alhæfingar og etnocentrisme

Oft alhæfa íslendingar um dani… reyndar um flestar þjóðir… ég heyri mest um dani…
t.d. „þetta er alveg týpisk danskt“ eða „ þetta er alveg týpískur dani“…
Íslendingar alhæfa líka mikið um „perka“, araba og „slæðukellingar“…
Oftast koma alhæfingar fra fólki sem veit ekki betur… t.d. fólki sem er búið að búa í stuttan tíma i Danmörku… og fólki sem hefur gengið ílla að aðlagast… eða vill ekki aðlagast og hefur þessvegna kynnst dönum takmarkað og hvað þá komið inn á fleiri dönsk heimili en fingurnir eru á annarri hendi.

Íslendingar eru líka oft fullvissir um það að það sé allt best á Íslandi… líka íslendingar sem hafa valið að búa annarsstaðar en á Íslandi.

En það gildir ekki bara um íslendinga, þetta gildir lika um dani… já og líka um svía… sjálfa svía… pælið í því!
Hugtakið heitir „etnocentrisme“
Elska þetta hugtak. Maður rekst á það næstum daglega…

Stundum rekst maður á að það sé talað um okkur íslendinga i samfélaginu.
Um daginn sat ég í hóp þar sem ein var að rökstyðja ákvörðun sína um að láta barnið sitt ekki í hverfisskólann. Hún ætlar að láta það í Sönderskovskólann.
Hún var spurð um útlendingaprócentuna þar… jújú flestir danir… en samt stór hópur af íslendingum… samt ekki alveg eins stór vandamál með þá og hina útlendingana… samt vandamál… grúppa sig víst e-ð saman… sérstaklega strákarnir…

Ég móðgaðist eða sárnaði pínu… fannst verið vera tala ílla um þjóðina mína… er svo svakalega hörundssár… það má ekkert segja við mig 😉
Ákvað að segja ekki neitt… greinilega búið að gleyma að ég væri íslendingur… og gat heldur ekki mótmælt þessu þar sem þetta er ekkert nýtt sem maður var að heyra… og veit heldur ekki nógu mikið um málið…

Í dag var ég að ræða við eina… hún á 2 íslenskar vinarfjölskyldur… hún var að segja mér frá mömmunum… sagði svo að þetta hlyti að vera svoldið sjokk fyrir íslenskar fjölskyldur að flytja úr landi (Íslandi) þvi íslenskar mæður myndu ofvernda börnin sín. Hún hefði í rauninni aldrei kynnst öðru eins… ég varð eiginlega alveg orðlaus… hún er samt svo indæl, meinti þetta allsekkert ílla… alltíeinu horfði hun á mig og sagði: „guð, þu ert líka islensk…“
Ég: „öhh já“
Hún: „ ert þú líka svona…?… nei varla…?“

Ég sagðist vita hver önnur væri sem hún talaði um… og fullvissaði hana um að ekki væru allar íslenskar mæður eins og viðkomandi…

Þessi indæla kona þekkir 2 íslenskar konur… og alhæfir… alveg eins og við gerum…

(Er líka að spá i að fara ganga með íslenska fánann um hálsinn… svo að fólk muni að ég sé íslendingur)

Það var sagt í fréttunum í kvöld afhverju ég væri eins og ég er.
Ég var pelabarn og fékk mjög líklega pela sem gerður var úr Bisphenol-A… baneitrað… vissi að það væri e-ð… hef vist verið svo undarleg til fjölda ára!

2 Responses to “alhæfingar og etnocentrisme

  • Er þetta ekki bara svona alls staðar, það er alltaf verið að tala um allt og alla og þar erum við íslendingar engar undantekningar, frekar en danirnir eða aðrir þjóðfélagshópar. En hvar værum við ef við hefðum ekki alla hina til að tala um og ef hinir hefðu ekki okkur að tala um???
    En er það ekki mikill léttir fyrir þig að vera búin að fá „greiningu/skýringu“ á þessum undarlegheitum þínum? ;o) Getur verið svo erfitt að lifa í óvissunni, heheh…
    Knús í kotið ykkar, Begga

  • Drífa Þöll
    16 ár ago

    Erum við sem erum á svipuðum aldri ekki bara hundheppin að vera á lífi eftir að hafa drukkið úr þessum pelum? Hugsaðu þér það gæti verið að heila kynslóð vantaði inn í mannlífið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *