Til Treviso og Feneyja með lillunum.

Á vormánuðum ákvað ég að heimsækja Tinnu vinkonu og bauð lillunum með.

IMG_2150

Tinna býr í Treviso á Ítalíu ásamt Jómba (sem var í vinnuferð og því mátti Fúsi ekki koma með), Elenu Dís

og Maríu Íssól sem sést þarna spila á píanó fyrir fólk og brúðu á lestarstöðinni í Feneyjum. Því var þetta algjör stelpuferð eins og stelpuferðir gerast bestar. 
IMG_1667IMG_1965

Treviso er hálfgerður smábær á norður Ítalíu en merkilegur fyrir margar sakir. Það búa um 80.000 manns í bænum og 3000 manns innan múrsins („le Mura“) sem var reistur á fimmtándu og sextándu öld til að verjast hinum ýmsu ribböldum, þó aðallega Frökkum. Treviso á sér eldgamla sögu, allt frá fornöld og til dagsins í dag þar sem þeir geta státað af að hýsa m.a. höfuðstöðvar Benetton ásamt fleiri frægum merkum og fyrir að hafa fundið upp Tiramisu eftirréttinn. Ég verð að játa að ég steingleymdi að fara á þann veitingarstað og smakka. Já ég veit, einhverjum finnst ég alveg út úr kú.

Við flugum með Ryanair frá Billund og beint til Treviso fyrir kúk og kanil. Fyrsta kvöldið okkar fórum við út að borða og Tinna kynnti okkur fyrir Aperol spritz, já eða Campari spritz... bæði jafn gott og það var ekki aftur snúið.

IMG_1951Algjörlega uppáhalds iðjan mín í útlöndum er að stika á milli kaffihúsa og veitingastaða enda tókst okkur það ágætlega í þessari ferð. Á þremur dögum og einu kvöldi fórum við á tólf staði. Enda veitir manni ekki af, brennslan er svo mikil í göngunni á milli staðanna.

Við fórum til Feneyja á sunnudeginum. Feneyjar er ofboðslega sérstök borg sem á sér langa og merkilega sögu og er ólík öllum öðrum borgum sem ég hef komið til. Hún er falleg og litrík þar sem bæði stórglæsilegar byggingar koma við sögu en líka „venjuleg“ hús þar sem „venjulegt“ fólk býr. IMG_1853Þarna sést t.d. hvernig vatnið hefur markerað múrverkið og lítið um viðhald enda ekki hlaupið að því að spasla í skemmdirnar.

Við byrjuðum á að fá okkur að borða á veitingarstað þar sem Tinna og fjölskylda hafa komið á áður. Litla María með sitt ljósa hár og talandi reiprennandi ítölsku virtist vera einn af fastagestunum; ciao bella Maria! María varð í augnablik svekkt út í sólina sem skein bara á brot af borðinu og það var eins og við manninn mælt, þjónarnir kepptust við að hugga hana og fyrir vikið varð bæði fordrykkurinn, eftirdrykkurinn og ísinn í boði hússins.

IMG_1533

Við mælum eindregið með þessum stað. Hann heitir Ristorante Trattoira Poveldo og er rétt hjá lestarstöðinni.

IMG_1779

Gondólarnir voru á sínum stað og flestir í sleik og um leið takandi vídeó af sleiknum! Svolítið spes þessir ferðamenn!

Það kom okkur ekkert á óvart það væri mikið ferðamönnum í Feneyjum og þó vorum við þarna bara í apríl. Þetta er t.d. algeng sjón… Þetta finnst okkur frekar fyndið en erum að sjálfsögðu of töff fyrir svona lagað og eigum því ekki selfiestöng.

IMG_1718

Það eru minjagripabúðir út um allt. Varla þverfótað fyrir „I love Italy“ bolum, álíka töskum, selgum, lyklakippum, Feneyjagrímum, derhúfum og þessháttar dóti.

IMG_1542Auðvitað keyptum við segla á ísskápinn, það er hefð hjá okkur, segull úr hverri utanlandsferð. Örlitlir túristar erum við þótt rembumst við að vera það ekki.

Við fórum að sjálfsögðu á Markúsartorgið eins og allir hinir.

IMG_1915

Upphafið af Markúsarkirkjunni má rekja aftur til ársins 800 og eitthvað og var henni ætlað að hýsa líkið af Markúsi sem var lærisveinn. Hann var trúboði á Ítalíu og seinna biskup í Alexandríu þar sem hann var drepinn og grafin í kristinni kirkju. Seinna (828) varð Alexandria múslimsk borg og átti að byggja höll og nýta efnivið úr kristnu kirkjunum. Þetta leyst Ítölskum kaupmönnum ekkert á og rændu líkinu af Markúsi og földu það undir svínakjöti og komust þannig með það út fyrir borgina þar sem múslímsku tollurunum fannst það frekar ógeðfellt og höfðu lítinn áhuga á að skoða það eitthvað frekar. Líkið var flutt til Feneyja og kirkjan byggð yfir það.

Við stoppuðum stutt á torginu en gáfum okkur þó tíma til að setjast niður með hinum og virða fyrir okkur mannlífið.

IMG_1892

En aftur til Treviso þar sem eina manneskjan með myndavél var ég. Þar eru nefnilegar engir ferðamenn og því engar minjagripabúðir, né veiðandi þjónar fyrir utan veitingarstaðina.

Það eru góðir veitingarstaðir á hverju horni, græn svæði út um allt, fallegar byggingar og nóg af búðum fyrir þá sem það vilja. Meira að segja H&M ef dæmigerður Íslendingur á leið þar um.

Uppáhalds kaffihúsið mitt er þetta og er á Ponte Buranelli.

IMG_2174Pláss fyrir okkur og tvo aðra. Minna pláss inni og kaffið mjög gott.

Svona er Treviso, full af perlum á ólíklegustu stöðum. Auk þess er hún er talsvert ódýrari en Feneyjar.

Á laugardögum og þriðjudögum er lókal markaður þar borðin svigna undan lifandi og dauðum mat…IMG_1997…gardínuefnum, töskum, dúnúlpum…

IMG_2035…blómum, buxum og sólgleraugum.IMG_2009

Enda veitti ekkert af að vera með sólgleraugu í sólinni á Ítalíu! IMG_1513 IMG_2056 IMG_2193Ef einhverjum dettur í hug að nýta sér ódýra flugið með Ryanair beint til Treviso, mælum við með að fólk kaupi sér gistingu í Treviso, fari á minnst sjö veitingarstaði, á markað og síðan í dagsferð til Feneyja. Lestarferðin tekur um hálftíma og er frekar ódýr.

Og það allra allra mikilvægasta:IMG_2271Ekki gleyma að vera cool!

Það eru fleiri myndir inn á facebookinu mínu hérna.

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *