No7 í bland vid Stieg Larsson og gardinn

No7… snyrtivörur barnæskunnar… vissi það 😉
Vorum í heimsókn hja vinarfólki á laugardagskvöldið og þá hafði hún keypt sér krem frá No7 og mælti með því… og ég sagði: „hehe, ég man einmitt eftir þessu merki frá því ég var lítil“
En hún vildi meina að þetta væri nýtt á markaðnum…
Ég lokaði umrædunni, nokkuð viss um að ég hafði rétt fyrir mér (ekki samt 100%)… vantaði sönnun!
Og hana fékk ég… No7 var fyrst sett á markaðinn 1935.
Reyndar hafði vinkonan hugsað það sama… því ég fékk sms 2 dögum eftir um að ég hafði rétt 🙂 (og hún fékk frið).

Ég er gjörsamlega húkt á Stieg Larsson… ráfaði um húsið í dag og speguleraði í hvernig Lisbeth hefði það.

Fór svo út og sleit allt klifurjurtardraslið upp sem ég held að se að eyðileggja Liguster limgerðið. Þetta klifurjurtarrugl er sama plantan og ég hafði í hangandi í bláu blómapottunum í Sunnufelli í FellabæCity hér um árið. Ekki hefði mér dottið í hug þá að við myndum seinna verða óvinir.

En Nabo Chris sá aðfarirnar og hékk á sama tíma á facebook. Lagði saman 2 og 2 og bauðst til að lána mér síðustu bókina.

Ég er að deyja úr spenningi. En svo fór Nabo Chris út… og ég ekki með neina bók. Sá veðurfréttirnar og sá að á morgun yrði sófabókadagur… þessvegna út í myrkrid og mokaði öllum garðaúrganginum upp í kerru heimavarnarliðsins.

Eg er nú ekki pödduhrædd fram úr hófi en setti á mig hanska til öryggis… fann náttl ekki garðhanskana… líkl ekki til lengur… þess vegna urðu turkish litaðir uppþvottahanskar fyrir valinu… vitiði að þeir eru bestir i garðvinnu… ekkert fer í gegnum þá… lærði nefnilega kannski á þriðjudaginn að eg verð að hafa hanska þegar ég fer í garðinn… mætti nefnilega á kvöldvakt þriðjudagskvöldið með sundurskorin handarbök… not good!

Fór svo í apotekið i gær til að kaupa ekstra góðan handáburð handa öllu heimilisfólkinu, og sérstakl handa mer útaf útreiðinni eftir garðvinnuna og einhverju með líkist exemi… sem er annað hvort útaf aukaverkunum undralyfsins eða hönskunum í vinnunni… vona ekki hanskarnir… kannski er þetta bara haustið…

En í apotekarakonan í apotekinu vildi ekki selja mér handáburð… heldur sendi hún mig heim með 4 frekar stórar túpur (10 ml) til að prófa… „þú skalt nú ekki vera að kaupa e-ð gæskan sem þér ekki likar við“ sagði hún góðlátlega.

Fúsi er langt komin með handáburðinn… en ok, frekar þessar túpur en fína Chanel áburðinn minn… fékk nú alveg herping í magann þegar bæði hann og Aldís gengu í hann…

Fúsi er nefnilega ekki með neina lyklaborðshendur þessa dagana… flísavinnan farin að síga á allra seinasta hlutann og hendurnar eftir því… en mikið voðalega sofum við vært í „nýja“ herberginu okkar… enn er engin kynding komin á, en það sleppur, við liggjum bara í skeið
69… nei, djok… bara í venjulegri skeið… hehe

Enn er verið að spegulera í puntinu í herberginu… svo enn er ekkert punt… kannski fyrir jól… það er mikil vinna að ákveða puntið!

Hey, eruði að gera ykkur grein fyrir að það eru alveg að koma jól??? Komin dags á fyrsta jólafrokostin og verið að finna dags fyrir nr 2!!!
Kannski ég sendi jólakort fyrir 23 des í ár!? Kannski eg sendi jólakort í ár!?

Þetta átti bara að vera færsla útfrá seinustu kommentum… er svo ótakmörkuð :-Z

2 Responses to “No7 í bland vid Stieg Larsson og gardinn

  • Linda Björk
    16 ár ago

    OOooooohhhhh……… hélt að þetta væri miklu meira spennandi með No7!!!!

    Well du fik ret og hun fik fred!!!!!

    Púff á Íslandi hefði þú sko ekki verið send heim með 4 túpur af prufum……. þér hefðu verið seldar 4 túpur af kremi!!!!! Danir eru alltaf svo hagsýnir…… líka búðafólkið…….. kannski hún hafi vitað að þú værir frá Íslandi og ættir ekki peninga til að kaupa fullt af túpum, vorkennt þér og þessvegna ákveðið að láta þig hafa allar þessar prufur……..????

  • Hafdís
    16 ár ago

    Vá hvað það er langt síðan ég hef komið hingað. Kv. Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *