fimmtudagsfrí

Ég er svo klaufsk… stundum er það ekki eðlilegt…
um daginn henti eg hjúkrunarfræðibúningnum í þvott í skólanum eftir myndatökuna… með skólanælunni í i vasanum… nælan líkist þeirri sem við berum frá fagfélaginu… nema flottari… og margir bera hana til að sýna hvar maður fékk sína menntun… líka mjög symbólks næla… með gullhornunum… og hún fannst ekki… öv…

Í gær henti ég búningnum í þvott á sjúkrahúsinu… með giftingarhringnum í… úpps…
Fattaði það í gærkvöldi og fór upp á sjúkrahús… og gróf og gróf og gróf… minn búningur var ca neðstur… og ég fann hringinn… sem betur fer…

Fyrir utan að henda búningunum í þvottin með e-ð í vasanum, þá er ég alltaf að missa e-ð á almannafæri og reka mig í… eg er alltaf með sár á höndunum… held ég ætti bara að vera í sveit…

Fúsi kom heim áðan, með vinnufélaga sinn með sér… þeir brutu e-ð niðri kjallara… til að finna útur hversu alvarlegt vandamálið væri… er nefnilega alltaf svoldil lykt… en vandamálið er ekki sveppur… ergo – vandmálið er ekki alvarlegt… elska vinnuna hans Fúsa… svo margir klókir karlar sem geta sagt okkur svo margt… og gefið okkur svo mörg góð ráð…

Fyrsti vinnudagurinn minn var í gær… fyrst var bara spjallað… í 2 tíma… við deildarhjúkrunarfræðinginn… á meðan við spjölluðum, flögruðu fiðrildin um í maganum á mér… allt virkaði svo spennandi… og það á að droppa turnuslæknunum og við eigum að taka við… svona smátt og smátt… það er náttl mega spennandi…

Meiningin var að spjalla bara í gær… en þar sem ég fékk borgað til kl 15 og það vantaði á deildina… spurði hun mig hvort ég gæti hoppað í föt… jújú ekkert mál…
Var ekki fyrr komin upp á deild aftur… þegar það beið sjukl frá gjörgæslunni eftir mér á ganginum… jujú ég gat alveg tekið á móti honum… fór með hann inn á stofu… fékk rapport frá gjörhjúkkunni… og þá fyrst sortnaði mér fyrir augum… allt sem ég heyrði, hef eg ekki heyrt í marga mánuði…, fullt af orðum, sem voru vel geymd innst í heilabúinu, fullt af orðum sem ég kannaðist ekkert við…, muna að panta þetta, muna að panta hitt, þetta er pantað, hitt er pantað… púha… allt virkaði svo vonlaust… en að sjálfsögðu hélt ég andlitinu… eins og venjulega… 😉

Svo kom hádegismatur… stóð eins og lundi í eldhúshurðinni,,, þegar velþroskaður sjúklingur kemur askvaðandi á móti mér og segir: „nei, blessuð og sæl, og innilega til hamingju… nu ertu orðin hjukrunarfræðingur… er það ekki gott? Já og hvernig hafa íslensku hestarnir það á íslandi núna…?“
Ég: „ööö, takk… ööö… þeir hafa það bara fínt….“

Ég varð alveg kjaftstopp… vissi ekkert hver þetta var… en samt kannaðist aðeins við andlitið og gat nú getið mér til um að þetta væri einn af föstu sjúklingunum…

Seinna stóðst ég ekki mátið að kikja við á stofunni hans og fá skýringu á hestaspurningunni…
Júju… ég hafði passað hann í nóvember … þá var ég nemi… hann mundi að ég átti að vera búin í júni… við höfðum spjallað um hesta… og hann mundi að ég ætti 2 stelpur… Hann spurði hvort hann ætti að segja mér frá fleiru sem við spjölluðum um… ?

Rosalega oft hef ég orðið hissa þegar sjúkl hafa munað eftir mér… sérstaklega eftir marga mánuði… og upp undir ár… (það upplifði eg i geðinu)… en þetta sló öllu út. Ég er alltaf svo viss um að ég hverfi i fjöldann… skil ekki afhverju og hvernig sjúkl muna eftir einum, þegar þeir hitta 100 stk fólk við hverja innlögn… þó að líklega flestar hjúkkur upplifi að það sama, að það sé munað eftir sér… gerir þetta samt að manni finnst maður ekki bara vera starfsmaður… heldur manneskja… svona einstök… þannig séð… og maður hugsar: „þarna hlýt ég að hafa gert e-ð gott (indtryk)…“

En svo fékk ég svona intro-möppu frá deildahjúkrunarfræðingnum… sem ég kíkti í þegar ég hafði smá tíma… og þá féllust mér alveg hendur… ég kann bara ekki neitt!!!!!
Ok það er sagt að það taki ca 2 ár að lenda sem hjúkrunarfræðingur… vá ég á bara 2 ár eftir af náminu… 😉 great!

Vinkona mín og ég erum í morgun búnar að vera reyna finna kvöld fyrir „matarklúbbsboð“… í júlí… gekk ekki… í águst… gengur rosalega ílla… hún vinnur líka á vöktum… og ef við erum í fríi… þá erum við á ferðalögum eða með gesti…

Þessvegna… allir þeir sem hafa talað um að koma í águst… viljiði fara að fastsetja dagsetningu… nema 9-13. eru uppteknir vegna gesta…

Það er nefnilega frekar margir sem hafa talað um að koma einhvertímann í ágúst… já og muniði afmælisgjöf til mín ef það er í kringum 2. Og afmælisgjöf til Aldísar ef það er í kringum 19. Já og Svölu svo að hún verði ekki útundan… og náttl Fúsa líka… 😉 eða breytiði þvi bara í svona „takk fyrir að meiga koma“ gjöf… eða „takk fyrir boðið“ gjöf… eða „takk fyrir að meiga gista og borða“ gjöf… elska gjafir… en er samt bara að djóka…

Er búin að fá vaktplanið…. mikilvægar upplýsingar… er alltaf af vinna á „oddatölu“ helgunum… semsagt viku 27, 29 osfrv.

Er farin að sörva á netinu…

One Response to “fimmtudagsfrí

  • Alltaf gaman þegar fólk man eftir manni, ekki síst á svona mannmörgum stöðum ;o)
    Þú átt auðvitað eftir að læra helling, en þú átt eftir að standa þig vel í því og svo veistu alveg helling, þú tekur bara ekki eins vel eftir því hvað þú veist mikið því að það truflar þig ekki (það sem þú veist)
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *