kuldinn

Það er svo kalt úti að ég varð næstum úti á leið heim úr vinnunni… samt var ég í jakka og síðum leggings. Vindurinn næddi í gegnum rennilásinn á jakkanum og upp undir kjólinn svo að bensinverðið á uno-x lækkaði um 7 aura akkúrat þegar ég hjólaði framhjá…

Vaktin var fín… nóg að gera, nokkrir veikir, svona í meira lagi. Fínt að borða í köldmatinn, svoldið þurrt en ég setti bara smjör á.
Vinnufélaginn hefur verið að undra sig um helgina, á hversu mikið smjör ég nota… henni fannst mikið að setja heilan Lurpak smjörpakka á eitt hrökkbrauð… hey kommon, hrökkbrauð er líka alveg skraufaþurrt… og 2 ostsneiðar geta ekki bjargað því. Held ég meigi nú borða smör, þar sem ég hvorki reykji né dópa.

Það hefur verið svo kalt úti undanfarið, að öll plön um að stunda kynlíf í skjóli myrkurs undir tíberiska munkatrénu, eru fyrir bí…

Ég ætla að minnka skemmtilestur næstu vikurnar og mánuðina og snúa mér aftur að skólabókunum… í alvörunni… stundum finnst mér eins og ég beri með mér risa leyndardóm sem vinnufélagarnir vita ekkert um og meiga ekki komast að… leyndardóminn um að ég kunni og viti miklu minna en þau halda…
Best að klára bara ísprinsessuna og lesa svo næstu bækur bara rólega… svona við hliðina á fagbókunum.

Er í þessum skrifuðu orðum að spjalla við Aldísi mina á msn… hun er svo fyndin… hún er að tala um að kúra undir dýnunni á veturnar þegar það er skítkalt!!! Og hlakkar lika til þegar veturinn kemur… oboyoboy! Hvernig er það hægt… að hlakka til gráma? Reyndar er Aldís alltaf svo jákvæð og bjartsýn að hún sér auðveldlega e-ð jákvætt í flestu… nema köngulóm… hvernig sem ég reyni að útskýra fyrir henni hringrás náttúrunnar… hún er góð í að loka eftir þörfum 😉

Farin í ísprinsessuna… orðin frekar spennandi og komin rómatík inní dæmið… úje

p.s. auðvitað elska eg ekki Alice Cooper… halló… hefur hann einhverntíma gefið mér svo sem einn kjól??? nei. Elska bara hann Fúsa minn…

2 Responses to “kuldinn

  • Já, það er sko búið að vera þokklega kalt hjá okkur undanfarið og því kærkomið að hún Sunna skuli vera komin til okkar aftur. Enda verður nú eitthvað að fara að hlýna svo að þú getir notað alla þessa kjóla sem eiginmaðurinn færir þér ;o)
    Sjáumst annað kvöld.
    Kv. Begga

  • åååhhh Begga… nota kjolana i hvada vedri sem er 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *