Einu sinni fyrir mörgum árum lagði pabbi minn fram þá kenningu að afbrýðissemi væri ekkert nema eigingirni… ég var svo innilega sammála honum! Þetta var það gáfulegasta sem hann hafði sagt allt mitt líf.
Studdi mig óspart við þessa kenningu þegar afbrýðissemi bar a góma… þar á meðal sumarið 2005 þegar við sátum eitt kvöldið heima hjá vinarfólkinu og drukkum irish i kvöldhitanum. Fékk fínan hljómgrunn! Þeir sem voru sammála mér, fannst pabbi minn vitur karl.
Nú er ég bullandi afbrýðissöm – ergo, eigingjörn… og nú er ég innilega ósammála pabba… hans kenning hrundi!
Ég jafna mig 😉

Núna er ég i sumarfríi… 5 daga… reyndar er þetta ekkert sumarfrí… bara frídagar… en líklega það lengsta sem ég fæ… bað heldur ekki um meira… gat ekki tekið ákvörðun… fer líka í veikindafrí í byrjun sept… þá get ég kannski flatmagað og lesið eða horft á dvd… í 10 daga!

Ég sé á veðurspánni að það á að vera sól og rigning allt fríið mitt… mig langar útur Sönderborg… bara einn dag! Kannski verður tími til þess… ætla að spyrja kjallarann á morgun.

Var á kvöldvakt í gærkvöldi… stalst á netið, fór á bókasafnið og pantaði bækur… er langt komin með Dragelöberen. Nei, pantaði ekki triologien eftir Sti Larsson… nei, pantaði sko „nefrourologi“ og „blodpröver“… kann nefnilega alltof lítið! Ætla bara að hafa þær í vinnunni… fer alveg að panta triologien… þegar ég er búin með Isprinsessen… elska að lesa… stundum er ég svo þreytt á kvöldin að ég kemst varla upp stigann… en samt tekst mér að lesa nokkra kafla… berst eins og þeir börðust í Örlygsstaðabardaga í gamla daga… sofna svo á endanum útfrá bókinni.

Farin í garðinn á meðan himininn helst þurr!

One Response to “

  • LAUGARDAGINN – nú Ringridning :O).

    Ég á fyrstu 2 bækurnar i triologien – mátt alveg lána…..miklu meira spennandi en ……urologi og blodpröver.

    Kveðja Stina

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *