Komin með hausverk eftir að hafa skoðað of mörg blöð…

Annars var hringt í mig í morgun… deildarhjúkrunarfræðingurinn á deildinni minni… vildi bara segja mér að ég hefði fengið stöðuna sem var auglýst… semsagt fastráðin… frábært! Er náttl svakalega ánægð með það… búin að senda óheyrilega mörg sms í dag til að tilkynna viðburðinn…hefði bara verið „nederen“ ef ég hefði ekki fengið stöðuna, því það voru nokkuð margir sem sóttu um.

Þoli nefnilega ekki mótlæti…

Þessvegna er ég búin að vera í fýlu við Fúsa síðan í gær… afþví að hann er ekki sammála mér… en geri mér samt fyllilega grein fyrir að ef hann væri alltaf sammála mér, værum við í djúpum skít… þarna kemur hans skynsemi inn i dæmið… skynsemin sem togar mig endalaust niður á jörðina aftur!

Þegar maður gerir e-ð merkilegt á maður það til að fá pakka… vissuði að ég elska pakka?
Ég er búin að fá svo marga pakka sem innihalda gjafakort… búin að nota Matasgjafakortin… viljiði vita hvað ég fékk mér? Að sjálfsögðu eruði ekki minna forvitin en ég…

Ég fékk mér Sommer Mania fra Armani og maskara frá HR… vitiði að næst ætla ég að kaupa mér aftur maskara frá DIORrrrr, hann er betri… þrátt fyrir að HR se með blettatígursmynstri… skemmtilegur í hillunni!
Svo fyrir Inspirationgjafakortið fekk ég mér kaffikönnu… sem gerir heitt kaffi… great!
Er enn að spögulera í hvað ég a að nota síðasta gjafakortið… kannski gardínu! Held að Christina nágranni minn sé orðin þreytt á að horfa á okkur borða!!!

3 Responses to “

  • INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ FASTRÁÐNINGUNA!!!
    Varstu komin á hátt flug þegar hann þurfti að toga þig niður aftur með skynseminni sinni??? heheh… sé þig alveg fyrir mér komna á mikið flug ;o)
    Kv. Begga

  • Ágústa
    16 ár ago

    Til hamingju með fastráðninguna ;o)
    Haha.. ég sé ykkur Fúsa alveg fyrir mér: Þú eins og blaðra uppí loftinu og Fúsi heldur í spottann á þér….
    En það er nauðsynlegt að hafa einhvern til að trappa mann niður.

    Gangi þér vel í flísapælingunum.
    Kv. Ágústa.

  • Ásta
    16 ár ago

    TIl hamingju frænka.
    VIð erum nú ekki svo ólíkar eftir allt saman hehehe……..Jónsi er svona eins og Fúsi, alveg nauðsynlegt að þekkja svoleiðis menn („,) Hefur oft komið sér vel…..þó mar sjái það kannski ekki fyrr en eftir á

    Kv. Ásta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *