Veðrið lítur út fyrir að vera æðislegt… er að sjálfsögðu ekki búin að fara út svona snemma dags þar sem ég er ekki í skólanum í dag, vegna þess að það er 2. í veikindum barna. Báðar með það sama, hita og höfuðverk ásamt fleiru. Og í fyrrinótt var Svala með óvenjuháann hita (af ehnni að vera) eða 39,5 og varð ég algjörlega hysterisk og var alltaf að spyrja hana spurninga og láta hana gera hitt og þetta… þangað til hún sagði:”mamma hættu að spyrja mig að öllu þessu og skoða mig…. “ já já… ég er bara frekar tæp í sambandi við heilahimnubólgu, eiginlega bara skíthrædd.

Og hérna kemur hluti úr leiðinelga blogginu sem fór aldrei út um daginn….

Hélt reyndar barasta að ég myndi andast á leið í vinnuna á sunnudagsmorguninn eftir partýið hjá Bóasi og Sonju. Það var ílla kalt. Var líka óvenju þreytt og svakalega krumpuð eftir að hafa litið vitlaust á klukkuna og farið á fætur klukkutíma fyrr og sett upp andlitið og farið svo inn í rúm aftur og sofnaði svo beint á andlitinu. Já og einmitt á laugardaginn þegar ég mætti í vinnuna (1. dagurinn) kannaðist engin við mig í heimahjúkrunargrúbbunum og ég fékk nettann krampa í magann. E-ð stórt að misskiljast… en þá fundum við það út að deildarstjórarnir höfðu hætt við að hafa mig í heimahjúkrun og settu mig í staðinn á “aflastning” (óska eftir íslensku orði) með aðeins 5 plássum og er ég yfir mig lukkuleg með það og sátt við að þetta verði sumarvinnan mín. Enda eitt af draumavinnunum mínum sem ss-assistent. Og alltaf er Sönderborgin mín að minnka og minnka með hverjum deginum. Aðal vinnufélagin minn er stelpa sem ég oft hitt og unnið með í geðinu.

….Leiðinlega blogginu lokið!

Páskarnir eru að nálgast… við ætlum bara að vera róleg og vera heima hjá okkur og ég er búin að taka að mér nokkrar vaktir í nýju vinnunni. Annars mælum við með Svíþjóð sem páskastað vegna þess að þar er allt opið á þessum helgidögum.

Við erum líka að safna okkur fyrir sumarfríinu… og ekki vietir af að safna þar sem við erum að fara til lands sem er í verðflokki með íslandi. Júbb við erum að fara til Noregs… og ég hlakka hrikalega til… aldrei komið þarna áður. Erum reyndar að fara í ferð sem er búið að vera að skipuleggja í tæp 5 ár… eða síðan við fluttum. Eygló æskuvinkona býr nefnielga þarna ásamt fjölskyldu sinni og höfum við ekki ennþá heimsótt þau. Ég er ekstra obs á norskuna núna, hlusta sérstaklega eftir henni í fréttunum og öllum þáttum, og tel mér trú um að ég geti e-ð kommunikerað þarna norður frá. Ég var meira að segja byrjuð að pakka í bílinn í huganum í gær… en það var nú aðallega úr grensabúðunum 😉
Svo er hugmynd að í staðinn fyrir að sigla sömu leið til baka, að keyra til Stockholm og þaðan evt. í Astrid Lindgren landið. Og síðan til Göteborg og taka ferjuna þaðan heim.

Ennnn… vandamálið er bara að við höfum eiginelga bara 2 daga… til að vera komin heim á sama tíma og gestirnir okkar sem við fáum 7. júlí. Þannig að e-ð verðum við að velja frá…

Svo nú spyr ég ykkur… hafiði komið í Astrid Lindgren landið eða þekkiði einhvern? Er bara að spá hvort þetta náist á einum degi og hvort það sé þess virði að borga þvílíkann aðgangseyri?

Í gærkvöldi fór ég í bío… jebb ég… ekki farið síðan ég fór með Fúsa og vinnufélaga hans á Der untergang á á síðasta ári. En við Dísa skelltum okkur á Efter brylluppet sem er mjög góð eða það finnst mér og var ekki laust við að ég springi úr þjóðastollti þegar tónar Sigurrósar flæddu um salinn . En þetta var mega huggó og byrjuðum við á fordrykk á Ib René Cairo (rétt skrifað?) og er bara ár og öld síðan við Dísa fórum svona í bæinn, minnti mig á fyrri tíma þegar við vorum aðeins duglegri…. Dísa, segðu upp þessari vinnu þinni svo að við getum farið að stunda brunch aftur 🙂

Spurning um að fara að gera e-ð áður en ég fæ öndunarerfiðleika vegna ryks…
Og já, jan/feb myndir komnar inn… sumar stolnar 😉 en það voru bara svo fáar myndir teknar í þessum mánuðum.
klikk
Ses

4 Responses to “

  • Dísa
    19 ár ago

    Veistu að ég er sko alveg sammála þér með heilahimnubólguna..betra of en van þar….
    Já það er spurning um að segja upp vinnunni og fara að stunda kaffihúsin….. En þangað til að hægt er að fara í bunch þá bara að vera duglegri á kvöldinn……. Þetta var æði í gær, bæði myndin og félagskapurinn….takk fyrir kvöldið…
    knús Dísa

  • Hæ hæ!
    Eru skvísurnar ekki á batavegi núna? Vona það alla vega.
    En mikið er þetta huggulegt (og upptekið) fólk á myndinni hérna hjá þér ;o) En það vantar tvær, ykkur Brynju, verðum bara að photoshoppa ykkur inn á hana.
    Vona líka að sumarfrís-söfnunin gangi vel hjá ykkur og þið finnið út úr því hvað þið viljið gera í restina.
    See you later.
    Begga

  • Hafdís
    19 ár ago

    Noregur…mér líst sko ekkert smá vel á það, ábyggilega alveg geggjað.
    Kveðja Hafdís

  • takk fyrir kvittid stelpur 🙂

    kvedja dagny

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *