ekkert sérstakt

Vissuði að ég bý í einum fallegasta bæ veraldar? Fyrir þa sem ekki vissu, þá geri ég það nefnilega.
Veðrið endarfarið er búið að vera þvílíkt fallegt þrátt fyrir einhvern ofurkulda. Í fréttunum einn daginn var sagt að kuldinn væri ekki alslæmur… drápssniglarnir, myggið og fleiri stórhættuleg dýr steindrepast.

Um helgina byrja ég í nýju vinnunni minni. Úff nú halda einhverjir að ég tolli hvergi í vinnu… Ó nei, svoleiðis er það ekki. Bara mín holning er sú að maður á að skipta sem oftast um vinnu á meðan tækifærin gefast. Og ég er nú ekki búin að afskrá mig úr geðinu, ætla bara að tilkynna verulega minnkun. En ég byrja á Mölleparken á laugardaginn, vandamálið er bara að ég er að fara í svo spennandi party á laugardaginn. En ég hringdi bara í “omrÃ¥delederen” umráðaleiðarann á Mölleperken og sagði að ég yrði svo stíf í partýinu að e´g gæti ekki unnið lengi á sunnudaginn. Nei auðvitað hringdi eg ekkert… hvað haldiði eiginlega að eg se… standi mig ekkert i vinnunni eða hvað? O jú en þarf bara ekkert að vinna mikið um helgina… aðeins frá 0730-1300 sem er sama og LuXus.

Við erum að fara í mörghundruðmanna party í óupphitaðri skemmu í 15 stiga næturfrosti niðri þjóðverjalandi. Þar sem þetta er “housewarming” party hlýtur að hitna e-ð. En ég hlakka ofboðslega til. Er bara ekki alveg viss um hvernig klæðnaður hentar.

Afmæli já… elsku…
Perla Dögg (langt síðan)
Baldur (stutt síðan)
Og
STÍNA (í dag)
Et.al.
Innilega til hamingu með dagana.

Nú þarf ég verulega að fara að taka mig saman og mála fleiri húsgögn. Gengur ekki að hafa enga málningarlykt í blokkaríbúðinni.

Eitt ömurlegt… bekkjarsystir mín (sem er útlensk) var að fá upphringingu frá heimalandinu sínu um að mamma hennar (45 ára) væri dáin og eina systir hennar (12 ára) liggur í koma eftir bílslys á motorveginum. + að í þessu landi þurfa ættingjar að borga jarðafarir og innlagnir á sjúkrahús og þetta á allt saman eftir að lenda á bekkjarsystir minni þar sem pabbinn er einvhersstaðar tíndur eða e-ð.
Bekkurinn okkar er að safna smá handa henni, þar sem SU inn dugar skammt í svona aðstæðum. Allavega er þetta það sorglegasta sem ég hef heyrt í þessari viku og langar manni til að gera svo ótrúlega margt en getur lítið annað gert en að gefa henni knús og pening.

Í gærkvöldi höfðum við steiktann fisk í matinn, Svala hafði reyndar beðið um soðinn fisk, en varð ekki að ósk sinni. En hún bað mig samt um að smjatta fiskinn og kartöflurnar fyrir sig. Varð bara ein stór augu þegar við sprungum úr hlátri. En ég stappaði fyrir hana þegar hláturinn var hjaðnaður. Svo sæt.

Aldís vitnaði í sinn misskilning þegar e´g var e-ð pirruð á henni og sagði við hana að hún væri svo ferköntuð… og hún fór hálfpartin að skæla og sagði við pabba sinn: “pabbi, mamma segir að ég sé e-ð frá matimatik (stærðfræði)”. Hún gat ekki hlegið þá en nú skellihlær hún að þessu. Svo sæt.

Enda bara svo að þið vitið það, þá bý ég ekki bara í einum fallegasta bæ veraldar, eg á líka einar fallegustu og skemmtulegustu stelpur veraldar. Og kærastinn minn er með ein fallegustu strákabrjóst veraldar.

Jeminnnn… ég hannaði enn einu sinni brúðarkjólinn minn í gærkvöldi (í dagdraumunum mínum fyrir svefninn). Hann er geðveikur… bara að segja ykkur það. Og hann verður alltaf minna og minna hvítur. Klikk flottur. Ég var líka komin með risarass… kannski rætist það, ef það er satt með þessa yfir30árafitu.

bless

8 Responses to “ekkert sérstakt

  • Er Fúsi eitthvað að fitna?? strákabrjóst?? fæ ég sjokk þegar ég hitti ykkur í sumar?? þú verður klárlega að taka mynd af manninum berum að ofan og senda mér =) Mér líst vel á þetta með brúðkaupið ég skal vera brúðarmey og Fúsi verður að hafa einhvern svaka sexy svaramann enda þau ekki alltaf saman það er svoleiðiðs í bíómyndunum allavega. En please ekki hanna á mig lillabláan brúðarmeyjarkjól (þeir eru yfirleitt þannig í bíómyndunum)fjúff)
    jæja bara að kvitta hemm
    knús Sessa

  • nei auðvitað er hann ekki að fitna… vel passað upp á það… var að koma heim af boxæfingu… nei brjóstin hans Fúsa eru gleðhörð!

    Og lilla liturinn fyrirfinnst ekki í mínu brauðkaupi 😉 NEVER

  • úff eins gott ég hafði miklar áhyggjur af þessu öllu

  • Litla sys..
    19 ár ago

    haha.. glerhörð strákabrjóst .. er Fúsi að verða eins og ofurmössuði strákarnir í fitness keppninni??

  • Litla sys..
    19 ár ago

    .. ætlaði líka að segja, love u og kossar til allra en einhvernvegin fórst það fyrir hjá mér í síðusta kommenti …

    kiss kiss

  • nei kæra søs… Fúsi er ekki eins og their… enda ekki minar týpur 😉 thad er einvhersstadar millivegur.

    lika ótrulega margir kossar til ykkar og ad sjálfsøgdu… love u

  • Dísa
    19 ár ago

    Já sammála…. búum í fallegum bæ, ekki spurning. Takk fyrir körfuna í kvöld, þetta var virkilega hressandi.
    knús frá Dísu sem er farin að bíða eftir vorinu…

  • Hafdís
    19 ár ago

    Já Dagný og Dísa, Sønderborg er málið….er annars líf þar fyrir utan?
    Kveðja Hafdís.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *