að fljúga
Mér finnst alltaf gaman að fljuga, hlakkar alltaf til og finnst gaman að ráfa um Kastrup og kíkja i sem flestar búðir. Mér finnst líka gaman að láta stjana í kringum mig i ilmvatnsdeildinni í Keflavík og láta plata inná mig hinum og Þessum lyktum.
Svo finnst mér gaman að hreiðra um mig í sæti flugvélarinnar með teppi og kodda og Þakka guði fyrir að vera ekki kílói breiðari og ekki með einum cm lengri lappir, Því annars gæti ég ekki setið i Þessum sætum. Mér finnst gaman að hlusta á ipod og halla mer að
vegg vélarinnar og sofa.
EN… Þegar vélin fer að hristast, Þá panika ég inní mér… ég vakna og sest upp, gríp um sætisarmana og lít dauðhrædd í kringum mig. En Það horfir aldrei neinn a mig… Það virðist engin taka eftir hversu hrædd eg verð. ég Þoli Það ekki!
ég byrja að kreista aftur augun, opna aftur, kreisti aftur, í þeirri von um að flugfreyjan taki eftir mér. þær lýta ekki við mér. Stundum reyni ég að breyta önduninni, svo það sé áberandi. Samt taka þær ekki við sér… Svo fer ég að djöflast í beltinu, herði það svo mikið að innyflin eiga a hættu að springa. Ekkert virkar, flugfreyjurnar halda bara afram að selja sinn tollfrjálsa varning og brosa, sólbrúnar og sætar.
ég byrja að ímynda mér hvernig vélin hrapar, lendir í miðju Atlandshafinu, ekki séns að lifa af og svo hvernig ættingar og vinir syrgja atburðin. þetta er ekkert smá sorglegt og dramatíkin er svo rosaleg að ég VERÐ bara að fá athygli frá flugfreyjunum. En Það er sama hversu mikið ég gretti mig, kiða mér í sætinu og toga í beltið, Þær sinna mér ekki.
Næst ætla ég að ýta á flugfreyjubjölluna og segja: „fyrirgefðu, en ég er rosalega hrædd!!!“
ég var að fljúga, bæði í gær og um daginn.
þegar ég var á leið heim, fékk ég sæti við neyðarútganginn. þurfti að læra að opna neyðardyrnar og mátti ekki hafa kodda, teppi og töskuna mína í flugtaki og lendingu… svo Þegar flugfreyjurnar voru að sýna öryggisdansinn í ganginum, fylgdist ein ekstra með mér… eg fékk svona augnaráð: „heyrðu vina, Þú verður að fylgjast með, því Þú berð ábyrgð á að koma fólkinu út þegar kviknar í eða vélin hrapar“. Svo ég tók öryggisbæklinginn og setti mig vel og vandlega inn í ALLT öryggisdæmið svo ég yrði nú tilbúin.
Alla leiðina undirbjó ég mig andlega í að opna hurðina, láta fólkið fara í röð og svo út með liðið. Alltaf Þegar flugfreyjan labbaði fram hja sendi ég henni svona augnaráð og svip: „ég er tilbúin“… hún virti mig ekki viðlits!
En ekkert gerðist… vélin hristist ekki einu sinni.
Hvernig ætli Þetta sé í Norræna?
ætli farþegar fái athygli þar?
á erfitt með að trúa þvà að þú fáir ekki athygli!!!!
………. sama hvort þú ert við neyðarútgang eða ekki!!!!
…………… ertu ekki komin með Paris Hilton lookið??? Það eitt og sér ætti að gefa þér MEGA athygli!!!!
Nei, veistu Linda, ég fæ sama og enga athygli à flugvélum… Paris Hilton lookid er á leidinni, hárid er enn of døkkt… thetta kemur allt saman 😉
Ég hef tekið eftir þvà à blogginu þÃnu að þú flýgur sjaldnast með „okkur“ og greinilega ekki à þetta skiptið , þvà ætla ég bara að ráðleggja þér eitt. Ef þú vilt athygli skiptu þá um flugfélag. Þá færðu alla þá athygli sem þú vilt. Þú þarft auðvitað að borga fyrir það en við erum nefnilega ekki bara sætar, sólbrúnar, brosandi à vinnunni heldur tökum við einnig námskeið à hvernig spotta eigi flughrædda farþega, sálfræðimeðferð, hugsanalestur, anger management námskeið, nudd ásamt námskeiði à stimamýkt til þess að mæta þörfum hvers einasta farþega à hvert einasta sinn sem hann þarf á þvà að halda – við höfum jú ekkert annað að gera!
Vá frá hvaða flugfélagi fær maður þessa þjónustu????
Og vÃst þú nefnir athyglisleysi þá virkaði ekki einu sinni að kveikja á bjöllunni sÃðast þegar ég flaug. Ég meira að segja prófaði að slökkva á henni eftir ca. hálf tÃma og kveikja svo aftur en ekkert virkaði fyrr en ég náði að kalla á eina flugfreyjuna á hlaupum en samt gleymdi hún mér!!!!
Ohh Ãsta, ef ég væri ekki svona nÃsk, myndi eg hiklaust alltaf velja ykkur… 🙂 yfirdrifin tÃmi fyrir farþega eins og mig 😉 er lika fótanudd à boði?
Ãgústa, skil svo sem alveg að flugfreyjur gleymi farþegum… ég gleymi stundum sjúklingum!!! nema farþegarnir séu lifshættulega hræddir, þá er það slæmt, alveg eins og ef sjukl eru lifshættulega veikir eða slasaðir!
Heyrðu, verðum við ekki bara samferða til Ãsl næst… þú getur plokkað mig og vaxað… 😉