Þegar við stundum íþróttirnar.

Við vitum öll hvað líkamsrækt er hrútleiðinleg. Endalausar endurtekningar, sveitt fólk, vond lykt og tala nú ekki um stílinn, eintóm hallærisheit bara.

Það eina sem getur bjargað þessu og þá meina ég það EINA, er góður félagsskapur. Og það gildir ekki einungis um líkamsrækt, heldur allar íþróttir. Hlaup er vita vonlaust nema í félagsskap (annars sný ég við), handbolta væri einmanalegt að stunda nema fyrir alla hina sex auk varamannana og hestamennska án hests? Þetta er augljóst.

Ég hef borgað í líkamsræktarstöð síðan haustið 2006 og mætt að meðaltali einu sinni í viku, ef ég hef þá náð því. Gamla Gaur hefur fundist þetta dýrt. En ég mætti bara í skemmtilegasta félagsskapinn og það eru boxtímarnir.

Í janúar kom að því. Húsbóndinn sagði hingað og ekki lengra, að það gengi ekki að borga rúmlega 200 kall á mánuði fyrir í mesta lagi fjögur skipti. Auk þess væri ég að eldast og yrði að fyrirbyggja bakveiki og aðra ellikvilla.

Ég fann mér íþróttavinkonur og dröslaðist af stað, örlítið með hangandi hendi. Þetta gat ekki farið vel né verið neitt spes.

Nema… okkur tækist sjálfum að gera þetta skemmtilegt. Þegar ég gerði mér grein fyrir hversu mikil skemmtun þessi blessaða líkamsrækt væri, fór ég að hlakka til hvers skiptis. Og einstaka sinnum hafa verið teknar myndir. Bæði með símum, myndavélum og stundum höfum við gengið svo langt að hafa þrífótinn með.

2015-03-13 18.49.27

IMG_1098

Stundum hefur gleðin í ræktinni verið svo mikil að það mætti halda að það væru jólin.

En þrátt fyrir gleðina tökum við þessu líka háalvarlega.

IMG_0665

IMG_0791

Við rembumst og sperrum okkur með tilheyrandi fylgihlutum. T.d. er nauðsynlegt að vera með magabelti til að leyfa mittinu að njóta sín sem best.

IMG_0734 IMG_0726

Árangurinn lætur ekki á sér standa. Okkur fer fram með hverjum deginum.

IMG_0810

Ég var spurð að því einu sinni hvort við værum mikið að þjálfa byssurnar? Mig rak í rogastans því ekki gat ég séð hvernig stelpur eins og við gætum þjálfað byssur? Í mínum huga eru það bara karlmenn sem eru með líkamshluta sem gæti kallast byssa (sem skýtur). En þetta er víst algengt íþróttatungumál, það eru handleggirnir sem eru byssur. Höfum það á hreinu.

2015-03-06 17.14.35

Ég hef aðeins verið að æfa þjálfa byssurnar bæði að aftan og framan. En það var nú líka eitt. Einn daginn sagði æfingarvinkonan: „í dag er það Tvíhöfði“ og ég hélt í alvörunni að við ætluðum að hlusta á skemmtilegan útvarpsþátt á meðan. Nei nei, þetta var þá líka bara íþróttamál og var verið að tala um biceps.

2015-03-06 15.37.30

En þetta er allt að koma hjá mér, þarna sjáiði t.d. hversu öflugar byssurnar eru orðnar.

Án gríns, þá eru kraftarnir orðnir svo svakalegir að ég geri mér ekki alltaf grein fyrir þeim. Í tvö skipti í vinnunni hef ég brotið blóðgas sprautu eftir að ég hef fyllt hana af blóði. Ætlaði bara að setja tappann á og ýtti svo fast að hún splundraðist. Í fyrra skiptið, fór blóð út um allt, og mest á sjálfa mig. Ég stóð beint á móti nemanum mínum og spurði: „fór eitthvað á mig?“ Neminn horfði á mig með skelfingarsvip og sagði „já… þú ert alblóðug í andlitinu“. Og það var ekki ofsögum sagt, 1ml fer út um allt. Á augnlokin líka. Ég náði ekki mynd fyrir þvott. Í seinna skiptið voru það mest fötin, þá náði ég mynd.

2015-03-04 10.58.17

Ég verð virkilega að læra að stjórna kröftunum til að koma í veg fyrir stórslys.

IMG_0604

Já þetta eru og kraftarnir… Nei þetta er ekki kvennahlaupsbolur. Hættið að halda það.

Við Ágústa mætum líka alltaf í boxið á þriðjudögum.

2015-03-10 18.05.39

Þessi lengst til vinstri er aðal ástæðan fyrir að við stelpurnar mætum. Hann er einhleypur og hef ég virkilega gert mitt til þess að reyna að koma honum út. Gekk víst heldur langt í eitt skiptið og því eru íslenskar konur algjörlega útilokaðar um aldur og ævi. Þessi lengst til hægri er alltaf að fella mann. Það er pínu skemmtilegt.  Þessi í miðjunni mætti alveg vera bróðir okkar. Hann er svo indæll og ekta.

2015-03-03 17.59.48Um daginn lét þjálfarinn sem er lögga, okkur puða einum of og endaði ég bara í hjartastoppi. Ekki voru það karlmennin sem hlupu til heldur elsku hjartans Ágústa vinkona mín, sem hnoðaði í mig lífinu. Ég náði mér strax og er þrælspræk í dag.

IMG_0586Hún er svo yndisleg hún Ágústa. Hún á ættir að rekja til Sólheima á Íslandi.

Eins og þið sjáið er hún helsta ástæða þess að strákarnir flykkjast í boxtímana

IMG_1188 IMG_0578

Alveg gullfallegur rassinn á henni Ágústu minni.

Við hlaupum saman 5km einu sinni í viku. Erum ekkert að ofreyna okkur neitt.

Fyrir mér er mikilvægt að halda stílnum, vera töff í merkjafötum og ekki rauð í framan.

2015-03-04 17.00.36

Þarna var ég að fara út að hlaupa.

2015-03-11 17.23.10 (2)Síðan hlupum við og mér datt í hug að taka mynd. Bað þær um að labba aðeins og haldiði að þær hafi tekið vel í það? Nei, peisið maður, peisið. Ég eyðilagði allt. Ég man ekki alveg hvað peis er, en það hefur eitthvað með hraðann að gera. Í mínum huga hlaupum við bara á þeim hraða sem við hlaupum, en í huga annarra hleypur maður á þeim hraða sem mælingar mæla. Það er víst heilmikill munur, þrátt fyrir að við höfum staðið í stað síðan 2012. En það sem skiptir höfuðmáli er að skilja engan eftir, að verða ekki rauðar í framan og hafa gaman. Enda eðal hlaupavinkonur þetta.

2015-03-04 18.00.26

Þarna er ég svo á leiðinni heim, hvorki rauð né sveitt í framan. Ekki einu sinni móð eins og sést á myndinni.

IMG_1123

Við gerum líka okkar allra allra besta til að vera kynþokkafullar.

IMG_1193

Já, ég sagði k y n þ o k k a f u l l a r.

10968297_10152800030849209_5854193366451134492_n

Einu sinni enn? K Y N Þ O K K A F  U L L A R .

2015-03-02 17.25.16

Það er hægt að gera margskonar æfingar og okkur finnst flugvélin skemmtilegust.

IMG_0719

Einu sinni rössuðum við yfir okkur eins og Hallgrímur Helgason segir. Ég valdi mildustu myndina.
2015-03-13 18.48.54

IMG_1149Harkan sex, við erum að sjálfsögðu með svipina á hreinu.

IMG_1104

IMG_1129Um daginn sofnaði Begga í miðri æfingu. Það var rosalegt.

IMG_1131

Grín, auðvitað sofnaði hún ekkert! Þetta er alvöru muniði.

IMG_1180

Endalaus alvara!

IMG_0483

Okkur dytti aldrei hug að fíflast… Enda næst engin árangur með fíflagangi.

IMG_1097 IMG_0846

Já svei mér þá ef líkamsrækt er ekki bara hin besta skemmtun í góðum félagsskap.

Og ekki má gleyma því mikilvægasta, en það er að fara í sturtu. Þótt við svitnum ekki sjálfar (aldrei í lífinu), getum við fengið svitalykt hinna á okkur og jafnvel svita eftir að hafa legið á dýnum sem aðrir hafa svitnað í. Það er ógeðslegt.

IMG_1202

IMG_1225Við mælum eindregið með félagsskap í íþróttunum til að endast í þeim.

Eftirtaldir aðilar styrktu óafvitandi þessa færslu:

Cityfitness Sönderborg (lang besta líkamsræktarstöðin)

66north (mjög töff og dýrt fatamerki)

Super Brugsen (lítið Kaupfélag í úthverfum)

Asics (íþróttamerki)

Aabenraa kommune (sveitafélag)

Sport 24 (íþróttabúð)

Nike (íþróttamerki)

H2O (bara venjulegt vatn)

Danfoss (ofnastilla fyrirtæki)

Reebok (íþróttamerki)

Nykredit (banki)

Adidas (íþróttamerki)

BHI (veit ekki hvað það er)

Fairtrans (veit ekki hvað það er)

New balance (íþróttamerki)

Sjóvá (tryggingarfyrirtæki)

Kreditbanken (banki)

H&M (búð)

Linak (We improve your life) (þeir sem gera mótorinn undir sjúkrarúmin)

Meldgaard (veit ekki hvað það er)

Sönderborg kommune (sveitafélag)

Strabag (veit ekki hvað það er)

 Tuborg (bjór)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *