Iceland, here I come
Getur maður virkilega leyft sér á þessum árstíma, að fara úr landi með leggi eins og „en arbejdshest“?
þegar ég var hjá snyrtikonunni í gær, í allt öðrum erindagjörðum, beið ég á milli vonar og ótta, eftir að hún spyrði hvernig leggirnir hefðu það… spurning sem maður óttast alltaf ef hlutirnir eru ekki i lagi. Alveg eins og þegar bankaráðgjafinn segir: „já, og yfirdrátturinn?!!?“
En snyrtikonan spurði ekkert… 😉 og engar vandræðalegar aðstæður.
Síðustu vaktir í vinnunni hafa slegið öll met… jeminn eini, þvílík hlaup… yfirfull deild af „þungum“ sjuklingum og akútsjúklingarnir ulltu inn eins og rollur á leið í rétt.
Í dönsku getur maður sagt „tunge patienter“ þegar maður talar um sjuklinga sem krefjast mikils… ég fattaði ekki fyrr en í gær að maður getur ekki þýtt yfir í „þungir sjúklingar“ því þá heldur fólk að maður sé að tala um feita sjúklinga… svona getur verið gaman að þyðingunum.
Síðustu kvöld hef ég ekki verið að koma heim fyrr en eftir miðnætti… gjörsamlega búin… það krefst líka svoldils að vera „ný“ í faginu og spennandi að fá að láta reyna á hvað maður kann og getur. Í síðustu viku vorum við a kursus til að læra ýmislegt sem læknarnir eru vanir að gera svo við getum farið að taka að okkur fleiri verkefni og sérstaklega í akut aðstæðum… í fyrrakvöld gerði ég lítið annað en að nota það sem ég hafði lært… guð hvað var gaman 😀 plús að senda einn akút niður á skurðstofu…Elska þessa vinnu og þessa deild…
Fínt nok…
Við mæðgur fórum aðeins í bæinn í gær… svona til að kaupa sokkabuxur… (geri stundum ekki annað en að kaupa sokkabuxur… hvað verður um sokkabuxurnar minar… hvar skil ég þær eftir?) og svona „koma með“ gjöf handa systkinabörnunum mínum… hehe Rakel og Maggi… ég keypti hávaðagjöf… finnst svo gaman að gefa hávaðagjafir… LOL
Stoppið á íslandi verður rosalega stutt… svo lítið verður um heimsóknir… næstum ekkert… en samt er síminn minn 41 56 97 95 (sms) ef einhver þarf.
Hlakka rosalega til að sjá nánustu fjölskyldu… eruði búin að versla í matinn eða þarf eg að koma með með mér? Er nokkuð tómt í butikkerne???
Og annað… þetta er í fyrsta skipti sem ég kem að hausti til… eru ennþá ber? þarf ég að vera í buxum?
Farin að pakka
Góða ferð til Ãslands, stein gleymdi að segja það à gær!
…. og þér ætti allavega ekki að vera kalt á löppunum á klakanum, með x-tra feld undir sokkabuxunum ;o)
Hafðu það gott mÃn kæra.
Þarftu að spyrja að þvà hvort þú þurfir að vera à buxum, varstu ekki að segja okkur að leggirnir væru ekki alveg à toppstandi hjá þér??? VERTU BARA à BUXUM ;o) heheh… bara svo að þér verði nú ekki kalt á klakanum.
Kv. Begga
Berin eru dauð…………
Mæli með buxum………..
ÚLPA væri lÃka allt à lagi……….
……………….. það er kominn vetur hjá okkur, ekki lengur haust!!!!!!!