sen provokerende abort!!!

Jubb, komst að niðurstöðu… var reyndar búin að velja á föstudaginn eða skrá niður en hafði frest fram á mánudag ef eg vildi breyta. Á föstudaginn valdi ég fóstureyðingar eftir 12. viku, þar sem ég get alveg æst mig yfir því (kemur samt fyrir að ég er pínu splittuð), en fannst það samt svoldið klént. Fékk samt enga betri hugmynd og breytti því ekkert í dag.
Enda nóg af lögum og reglum til um það og helling af etik hægt að klína á þetta efni líka.

Einasta tillagan var líffæragjöf… ekki slæm hugmynd, ég hef bara svo ákveðnar skoðanir á því sem að ég þarf ekkert að kryfja. Ef maður getur þegið, þá getur maður gefið PUNKTUR. Og mér finnst hugsunarleysi að vera ekki búin að taka ákvörðun um hvort maður vill eða ekki.. eða allavega tala um þetta í fjölskyldunni. Og mér finnst egoistisk að taka þá ákvörðun að gefa ekki. Sumir segja… “æ ég gæti ekki hugsað mér að fara í gröfina hjartalaus…”
Vá, hvað í ósköðunum ætlar fólk að nota hjartað í himnaríki, væri nú ekki nær að bjarga einu af þessu mörgum lífum sem bíða eftir björgun???
En verið óhræddar við að kommenta ef þið eruð ósammála… ég þori alveg!

Vinkona mín skrifar líka um heiladauða og líffæragjöf… og við viljum ekki skrifa um það sama.

Seinnipartinn í gær fékk ég þrumu og eldingarhúð… fyrir þá sem búa á íslandi… þá getur fólk sem er skyggnt í húðinni fundið á sér þegar svona veður koma. Og “ganske rigtigt” passaði tilfinningin í húðinni, kvöldið brast á með svona líka sjarmerandi veðri (þegar maður þarf ekki að fara út).

Stelpurnar lásu í Harry Potter áður en þær fóru að sofa… Aldís að verða búin með 3. bókina og ætlar að fara framúr myndunum. Svala er á sinni 1. og kallaði stolt fram áðan að hún ætti bara eftir einn kafla í bókinni. Þetta er stærsta bókin hennar hingað til og þessa vegna er hún frekar stollt.

Í augnablikinu er ég bakveikissjúklingur og þurfti að sækja um sjúkraleyfi frá körfuboltaliðinu. Meina þetta. Er að drepast í bakinu en það er ekki það versta… áhyggjur af framtíðinni eru miklu meira álag en verkirnir. Shit ef ég þarf að melda mig frá vinnu um helgina, fuck ef ég get ekki gert verkefnið almennilega, OMG ef ég get ekki mætt í körfu í næstu viku… en að öllum líkindum lagast þetta og þetta verður ekki dauðsorsökin mín.
Bara greyið fyrir mig!

Helgin okkar var ljúf, þó nagaði samviskan mig svoldið yfir að hafa ekki farið til Köben að hitta litlu systir. En í staðin tók ég eina vakt í “gömlu” vinnunni minni, fór í matarboð og fengum vini okkar í heimsókn á sunnudaginn. En allavega kom ég út í plús í staðin fyrir mínus. Það er allavega bót í máli.

Fattaði í dag þegar ég lá í rúmminu og horfði á video um misfóstur og fóstureyðingar eftir 12. viku, að ég er farin að hlakka svakalega til að fara í praktik á Neonatal (deild fyrir of snemma fædd börn) og passa og plæa þessi litlu kríli. Leggja sondur og og allskonar. Þó svo að það hafi ekki verið óskadeildin mín í byrjun og er ekki enn, hlakka ég samt til!

Over and out

4 Responses to “sen provokerende abort!!!

  • Dísa
    18 ár ago

    Ég er sko ekki feimin við að kommenta á þetta hjá þér Dagný ….Þú veist svo sem mína skoðun á líffæragjöf þar sem við erum ný-búnar að ræða þessi mál. Alveg sammála þér með að ef þú getur þegið..þá getur þú gefið..punktur. Mér persónulega er sama þó ég fari í gröfina án einhverra af líffærum mínum.. Á örugglega ekki eftir að sakna þeirra. Verð að segja að praktikin þín er MJÖG spennandi og á örugglega eftir að kenna þér mikið..
    sjáumst kanski um helgina
    knús,
    Dísa

  • Spennandi verkefni sem þú valdir þér og gangi þér vel með það. Líka spennandi verknám heyrist mér, þú kemur greinilega víða við. Það verður gaman að sjá hvar þú endar þegar þú verður orðin hjúkrunarfræðingur.
    Vona að bakið sé að lagast (veit að bíllinn er ekkert að lagast ;o) ), ómögulegt að vera eitthvað að láta bakið stjórna því hvað maður getur gert og hvað ekki.
    Knus, Begga

  • Hafdís
    18 ár ago

    Það er örugglega gaman og gefandi að vinna á þessari deild en það er getur sennilega líka verið bæði verið erfitt og átakanlegt, allavega ímyndar maður sér það.
    Gangi þér vel í þessu verkefni og góða helgi.
    Frábært hjá stelpunum þínum. Harry Potter sögurnar eru svo spennandi.
    Kveðja Hafdís.

  • takk fyrir kvittid stelpur
    kvedja dagný

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *