Zzzz

Hélt einhver að eg væri dáin??? Því ég blogga næstum ekkert!!!
Ónei… bara í óformlegu tölvubanni.

Þegar pabbi kom um daginn, var hann svo yndislegur að gefa okkur helling af íslenskri tónlist… einhvert box með 4 eða 5 cd í… minnir að þetta heiti „100 lög lýðveldisins“…
Okkar íslenskutónlistarsafn er nefnilega af rosalega skornum skammti. Eðlilega ekki selt mikið af ísl tónlist í búðunum hérna og við erum svo gamaldags að við kaupum eiginlega alltaf tónlist á gamla mátann…
Allavega, pabbi gaf okkur hundrað lög… og í fyrradag góluðu börnin mín skyndilega í kór: „bíddu pabbi, bíddu min, bíddu því ég kem til þín… lalalalalal“! og ég hoppaði hæð mina af gleði… börnin kunna ísl texta… eða allavega 10 orð!!! Reyndar kunna þær fatlafol nokkurnveginn… og nú er bara að bæta i…

Mer finnst þetta alveg ágætt safn… nema… svona til að vera svoldið krítisk… lögin „ísland er land þitt (eða var það mitt?) og „dagný“ eru nú ekki alveg að gera sig… lög sem ég held svoldið mikið upp á…. þessar útsendingar eru nú bara ekki að gera sig… þvílíkt drama… undirspilið alveg glatað!!! Næstum yfir í e-ð nýaldardæmi… það er nú dæmi sem ég hef ekki þolinmæði fyrir…

Sat í gærmorgun, fastandi, niðri i klinisk/kemisk (þar sem teknar eru blóðprufur á sjúkrahúsinu) og beið í næstum klukkutíma eftir að röðin kæmi að mér… og þar var svona nýaldarrugl spilað… í klukkutíma… var að hugsa um að standa upp og biðja þær um að skipta yfir á P3.
Og ég var fastandi… veit einhver hversu geðvond ég er, þegar ég er svöng?

Ég hef frekar oft komið niðrí klinisk/kemisk, annað hvort með stelpurnar, sjálfa mig eða vinnutengt og aldrei þurft að bíða neitt að ráði… en í gær var biðstofan yfirfull… biðstofa sem rúmar uppundir 40 manns. Þetta líktist yfirfullum indverskum strætó (eða ég held það, hef aldrei verið í indlandi).
Fyrst þegar eg flutti til DK og var að reyna stautast við að horfa a fréttirnar, tók ég eftir því að það stóð oft „Indland“ í horninu… ég spáði í hvort DK og Indland væru vinarlönd… en bara fyrsta fréttatímann… svo náði ég þessu 😉

Í þessari viku er ég á 4 kvöldvöktum… aumingja fjölskyldan mín… hlytur að vera ömurlegt þegar ég er ekki heima… stelpurnar þurftu að elda í kvöld… Svala sagði mér áður en ég fór í dag, að hún ætlaði að gera naglasúpu!

Á vaktinni í kvöld kom ég lítið sem ekkert útur Akut-stofunni… og besti læknavinur minn í heimi var á vakt… gekk fínt, var ekki rasskellt í kvöld!

Nú er ég orðin „godt nok“ framlág… eins og fólkið í sveitinni myndi orða það… og beðið eftir mér uppi á 2.hæð :-Þ

P.s. ruði ekki þakklát fyrir að ég varaði ykkur við Gike??? ekki gerði veðurstofan það jafn snemma og ég!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *