Draumaráðningin

Í nótt dreymdi mig þann skrítnasta og tilgangslausasta (að ég hélt) draum sem mig hefur nokkurn tíma dreymt.

Ef þið eruð viðkvæm, ekki lesa lengra. Lesið í staðinn bleikt.is eða tíska.is eða förðun.is.

Mig dreymdi að ég stæði við eldhúsbekkinn í eldhúsinu og að það væri að líða yfir mig. Ég studdi mig við bekkinn og féll svo ofurhægt niður á gólf. Þar lá ég meðvitundarlaus og gubbaði!

Já ég gubbaði. En bara í draumnum. Í raunveruleikanum var allt með felldu og hvorki ógleði né annar magaverkur að hrjá mig. Ég hélt að ég myndi aldrei blogga um gubb þar sem ég þoli engan veginn gubb. Hvorki gubbustatusa né þegar einhver gubbar á mig. En ef manni dreymir að maður gubbi, verður það að opinberast því að þetta er svo óvenjulegt. Svo sérstakt.

Það fyrsta sem ég sagði vinnufélögunum kl 7 í morgun, var að ég hefði gubbað í draumi. Ein sagði að ég yrði að fara á netið og ráða hann.

Ég gerði það. Fór inn á hinar ýmsu síður og fann eftirfarandi ráðningar:

  • Að draumagubb væri merki þess að getnaður hefði átt sér stað og ógleðin sem virðist hrjá flestar þungaðar konur nú til dags, væri mætt í mallann minn.
  • Að ég væri að fara í ferðalag í heilann mánuð. Til Kína, Sakhalin, Svalbarða, Grænlands, Póllands, Bandaríkjanna (Utah, Arizona og Alaska), Mexiko, Chile (bæði norður og suður Chile), Madagaskar, allrar Evrópu, Ástralíu, Íslands og Noregs. Sagði ég í heilann mánuð? Meinti að sjálfsögðu í heilt ár. Það stóð heilt ár inn á dhrgømmehrgådnínger.dk 0_56e9_6515cc52_XL---ijpo
  • Að ég eigi að halda betur utan um fjárhaginn… (leiðinleg ráðning)
  • Að Sigmundur borðaði yfir sig af köku og þarf að fara í langa siðferðismeðferð á vegum siðanefndar vegna átröskunar. Bjarni fer með honum því hvað ætti hann að gera án Sigmundar? bilde
  • Að einum mánuði eftir drauminn stendur svartur Audi q7 í innkeyrslunni minni. Ef ekki q7 þá a7. Og undir honum að sjálfsögðu miðnætursvört dekk.
  • Audi-Q7-HD-Wallpaper-2012Að Henrik kóngur og drottningin ætla að þurrka júlí út af dagatalinu í ár. Það er ég mjög sátt við, vaktaplanið mitt í þeim mánuði er hálf sorglegt og það er þá líka styttra í afmælið mitt. En ókosturinn er sá að ég hef bara tvo mánuði til að klára Mad Men seríuna ef júlí verður sleppt því ég verð að vera búin með hana fyrir 15. ágúst.
  • Að Bogi eigi eftir að lesa fréttirnar á sjálfu afmælinu mínu og að Helgi Björns mæti í veisluna. Ágúst á eftir að vera frábær! Jesús Pétur, hvað sólin á eftir að skína.

Já þessi draumur virtist þýða margt, nú er bara að bíða og sjá hvort eitthvað af þessu rætist.

(Myndirnar eru allar teknar af netinu)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *