Örfáar leiðréttingar á síðustu færslu…
Úff -ég er eiginlega með samviskubit út af megrunarkökufærslunni í gær. Það eru nefnilegar nokkrar staðreyndarvillur í henni sem eru algjörlega út í hött og það er alveg möguleiki að einn og einn lesandi hafi gleypt þetta algjörlega hrátt, án þess að tyggja fyrst.
Í fyrsta lagi þarf ekki að setja 12 tsk af fylgjudufti til að kaka lyfti sér. Það er nóg að setja 8 tsk.
Í öðru lagi eru þurrkaðið ávextir (fíkjur og döðlur) ekki hollir. Þeir eru 6 sinnum sætari en ferskir ávextir. Þessvegna eru þeir ekkert megrandi.
Í þriðja lagi getur ekki hver sem er síað salt úr sjó sjálfur. Og Miðjarðarhafssalt er á bannlistanum, það eru alltof mörg ógæfulík í þeim sjó :-/
Í fjórða lagi er ekki vika á milli myndanna af mér, sú fyrri en meira en ársgömul.
Í fimmta lagi hef ég aldrei á ævi minni verið svona mjaðmabreið, ekki einu sinni þegar ég remdi dætrum mínum í heiminn í gegnum mjaðmagrindina hér forðum daga. Þessi mynd er photoshoppuð –augljóslega.
Í sjötta lagi er spelt ekki hollara en hveiti. Heilhveiti er hollara en heilspelt.
Í sjöunda lagi er ég ekki orðin það tálguð að hægt sé að lýsa í gegnum mig með vasaljósi.
Í áttunda lagi væri alger fásinna að nota 2 kg af sveskjum í eina köku. Vesalings þarmasýstemið.
Í níunda lagi kemur fylgjuduft ekki í staðinn fyrir lyftiduft.
Í tíunda lagi á ég ekki fylgjuduft.
Í ellefta lagi er síróp bara sykur, þessvegna ekki megrandi.
Í tólfta lagi er engin tilgangur með að láta sírópið liggja í hunangslegi, né saltið liggja í kakósmjöri, né möndlumjölið liggja undir sveskjunum, né döðlurnar liggja við hliðina á fíkjunum… í 2 klukkutíma. Þetta var bara bull.
Í þrettánda lagi er hunang jafn sætt og sykur, en ef það er sjálfræktað eða keypt beint af bóndanum, þá eru einhver andoxunarefni í því. Best er samt að borða það ekki ef maður er í megrun, heldur á að smyrja því á allan líkamann á kvöldin og sofa í því. Skola svo af snemma á morgnana.
Í fjórtánda lagi er hollt að borða hámark 30 grömm af hnetum og möndlum á dag, ekki meira því þá fitnar maður og springur á endanum.
Í fimmtánda lagi er óðsmanns æði að setja fæðubótarefni í kökur, eins og Kastljós segir; þá er þetta óþarfi og maður veit sárasjaldnast hvað þessir staukar innihalda í raun og veru. Ef það væri eitthvað að viti og eitthvað hollt, myndi engin nema Arabíski prinsinn hafa efni á þessu.
Í sekstánda lagi eru þetta ekki skreytingarkremsprautur, þetta eru hræbillegir plastdildóar. Nú eru þeir í útláni, margar komnir á biðlista og ég sé þá líklega aldrei aftur.
Í sautjánda og síðasta lagi, nei! Ég er ekki í kvennahlaupsbol á neðri myndinni. Hættið að spyrja mig.
Góða helgi 🙂