facebook aftur

Facebook…

Hvað er málið…?

Ég hafði hugsað mer að hafa upp á öllum síðan í gamla daga… og finna ut hvað fólkið síðan í gamla daga er að bralla í dag…

Ok… hvar átti ég að byrja… jú datt einn í hug síðan í gamla daga… og bað hann um að vera vinur minn… sem hann samþykkti… en það eru nokkrir dagar siðan… og ég er ekki enn búin að komast að þvi hvað hann er að bralla í dag… heldur ekki hinir sem hafa orðið vinir minir a síðustu dögum og ég veit ekki hvað eru að aðhafast… hef nefnilega ekki spurt… líklega afþví að ég lifi í umhverfi þar sem individualismen er ráðandi og maður er ekkert að hnýsast í einkalíf fólks… allavega hugsar maður sig 2svar um… og heldur áfram að safna vinum… einkennilegt…

En eins og ég sagði, ætlaði ég að vera rosalega dugleg að safna vinum úr gömlu dögunum, t.d. sveitalubbum ur sveitinni minni, barnaskólafélögum, Eiðanemafelögum, VMA-félögum, ME-felögum, rúntfélögum frá Akureyri, rúntfélögum frá Aglastöðum (hmm held að þeir séu ekki á facebook…) djammvinkonum og vinum, x-kærustum og öðrum bólfélögum, vinnufélögum, SOSAskólafélögum héðan úr DK, frændum og frænkum ofl ofl….

En… ég er búin að gleyma hvað fólk heitir… og þeir sem ég man hvað heita eru sjaldnast á facebook… og að sjálfsögðu eru ekki fyrirverandi kærastar og bólfélagar leytaðir uppi… það er nú bara siðferðislega rangt… ha!

Algjör bömmer… því það er ekkert smá cool að hafa um 500 vini… sýnir hversu vinsæll og æðislegur maður er…

Ég næ aldrei 500…. 🙁

Fyrir utan að muna ekki nöfn, getur skýringin líka verið sú að eg samþykki ekki alla… yes ég „hunsa“ fólk… án djóks (veit það er ljótt)… ég bara sé ekki tilgangin í að vera vinur fólks sem ég hef akkurat engin tengsl við, hvorki í gamla daga né nú á dögum… í mínum augum verða að vera smá tengsl… ég verð að hafa séð og talað við fólkið einhverntimann í lífinu mínu…

OG…. ég vil ekki gjafir… hvorki hjörtu, né rjómatertu né annað… ég sé ekki tilganginn… og eg vil ekki hafa profilsiðuna mina útataða í einhverju rugli…

Grunar að ykkur finnist ég glötuð á facebook…. en í raunveruleikanum er ég svo sannfærð um að ég sé cool… það vilja 20 stk vinir minir meina… fekk kort frá þeim í gær sem á stendur: „til en tös som er cool cool cool!“

Facebook ætla ég að nota til að skrifa á annarra manna veggi, senda öðrum skilaboð, setja inn myndir og dunda mér í tíma og ótíma við að breyta upplýsingum um hvað ég sé að gera … og halda siðunni minni snyrtilegri… já og reyna að fylgjast með í laumi hvað aðrir eru að gera…
Með þessu er ég að segja að ef ykkur dettur í hug að senda mér allt þetta sem ég vil ekki, breytið því þa í skilaboð eða veggjakrot… þá verð ég svo glöð 😉

Í dag vorum við í Gardenparty hjá nágrannanum… þvílíkur matur… byrjaði kl 1400… eg sprengdi nýja pilsið næstum utanaf mér… var í stökustu vandræðum… fekk líka svoldið margar bréfaskutlur í hausinn… en það var alveg ok þar sem ég var svo södd og sæl útaf matnum… fórum heim um 2000 leytið… fórum fyrst af öllum heim… sé og heyri að partýið er að byrja núna…

Við vorum líka öll hálf glær eftir gærkvöldið… eftir Carportpartyið okkar… þar sem eg fékk svo æðislegar gjafir (alvöru gjafir, ekki facebook gjafir) að ég varð að svala hamingjunni með ótæpilegu magni af Irish Coffee… og vaknaði svo fyrst af öllum í morgun til að sækja rúnnstykki til gullbakarans þvi við vorum jú 12 í morgunmat… það er met í litla húsinu okkar… en ok… bara búin að búa i því í hálft ár… þegar kjallarinn verður tilbúin geta 112 gist hjá okkur… þessvegna 113.

Viltu gistingu???

Farin aftur á facebook að safna vinum…

One Response to “facebook aftur

  • Verst að það er svo stutt heim til mín svo að ég hef ekki ástæðu til að fá gistingu hjá þér ;o), nema ég komi í partý og drekki svo ótæpilega mikið af áfengi að ég hreinlega komist ekki heim, heheheh…
    Takk fyrir frábært teiti á föstudaginn, þetta var virkilega huggó hjá ykkur þarna í bílskýlinu fína.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *