Eftir að hafa fengið enn eitt móðursýkiskastið og verið búin að sjúkdómagreina mig hálfsofandi í fyrrinótt, fór ég til læknis. Get svo svarið það… það þarf ekki mikið til, áður en ég sé bara lífið mitt hrynja eins og himininn í kjúklingaævintýrinu. Ég var svo viss um að þetta væri mjög alvarlegt og hvarflaði ekki að mér að ryfja upp einkenni t.d. brjóskloss. Fór hálfkjökrandi til læknisins míns sem að gerði brjóskloss test á mér með það sama, og glotti bara þegar ég svaraði spuringunni um hvað ég gerði/ynni. Hefur örugglega hugsað með sér að ég væri sífallandi… allavega teorien ekki á sínum stað.
En greiningin var bara slæm “fibersprængning” í bakvöðva. Hef bara ekki grænan grun um hvað þetta heitir á íslensku… búin að leyta án árangurs. Þetta er semsagt bara þegar trefjarnar í vöðvanum springa eða rifna í sundur og það blæðir og allt verður voða aumt.
ryg
Og nú er bara að borða ódýrar reseptsverkjatöflur og mikið kjöt, og þá verður minnsta mál að vinna um helgina.

Ég er semsagt læknuð, alltaf svo heppin. Billinn er óheppnari en ég þessa dagana… arrggg nýbuin að vera á verkstæði, því pústkerfið hrundi og nú er það altenatorinn. Það væri svosem ok ef það væri ekki búið að bjóða okkur í mat í Nordborg … hjólum nú andskotinn ekki þangað. Ef bíllinn verður ekki komin í lag, verður bara að notast við strætokerfið!!! Yeh right.

Í síðasta bloggi montaði ég mig af lestraráhuga stelpnanna minna, ég verð að monta mig meira…. get ekki látið vera!
Í bekknum hennar Svölu er búið að vera tema sem kallað er Lestrarhiti. Snérist um það að lesa sem flestar bækur og flestar síður á ákveðnum tíma. Svala las flestar bækurnar eða 17 og líka flestar síðurnar eða 688. Og þetta er við hliðina á Harry Potter.

Ég er með nett í maganum yfir þessu verkefni…sé ekki fyrir mér að ég byrji um helgina þar sem ég er að vinna og þvælast og svo… afhverju eru svona kröfur alltaf? Afhverju þarf uppbyggingin að vera svona nákvæm? Afhverju þetta akademiska orðalag? Afhverju ákveðinn stafafjöldi? Afhverju skylda að nota þykka og óskiljanlega bók sem heitir “den gode opgave”? Afhverju þetta og hitt? Þekki svosem svörin og ástæðurnar, það er ekki það, finnst þetta bara svo hrikalega flókið núna… og má finnast það… þannig að engin uppbakningarkomment.

Horfði áðan á þáttinn “Helt til hest”. Hlakkar til að sjá náttúruna en þetta var eiginelga of mikið “tøsesnak” fyrir minn smekk. Úff hvað þær vældu yfir krökkunum sínum og einhverju rugli. Fyrir ykkur sem búa á ísl. eru þetta þættir sem fjalla um konur sem fóru ríðandi yfir ísl. Ætla samt að fylgjast með næsta þætti vegna landsins.

farvella

3 Responses to “

  • fibersprængning er víst tognun á góðri íslensku.
    Hvað varstu einlega að gera???
    Það lagast…….verra með bílinn

  • Dísa
    18 ár ago

    Vonandi ertu betri í bakinu Dagný mín… Þær eru ótrúlegar þessar skvísur þínar…Svala hörð að lesa svona mikið. Hmmmm vildi að minn drengur hefði eitthvað af þessum lestraráhuga he he…. Vonandi reddast bíllinn sem fyrst..Þið megið alveg fá manninn minn lánaðann ef hann getur eitthvað hjálpað ykkur…
    Knús
    Dísa.

  • ég var einmitt ekki ad gera neitt annad en að sitja grafkyrr á endanum til þess að vekja ekki geðsjuklingin minn… þetta er að verða fínt. og ég þakka lánið dísa. kemur sér vel að geta bíttað annað slagið 😉
    kveðja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *