvaddi kurteisislega, en innst inni grunar mig að hann hafi verið vonsvikinn, enda eðlilega eftir að hafa keyrt frá Bremen. Næst hringir hann á undan sér, svo að ég nái að girða mig.

Góða nótt

3 Responses to “

  • Dísa
    18 ár ago

    Gott að þið áttuð góða helgi. Vonandi nærðu að girða þig næst….
    knús Dísa

  • Hehehe… ekki til í að borga 1/8 af SU-inu fyrir páskamáltíðina??
    Frábært hvað Aldís er að standa sig vel í boltanum, „heyrist“ þú nú ekkert vera minna stollt en hún ;o) enda ástæða til.
    Svala stóð sig sko eins og hetja á svellinu í gær og var sko ekkert tilbúin til að gefast upp neitt þó að hún hafi fengið nokkra marbletti.
    kv. Begga

  • nei hef nu margt annað meira spennandi að eyða peningunum í… enda vitum við hvar er læri ef okkur langar í 😉
    Ju eg er sko að springa… ef ekki meira en hun…
    Og girðingin er alltaf e-ð i ólagi (ólafi)

    knus og takk f kvittið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *