country i Rødekro

Er loksins vöknuð eftir svæfinguna um daginn…og nefið á sínum stað… fékk ekki Paris Hilton nef, þau voru uppseld, eftir tivoliheimsókn Paris.

Lífið í Möllegade gengur sinn vanagang aftur… Aldís lemur strákana í gólfið í skólanum og Svala sem ætlar í bíó í dag, fór kl.t. fyrr niður í bæ, til að kíkja í búðarglugga með vinkonunni. Fúsi er meira og minna niður í kjallara (ekki á mér) í frítímanum og garðurinn er hálfóslegin.

Ég ætlaði alltaf að segja ykkur frá þegar ég fór með stelpunum á djammið í Rödekro um daginn… það var upplifelsi.. því getiði trúað…!

Svala fór á date við Arto-vinkonuna hana Elisa, en fósturpabbi Elisa er virtur hljómborðsleikari í óþekktri hljómsveit frá Randers.

Þegar við mættum á staðinn, hljómaði þessa flotta country-tónlist eftir endilangri götunni… yeah, e-ð fyrir mig… mig hefur alltaf dreymt um að vera ein af þessum fallegu konum með brjóstin upp undir höku, sem koma labbandi niður stigann í húsunum sem cowboyjarnir koma við í.

Svala og Elisa fundu hvor aðra og hurfu í mannfjöldann, en við Aldís tókum röltið… þarna var langt tjald – stúkað af í bása með heyböggum og hnökkum. Básarnir innihéldu hárgreiðslustofu, töskubúð, kremabúð, hárgreiðslustofu, snyrtistofu, bar, super brugsen, hárgreiðslustofu, bar, skrítnahlutibúð og aðalbarinn. Hjá snyrtistofunni var skilti þar sem kynnt var tilboð a litun og plokkun á augnsvæðinu fyrir 50 kr. Þar sem ég var orðin líkari albinoa en sigauna, ákvað ég að skella mér í stólinn… ég lokaði augunum… oohhh elska að láta pilla og fikta í mér… ákvað að njóta þessara mínutna í botn…

Adam var ekki lengi í paradís… ég var ekki ein með snyrtidömunni… allur Rödekrobærinn var í kringum mig… ég sá ekkert en heyrði ALLT. Allsstaðar voru raddir… svona er þá að vera psykotiskur!!! Nú get ég betur sett mig inní aðstæður á geðsjúkrahúsinu, ef ég stíg nokkurntíma þangað inn aftur sem fagmanneksja!

Skyndilega var öskrað í eyrað á mér: „MAMMA, MÁ ÉG FÁ EXSTENSIONS… ÞAÐ KOSTAR FJÖRRRTÍU?!!?“
Öhh já, svaraði ég… skíthrædd við allt sem fram fór í kringum mig… og fór að leyta í veskinu mínu að FJÖRRRTÍU krónunum.
Fann þær þrátt fyrir að það sé ómögulegt að finna e-ð í veskinu mínu…ég þarf nýtt veski!

Aftur eftir smá stund, var öskrað í eyrað á mér: „MAMMA, ÞAÐ ERU ALLIR AÐ HORFA Á ÞIG… EN MÁ ÉG ALVEG FÁ HH-SIMONSEN SLÉTTUJÁRN… ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ LÆKKA ÞAÐ FRA 1400 NIÐUR Í 750?!!?“
Ég: „nei“
„EN MAMMA, ÞAÐ ER ÓGEÐSLEGA FLOTT OG BÚIÐ AÐ LÆKKA ÞAÐ ÚR 1400 NIÐUR Í 750… OG ÞETTA ER HH-SIMONSEN??!!!??“

Ég valdi að ignorera spurninguna og ríghélt um veskið mitt…

Þarna upplifði ég að vera blind og psykotisk í ca 10 mín… í alvöru… hef aldrei verið svona nálægt því að vera blind i alvörunni… ég vil ekki vera blind. Ömurlegt… allir alltaf að öskra a mann.

Þegar ég mátti opna augun, fór ég að virða fyrir mér snyrtidömuna… ÓNEI, ÓNEI… í hverju hef ég lent??? Hún var ekki nema rétt að verða 14!
Ég hugsaði shit!!! Shit, shit, shit!!!
Þessvegna var þetta svona ódýrt… og ég að fara á djammið daginn eftir… hvernig kæmi ég til með að líta út…hvað var til ráða…?

ég setti heilann á speed, og reyndi að finna upp á spurningu til að staðfesta grun minn á aldri barnsins…

ég gerði mér upp stunu… og sagði: „ohh þessi börn… átt þú nokkuð börn???“
Barnið: „hehe nei“
Ég: „og ekkert byrjuð að reyna að búa til börn???“
Barnið: „LOL nei nei“

Sko, ég nálgaðist grun minn… ekki einu sinni byrjuð að sofa hjá

Ég: „finnst þér tónlistin (country) góð?“
Barnið: „veit nú… verð nú alveg fegin þegar það verður slökkt“
Ég: „Villy Sövndal eða Pia Kjærsgaard?“
Barnið: „Villy“
Ég: „rolling stones eða the beatles?“
Barnið: „hvað er það?“
Ég: „macDonalds eða ostahabs?“
Barnið: „macDonalds“
Ég: „fréttirnar eða bangsi og kjúklingur?“
Barnið: „guð… ég veit það ekki… bíddu, afhverju ertu að spyrja mig allra þessara spurninga…? ertu að reyna að komast að hvað ég gömul eða hvað?“
Ég: „öhhh já“
Barnið: „ég er 17, en þú…. svitaköst eða svitaköst (menopásan)???“

Krakkaskítur!

Þegar þessu var lokið og ég búin að versla rassgatið úr buxunum af tigivörum a tilboði, fórum við mæðgur í fjörið… löbbuðum í gegnum aðalbarinn, þar sem lokallinn sat og sötraði sinn bjór. Lokallinn flautaði á eftir okkur og bauð okkur að setjast hjá ser… mmm lambakjöt og gemlingur í bænum. Við afþökkuðum… ég lika enn í sjokki eftir svitakastaspurninguna…

Þannig að við settumst bara a bekk nálægt sviðinu og horfðum á lokalinn sem var í dansgírnum… jujú í Rödekro er ekki bara einn dansgír… þessi r Rödekrobúar voru í 5 dansgírnum… Aldis hafði aldrei séð neitt þessu líkt…

Þarna dansaði lífsglatt og hamingjusamt fólk berfætt á malbikinu, í fatnaði sem maður varð ringlaður af að virða fyrir sér og tókst að blanda öllum danssporum veraldar saman í einum og sama dansinum…

Einn berfætlingurinn kom og bauð mér upp í dans… ég sagði nei takk, ég væri að passa litlu systir mína…
Stuttu síðar kom hann og bauð Aldísi upp í dans… hún sagði: „nei takk, ég er í skóm“

Ég held að honum hafi fundist við vera skrítnar…

Eg fór líka að velta fyrir mér hver það væri sem væri normal og hver væri skritinn… þarna í þessum flokki manneskjna vorum við Aldís minoriteten… kannski værum við bara skrítnar og þau voru normal.
Þegar virti hljómborðsleikarinn og óþekkta hljómsveitin hættu að spila fórum við heim reynslunni ríkari!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *