Eftir afmæli -önnur færsla.
Vissuð þið að Fúsi blokkeraði mig einu sinni á Snapchat? Hann opnaði aftur í gær.
Það var þarna um árið 2012 þegar við vorum að byrja á snappinu og allt fór yfir strikið. Við vinkonurnar þekktum víst ekki okkar mörk. Síðan hefur snappið verið upp og ofan hjá mér. En samt nógu mikið til að gera það að aðhlátursefni í afmælinu mínu. Þar var gert grín að mér gera grín að Fúsa. Eins og segir í vísunum hans Einars:
…
Gerir grín að mér og þér
Og aðallega Fúsa
Fúsa sínum ekki góð
Háð og spott af miklum móð
…
Vinir mínir þau Ágústa, Heiðbjört, Reynir, Sigrún og Eva bjuggu því til þetta myndband þar sem þau taka snappið svolítið fyrir ásamt erfiðleikum mínum gagnvart klósettpappírskaupum (svipað og að kaupa döðlur).
Mér fannst þetta afskaplega fyndið en undraði mig jafnframt töluvert á því hvernig þeim datt þetta í hug? Já hvernig í ósköpunum datt þeim þessi vitleysa í hug??? 🙂