G-blogg

Gæludýr

Í dag spjallaði ég við konu… fjölskyldunni langar til að selja húsið utí sveit og flytja annað… það eina sem hindrar þau, er að hundurinn er grafinn i túnblettinum…

Sæuð þið mig fyrir ykkur búandi á Tókastöðum því allir gömlu hestarnir eru grafnir þar… þeir sem voru of gamlir til að borða! Eða á Eiðum þvi þar er Júlía mín?

Í kvöld, fyrir fréttirnar var þáttur i sjónvarpinu sem heitir SuperVets. Þetta er breskur þáttur þar sem verið að bjarga allskonar dýrum… þám ketti með hjartagalla… aðgerðin tók 5 klukkutíma.

Næsti þáttur fjallar um:
Camilla er et ældre rensdyr, som er for svag til stå op. Hun er også for svag til at spise, og det er spørgsmålet om dyrehospitalet kan hjælpe hende. Desuden stifter seerne også bekendtskab med hunden Taggy, som har fået en alvorlig infektion.

Málið er að í þáttunum er öllum dýrum bjargað…
Eins gott að ríkið borgi ekki eða niðurgreiði!
Ég stend með rifflinum…
Ég er of mikill sveitalubbi til að geta horft á svona þætti án þess að verða piiirrrí pííí!

Götupartý

Í gær var götupartý frá 21 niðrá Ringgade. Það var byrjað í Kongevejsparken kl. 14:30 í allskonar leikjum og fólkshristingi… ég kom of seint þar sem ég var að vinna.

Kl 1700 var farið heim í powernapping og grænmetisskurð… (nefndin svo sniðug að senda fólk heim með grænmeti til að skera… við fengum rauða snakkpapriku)

Kl 1800 var svo mætt aftur en þá niður á hringtorgið sem er í götunni okkar. Búið var að setja upp hermannatjald sem rúmaði milli 60 og 70 manns (með börnum).

Kvöldið gekk svo með mat og skemmtilegheitum… og þegar við ákváðum að stinga af heim um 2330 var ballið rétt að byrja… búið var að styðja einn heim… sá nýjasti í götunni orðin dj og elsta konan var handviss um að hún væri Shakira og ónei… hips don´t lie…!

Börnin skiptust í 3 hópa… yngstu sváfu, millibörnin kveiktu bál í grillinu og mótmæltu komandi svefntíma á meðan elstu börnin sátu prúð á steinvegg og töluðu saman!!!

Þær athuganir sem ég gerði sýndu fram á:
• Að fólkið í götunni er rosalega ungt… lang flestir á milli 30 og fertugs! (það er mjög ungt!!!)
• Að það er ógrynni af babyum í götunni… ég varð nú bara ringluð! (væri grundvöllur fyrir öðrum leikskóla í Möllegade)
• Að fólkið i götunni er í fínu formi og yfirmeðallagi fallegt
• Að fólkið í götunni vinnur ótrúlega margvísleg störf… sumt veit ég ekki einu sinni hvað er :-Z
• Að elsta fólkið í götunni (Shakira og herra) eru ellilifeyrisþegar og sofa þvi eðlilega ekki a nóttunni…

Okkur Fúsa var vel tekið, sérstaklega Fúsa… það vantaði nefnilega smið í götuna… margir voru áhugasamir um kjallarann og höfðu fylgst með framkvæmdunum í laumi.
Ég var „sú sem klippir hekkið“… ég var líka alveg vinsæl… ellilífeyrisþegarnir sem þurfa eðlilega ekki að sofa á nóttunni , spurðu hvort ég nennti að klippa þeirra hekk.
Núna líður okkur mikið betur… núna vitum við hverjum maður getur heilsað sem götunágranna af þvi fólki sem labbar framhjá okkar húsi.

Næsta ár ætla ég að skipta vaktinni minni ef partýið lendir á minni vinnuhelgi… svona læt ég ekki framhjá mér fara 2 ár í röð.

Gífurlegur kuldi með kvöldinu

Þegar ég kom heim i dag, skein sólin og ég fór út og náði mér í epli. Við erum með þrennskonar eplategundir og tvær eru búnar… sú þriðja er alveg að fara að fella. Ég fylgist grannt með svo að bænkebidderne nái ekki eplunum á undan mér.
Siðan var meiningin að breytast í púpu og fara í sólbað… ógeðslega þægilegt að reyra sig fast inn í teppi (eins og baby á barnaheimili í Russlandi) og liggja útí sólinni. En ég náði aldrei svo langt… steinsofnaði í sófanum eftir að hafa gert einhverja óþarfa hluti.
Með kvöldinu kom svo alveg gífurlegur kuldi… ég fór í sokka og allt. Það var líka ískalt að hjóla í vinnuna í morgun… það er víst komið haust.
Held að hitin sé undir 10 stigum núna, ætla að vera í sokkunum í allt kvöld.

Gike

Fellibylurinn Gike (verð að skrifa Gike, þvi þetta er G-blogg) fer víst yfir Ísland á fimmtudaginn, allir að ganga frá garðhúsgögnunum og öðru lauslegu…
Fór inn a veðursíðuna á mbl til að staðfesta orðróminn. Ekkert fjallað um þetta en hvað er belgingur?

6 Responses to “G-blogg

  • Linda Björk
    16 ár ago

    Hef ekki orðið vör við Ike……. hef heldur ekki orðið vör við að við höfum verið vöruð sérstaklega við honum…….. !!!
    Kv. af klakanum þar sem það er örugglega búið að rigna í viku (er að bíða eftir þurru veðri til að geta farið út og spreyjað klósettsetuna!!!)
    Kv. ég

  • Guðrún Þorleifs
    16 ár ago

    Blogglestrar kvitt 🙂

  • Linda Björk
    16 ár ago

    …….held að Ike sé kominn!!!!!!

  • Dísa
    16 ár ago

    Jebb, orðið frekar kalt hérna hjá okkur…væri alveg til í að eiga brenneovn hérna núna.

    Knús og kram
    Dísa

    p.s. er komin með nýtt blogg: http://www.123.is/disublogg/

  • ég er svoooooo sammála þér með gæludýrin, skil ekki þegar þau verða „börn“ þori voða sjaldan að tjá mig um það samt, því maður er skotin alveg á bólakaf.
    En Ike kom og færði mér flensu svo ég er ekki sátt við hann.

    annars bara að kvitta
    knús til ykkar

  • Gaman að góðum götuveislum og svo er ég líka sammála þér með gæludýrin, þau eru oft á tíðum farin að stjórna meiru en góðu hófi gegnir, meira að segja eftir að þau drepast greyin.
    Þarf að fara að koma og sjá kjallarann hjá ykkur, væri gaman að ná að kíkja fyrir flísalögn og svo náttúrulega aftur eftir flísalögn ;o)
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *