Á laugardaginn tók ég aukavakt (dagvakt) og kom heim kl 1530.
Kom hjólandi á fleygiferð inn í innkeyrsluna, henti hjólinu frá mer og hljóp inn i eldhús og gargaði: „ÍSSKÁPURINN!!!“
Fúsi: „ha“
Ég: „ísskápurinn“ og fórnaði höndum
Fúsi bað mig um að slaka á og útskýra hvað væri með isskápinn…
Ég dró andann djúpt og bunaði útur mér: „allt sem er grænt, allt sem er loðið, allt sem hreyfist og allt sem er með ranga dagsetn á að fara útur ísskápnum… „
Fúsi: „ha, afhverju?“
Ég: „kokkurinn frá Norge kemur á hverri mínutu!“
Ísskápurinn var tæmdur!
Það er alltaf stress í gangi ef kokkar eða hreingerningardömur koma í heimsókn!

Helgin var æði, dró gestina í stuttan trilletúr i rigningunni… þessi stutti trilletur varð að tveimur kl.timum. Annars var bara hangið og pratað laust. Og litla kokkabarnið sagði að ég væri snillingur!

Og svei mér þá ef ég er ekki betri í norskunni en í rússneskunni.
Ég er meira að segja komin með meiri orðaforða en norski kokkurinn sem er búin að búa í Norge í 14 ár. Hún vissi ekki að wc var „tunnen“ á norsku… alltaf gott að geta kennt fólki e-ð nýtt.

Eins gott að OL skuli vera núna, bjargar mér alveg… nú kemst ég í form fyrir næturhlaupið 22/8 með því að horfa á allt sportið í sjónvarpinu! Nenni nefnilega ekki ut að hlaupa.

2 Responses to “

  • Linda Björk
    16 ár ago

    Sjaldséðir hvítir hrafnar!!!
    Vááááááá hvað það er laaaaaaaaangt síðan ég hef kíkt við hjá þér!!!!
    Held ég hafi ekki verið búin að óska þér til hamingju með nýja titilinn…… geri það hér með: TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA ORÐIN HJÚKRUNARFRÆÐINGUR!!!!!!
    Les og sé að lífið leikur við þig og þína.
    Kveðja frá Dalvíkinni.
    Ég

  • Frábært að nota OL til að koma sér í fanta form fyrir hlaupið ;o)
    Það er nú ágætt að fá svona heimsóknir annað slagið, þá drífur maður sig í því að taka til.
    Sé þig nú væntanlega á laugardaginn, ef ekki fyrr…
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *