Það er alltaf svo gott að koma til íslands, alltaf svo fallegt á íslandi og svo margir skyldir manni.

Stoppið var stutt, en samt náði ég að sjá framan í­ fjöldan allan af fólki, og eiga stundir með minum allra nánustu. Greit!

ég náði lí­ka að fara i Kringluna, reyndar í­ fyrsta skiptið í­ mörg ár og rifjaðist það upp fyrir mér afhverju ég tek Laugarveginn alltaf sterklega fram yfir.
En samt sem áður verslaði ég slatta í­ Kringlunni… í­ Eymundsson straujaði ég dankortið mitt með bros á vör ásamt fleiri búðum. ég keypti mér bara eitt… aðeins einn hlut, nei það er ekki mikið! Datt niður á Ní¼mph kjól… og þegar maður er á Islandi velur maður danska hönnun 😉 elska kjóla, fór bara í­ buxur í­ einn dag á Islandi.

Þegar heim var komið var komin hiti í­ hellana.
Enda komin tí­mi til að kynda kjallarann, komið fram í­ miðjan nóvember. Gólfið var orðið frekar kalt, en samt hlyrra en í­ fyrravetur. Þegar maður er að biða eftir hita í­ gólfin, finnst manni golfin vera kaldari. Eða það hlýtur að vera.
En allavega, hellarnir orðnir heitir, aðalhellirinn virkar fí­nt, gestahellirinn er langt komin og tunnuhellirinn er bara rólegur!

Þegar ég mæti í­ vinnuna a morgnana lí­ður mér næstum alltaf eins og óöguðum unglingi… ég get bara ekki vaknað, næ ekki að borða morgunmat, hjóla af stað kl 6.50, rétt næ upp á deild eina mí­nutu í­ 7, hleyp og næ í­ sokka og er að troða mér í­ þá inn á kaffistofu akkúrat kl 7. Sest svo djúpt í­ stólinn og læt sem ég hafi setið þar í­ allavega korter!!! Verð að fara að sofa fyrr á kvöldin!
Farin að sofa

3 Responses to “

  • María Huld
    16 ár ago

    O þú ert svo æðisleg 🙂

  • Er líka svona ferlegur unglingur…….. en þýðir það þá ekki bara að við erum afskaplega ungar í anda og á meðan gömlu bekkjarfélagarnir eldast, stöndum við í stað????

  • Dísa
    16 ár ago

    Já það er fallegt á íslandinu góða…það verður seint tekið af því.. Takk annars fyrir gærkveldið. Hrikalega notalegt eins og alltaf.
    Knús,
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *