helgin

Takk fyrir afmæliskveðjurnar til Aldísar  og bendi um leið á komment frá Unni við síðustu færslu… svona á að gera þetta!!! 😉 Go Unnur!

Helgin er búin að vera æði… og frekar mikið að gera… ég er nu ekki vön að telja upp fyrir ykkur hvað á daga okkar drífur, nema skálda mikið í kringum, en… get nú ekki látið vera núna 😉

Föstudagur:
• vakna kl 0540
• vinna kl 0700
• hætta að vinna kl 1320
• fara með barn á barnaamb kl 1330 (það er ísl læknir þar… rosa skrítið)
• horfa á handboltaleik við heimkomu
• fara í ýmiskonar snyrtingu hjá snyrtifræðingi kl 1600-1900
• elda kl rúml 1900 sem er alltof seint miðað við aðstæður
• liggja meðvitundarlaus í sófanum frá 2030-2130 eftir erfiða viku bæði á sál og líkama 😉
• gera sig klára fyrir kulturnat (kulturnótt) kl 2130
• hlaupa 6 km kl 2300 með Svölu babe
• koma heim kl 0015
• sofa einhverntímann


Laugardagur:

• vakna í rúst einhvertímann með morgninum
• hendast út að versla
• klipping og litur fyrir alla fjölsk kl 1130
• klippingar og litur búið fyrir áætlaðan tíma
• kl 1400 taka til og undirbúa brunch (tvöfalt afmæli stelpnanna fyrir islendingana daginn eftir) með að byrja á spænskri tortilla.
• Kl 1540 aftur a versla (gleymdum tertudeiginu) og sækja Aldísi í Egersund, þar sem hun sankar að ser vinkonum.
• Kl 1630 mætum við alltof seint í afmæli hjá nöfnu minni sem fyndnasta og sætasta nafna í heimi…
• Fra kl 1700- fram á kvöld étum við á okkur gat og kjöftum okkur í kaf.
• Einhverntíman um kvöldið förum við heim og ég held áfram með spænsku tortilluna plús að brenna 2 eplakökur… var orðin frekar framlág 😉

Sunnudagur:
• Kl 0230 leggur Fúsi af stað upp í Billund að sækja pabba
• Fluginu seinkar… ha seinkun hjá Iceland express!?! Jújú
• Þeir gaurar koma heim kl 0700
• Ég fer á fætur kl 0830 (gat ekki fyrr, vegna timburmanna, fékk mér sko ½ bjór og eina sígó um kvöldið)
• Eftir að hafa lesið dagblaðið, innbyrgt frekar marga kaffibolla, borðað morgunmat og horft svoldið a leikinn Croatia-Spain ýtti eg mér í gang við að gera þetta brunch rugl… naði ekki að gera allt sem var á listanum… en gerði samt nyja eplaköku 😉 hinar eru enn niðrí kjallara 😉
• Horfði á leikinn ísl-fra með öðru auganu… þetta var ekki þægilegt…
• Þegar kl var að nálgast 1230 fannst Svölu aðstæður ekki bjóða upp á gesti og tók frumkvæðið og seinkaði afmælinu… gat nu ekki annað en brosað…
• Gestirnir komu svo… ég náði að fara í sturtu, Fúsi lika og Aldís náði að slétta á sér hárið 4 sinnum svo þetta reddaðist allt saman… þótt eggin hefðu aldrei orðið að hrærðum eggjum…
• Bifvélavirkinn okkar kom svo seinnipartinn í gær, tók bílinn og mat bilanirnar… nú erum við sko með hausverk!
• Í gærkvöldi þýddi ég Drömmen (myndina) fyrir pabba og fannst honum hún vera góð (ég vandaði mig i þýðingunni)
• Fór svo að sofa kl 0030 eftir að pabbi var búin að segja óteljandi sögur af Ödda mági sínum… alltaf hægt að hlægja að Ödda 😉 vildi að ég væri Öddi!

Ég ætlaði alltaf að vera búin að segja ykkur frá countryhátíðinni sem ég for a um daginn… kannski kemur það næst… það var nefnilega mjög gaman.

Ætla líka að ath hvort pabbi andi… hann sagði i gærkvöldi að hann myndi alltaf vakna kl 0700!

4 Responses to “helgin

  • Linda Björk
    16 ár ago

    Vá……….. stóð sjálfa mig að því að vera farin að anda örar…… púlsinn er kominn uppúr öllu valdi………. púff……. ég er bara uppgefin eftir þessa helgi hjá þér!!!
    (ath. klukkan er 9 hér þegar hún er 7 hjá þér, ekki víst að líkamsklukkan hjá honum pappa þínum hafi áttað sig á þessum tímamun!!!)
    Kv. ég

  • Takk fyrir frábæran brunch!!! Eplakakan sem við fengum var nú bara snilldin ein svo að þú hefur aldeilis náð að hita þig upp með því að brenna hinar tvær (eins gott að þú áttir nóg af eplum).
    Kvitt og kveðja, Begga

  • Guðrún Þorleifs
    16 ár ago

    Annasöm helgi hjá þér, en kemur það ekki fyrir nu og da… 😉
    … og alveg ótrúlegt hvað allt getur gengið upp. Gangi þér vel 🙂

  • Hafdís
    16 ár ago

    Ég var líka hér á ferðinni.
    Knús Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *