Heyrðu það er víst eurovision aftur í kvöld… er búin að fara í q8 og kaupa bland í poka… allt uppáhaldið mitt. Fannst flott hjá íslendingum að komast áfram… eru þau par??? Hann er nú svoldið mikið málaður er það ekki??? En gaman að sjá nýtt fólk sem er ekki eins frægt og Sigga Bé.

Sænska Charlotte á náttl bara ekkert að vera í þessum kjól… hún gæti náttl bara farið hálf úr honum og breitt hann yfir andlitið á sér… þá væri hún fullkomin.
Ég er sammála þjóðinni að það eigi bara að vera EU keppni… og svo bara að halda fataþróuninni áfram… því minni föt því skemmtilegri keppni… nema sú portúgalska… hún má alveg vera bara í dressinu sínu… hún var líka svo reið… við urðum smeik .

Já og Latvia maður minn… þeir voru æði… svona blanda af hestamannahátíð, damefroskost og the pogues… ég er aðdáendi… ég ætla að læra textann fyrir strandpartýið í sumar og mála bæinn rauðan.

Allavega eigiði gott kvöld með fullt af hálfnöktum konum, óþekktu íslendingunum tveimur, Simon og öllum hinum snillingunum…

(p.s. gekk ég fram af ykkur í þarsíðustu færslu? Líka ykkur sem þekkið mig?)

2 Responses to “

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Sæl skvís…….. júróvisjón búin og Friðrik Ómar var ekkert minna málaður…. ef eitthvað meira málaður en síðast…….. kannski þess vegna sem við unnum ekki keppnina!!!!

    Hvar ertu búin að fá vinnnnnnu?????? Grænlandi???????

    Kv. ég

  • Ætli þú sért ekki hætt að ganga fram af okkur Dagný, maður hugsar nú bara „þetta er bara Dagný og við tökum henni nú passlega hátíðlega“ heheh…
    Gangi þér vel á lokasprettinum og INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ VINNUNA!!! Glæsilegt hjá þér vinkona.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *